Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.06.1994, Page 4

Víkurfréttir - 09.06.1994, Page 4
4 9. JÚNÍ 1994 VÍKURFRÉTTm Suðurnesja- menni Ljósmyndari verður í ■ifgreiðslum okkar sem hér segir: í Keflavík föstudaginn lO.júní kl. 12:00-16:00. í Njarðvík mánudaginn 13.júní kl. 12:00-16:00. Teknar verða myndir í DEBETKORT og er myndatakan ókeypis. Jt5PflRi5JÓDURIHN - U*K áíeuz Fasteignaþjónusta Suðumesja !lf SKfpASALA & Vatnsnesvegi 14 - 230 Keflavík - Pósthólf 267 - Sími 92-13722 Vesturgata 7, Kellavík 134 ferm. eldra einbýlishús ásamt 48 ferm. bítskúr. 4 svefnherbergi, tvö- föld stofa. Húsið er mikið endurnýj- að m.a. skólp, rafmagn og vatnslagn- ir. 9.200.000,- Fagrihvammur, Itergi Húsið selst í tvennu lagi. Efri hæð: 2 svefnherbergi. hagstætt áhvilandi. 2.700.000.- Neðri hæð: I svefnherbergi, hag- stætt áhvílandi. 1.700.000.- Vatnsnesvegur 34, Keflavík Rúmgóð neðri hæð ásamt 29 ferm. bílskúr. 3 svefnherbergi. Skólp, gler, vatnslagnir og rafmagn endurnýjað. Nýlegar innréttingar. Skipti möguleg á minni eign. 7.500.000,- Hátún 34, Keflavík 115 ferm. efri hæð í tvíbýli ásamt 32 ferm. bílskúr. 4 svefnherbergi. Raf- magn, skólp og vatnslagnir endur- nýjaðar. Skipti möguleg á minni eign. Hagstætt lán áhvílandi. 7.400.000.- Suðurgata 26, Keflavík 121 ferm. neðri hæð í tvíbýlishúsi. 5 svefnherbergi, tvöföld stofa. Hag- stætt áhvílandi. Skipti möguleg á minni eign. 9.500.000.- Mávabraut 4, Kcflavík 79 ferm. efri hæð í fjölbýlishúsi. 2 svefnherbergi. Skipti möguleg á stærri eign. 5.000.000.- ÝMSAR EIGNIR Njarðvíkurbraut 23, Njarðv. 4ra til 5 herb. íb. í þríbýli.........3.700.000.- Hringbraut 136, Kefl. 3ja herb. íb. ásamt herb. (kjahara.........6.200.000.- Heiðarholt 26, Kefl. 3ja herb. endaíb. á jarðh. Hagst. áhv........5.600.000.- Mávabraut I Id, Kefl. 3-4ra herb. íbúð. Hagst. áhvíl..............4.500.000.- Heiðarhvammur 7, Kefl. 2ja herb. íb. Hagst. áhv. Ýmis sk. mögl....3.900.000.- Tilboðsvörurnar seldust upp í KASKÓ: 2 tonn af kjúklinaum flugu út og IOOO pizzur selaust á 2 dögum Viðbrögð við tilboðum í KASKÓ fyrir síðustu helgi voru ótrúlega góð. Tvö tonn af kjúklingum „flugu út“ og 1000 pizzur seldust upp. Ekki reyndist unnt að fá meira magn frá framleiðendum á þessum vörum sem þýddi það að þessar vörur fengu færri en vildu. „Við áttuðum okkur ekki á þessum góðu viðbrögðum sem einnig orsökuðu að venjulegar nauðsynjavörur eins og ýmsar mjólkurvörur og brauð seldust lfka upp. Það var mjög baga- legt ástand sem við brennum okkur ekki á aftur. Við munum í framtíðinni vera með íjögur tilboð í hverri viku en ætlum að reyna að hafa nóg til á lager. Næstu viku frá fimmtudegi til miðvikudags verðum við með tilboð á grillpylsum, grillkolum, nýrri tegund af appelsínudjús sem heitir „- Frissi fríski" og brauði frá Nýja bakaríinu sem gildir fimmtudag og föstudag. Einnig verðum við með svo- kallaða Sjafnardaga þar sem verður tilboð á fjórum hrein- lætisvörum frá Sjöfn. Við viljum þakka þær góðu undirtektir sem þessi tilboð okkar hafa fengið og ætlum okkur að reyna að gera enn betur“, sagði Einar Steinþórs- son verslunarstjóri í KASKÓ. AÐALVÍK uúiiri BAR-RESTAURANT-CAFFÉ Hafnargötu 19a • Simi 14601 Ráar bar: QUÐMUNDUR RÚNAR LÚÐVÍKSSON fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld -KRATAR Á KRATAPINQIVELKOMNIR- Ráar salur: HLJÓMSVEITIN SÍN föstudags- og laugardagskvöld -STÓRKRATINN QÚÐLAÚQUR TRYQQVI- kemur fram með liljómsveitinni SÍN laugardagskvöld í tilefni Alþýðuflokksþingsins HÁDEQI - Ráar eldhús - KVÖLD HELQARTILBOÐ: Forréttur Rækjur og hörpuskel framreitt í brauðdeigskænu Aðalréttur Lambasneiðar í hvítvínsfuna bornar fram með grænmeti og bakaðri kartöflu Ábætir ísdúett Ráarinnar ALLT RETTA A AÐEINS KR.1994.- Hættlegar bátsferðir? Tvö skip í Keflavík fóru með böm og foreldra í siglingu á sjómannadag- inn eins og tíðkast hefur. Þetta voru skipin Happasæll og Aðalvík. Voru þau bæði sneisafull af fólki sem fór í skemmtilega siglingu á þessum hátíð- ardegi sjómanna. En margir hafa áhyggjur af þessum skemmtisigling- um og höfðu orð á því að skipin hefðu hallað mikið, sérstaklega þegar þau komu að eða eins og viðmælandi blaðsins, vanur skipsstjóri, orðaði það; „...ég hélt að Aðalvíkin ætlaði að ramba á aðra hliðina".. A báðum skipum voru börn og unglingar í miklum meirihluta og ekki þarf að orðlengja hvað hefði getað gerst ef einhverjir hefðu dottið í sjó- inn. „Það eru gerðar miklar kröfur um útbúnað báta og skipa en það virðist allt vera leyfilegt á sjómannadaginn. Hver ætlar að taka ábyrgðina ef það verða slys“, sagði viðmælandi blaðs- ins og bætti því við að stöðugleiki bát- anna þyrft að vera meiri með svona mikinn fjölda um borð. Pétur Jóhannsson, hafnarstjóri sagði í samtali við blaðið að skips- stjórar hefðu oft haft orð á þessu og margir þeirra væru alls ekki fáanlegir í þessar ferðir. Pétur sagði að þegar svona mikill fjöldi kæmi þyrfti helm- ingi fleiri báta en erfitt væri að fá þá í þessar ferðir. Aðspurður um síðasta sjómannadag í Keflavík sagðist hann ekki hafa heyrt um það mál né tekið mikið eftir því hvort bátarnir hefðu hallað mikið. Aðalvíkin hefði haft afla um borð og hefði því átt að vera nokk- uð stöðug og Happasæll væri alla jafna mjög stöðugt skip.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.