Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.06.1994, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 09.06.1994, Blaðsíða 10
10 9. JÚNÍ 1994 VlfrtlRFRÉTTIR Hefur hann verið á ijöllum? - Logi Úlfarsson, framkvæmdastjóri íslensks Markaðar hf., svarar flugvallarstjóra Pétur Guðmundsson flug- vallurstjóri geysist enn fram á ritvöllinn í Víkurfréttum 2. júní s.l., eins og í hvert sinn sem ein- hver segir sannleikann um flug- völlinn hans. Friðrik Georgsson velti upp nokkrum steinum í grein sem hann skrifaði í Vík- urfréttir fyrir mánuði síðan. Vegna greinar Péturs langar mig til þess að leggja orð í belg, þar sem málið er mér skylt og ég hef áður séð mig knúðan til þess að svara rangfærslum flugvall- arstjórans. Við sem stöndum að Is- lenskum Markaði hf höfum í mjög langan tíma gagnrýnt flug- vallaryfirvöld fyrir að gera ekki neitt í því að markaðsselja flug- völlinn. Nú hefur flugvall- arstjórinn loksins viðurkennt að við höfum haft rétt fyrir okkur. að hann hafi ekkert gert til þess að selja flugvöllinn. Nú snýst málið unt að aðilar í ferða- þjónustu eins og Flugleiðir eyði miklum fjármunum í þetta verk- efni. Það er öllum Ijóst að Flug- leiðir hafa unnið þrekvirki í því að kynna lsland á erlendum veltvangi. En ég velti því fyrir mér hvort markaðsstarf Flug- leiða snúist um að laða erlend flugfélög til þess að koma við á Keflavíkurflugvelli. Flugvallarstjórinn birtir í greininni einu sinni enn leikn- inguna yfir lendingargjöld á flugvöllum um alla Evrópu og sýnir svart á hvítu að lend- ingargjöld á Keflavíkurflugvelli eru ótrúlega lág. Það er hins vegar staðreynd að á þessum lista eru ekki þeir flugveilir sem hægt er að segja að séu í beinni samkeppni við Keflavíkurflugvöll sem millilendingarflugvellir. Þá minnist hann ekki á það grund- vallaratriði að þegar menn verð- leggja söluvörur sínar skiptir máli hver eftirspurnin er. Eg velti því fyrir mér hvort fleiri flugfélög vilji lenda í Frankfurt en á Ketla- víkurflugvelli. Fyrir utan að á mörgum þessarra fiugvalla er heil- mikið svigrúm til sveigjanleika í innheimtu lendingargjalda. Flugvallarstjórinn viðurkennir í grein sinni að húsaleiga í flug- stöðinni sé í hærri kantinum. Sann- leikurinn er hins vegar sá að húsa- leigan í flugstöðinni er sú hæsta sem þekkist hér á landi og þó víðar væri leitað. Flugvallarstjóri spyr hvort Friðrik Georgsson telji ástæðu til að lækka húsaleigu á Fríhöfninni eða Islenskum Markaði, og segir þessi fyrirtæki skila miklum hagnaði. Það skal upplýst hér að það er ekki Flugvallarstjóra að þakka að þessi fyrirtæki ganga þolanlega í dag. Það er árangur mikillar vinnu og afburða starfsfólks sem leggur á sig ómælt erfiði til þess að skila betri afkomu. Islenskur markaður var rekinn með miklu tapi fyrstu árin í nýju flug- stöðinni og þrátt fyrir að farþegum hafi fækkað uintalsvert, hefur fé- lagið skilað eigendum sínum ágæt- um arði síðustu tvö ár. Þá er það beinlínis rangt hjá flugvallarstjóra að fyrirtæki liafi ekki hrökklast burt vegna hárrar húsaleigu. Póstur og sími sagði upp húsnæði sínu í inn- ritunarsal vegna hennar. Fyrst kastar þó tólfunum þegar flugvallarstjóri fer að ræða um ok- urbúlluna Islenskan Markað í grein sinni. Mér er það hulin ráðgáta af hvaða hvötum hann sér sig knúðan til þess að ráðast á fyrirtækið með Varnarliðið: LAUST STARF Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli óskar að ráða yfirverkstjóra á bifreiðaverk- stæði Flotastöðvar Varnarliðsins. Starfið felur í sér yfirverkstjórn, umsjón og almennt eftirlit með viðgerðum og við- haldi á bifreiðum Flotastöðvarinnar. Umsækjandi sé bifvélavirki með full rétt- indi og hafi yfirgripsmikla reynslu á sviði viðgerða og verkstjórnar. Krafist er mjög góðrar enskukunnáttu ásamt góðri framkomu og lipurð í sam- skiptum. Umsóknir berist til Varnarmálaskrifstofu, ráðningardeild, Brekkustíg 39, 260 Njarð- vík, eigi síðar en 16. júní 1994. Umsóknareyðublöð ásamt starfslýsingu liggja frammi á sama stað. þeitn hætti sem hann gerir enda verður ekki séð að grein Friðriks gefi tilefni til þess, en Friðrik fór mjög lofsamlegum orðum um það starf sem fram fer hjá fyrirtækinu. Hjá Islenskum Markaði starfa 20 manns við það dag og nótt að selja og kynna innlendar vörur og hefur náð ágætum árangri í viðleitni sinni. Auk þess má fullyrða að a.m.k. 100 manns lifi á því að framleiða sölu- vörur verslunarinnar. Við erum á móti einokun og það einkaleyfi sem við höfum, var okkur úthlutað af manninum sem í dag ásakar okkur fyrir að okra á viðskiptavinum okkar í skjóli þess sama leyfis. I húsa- leigusamningi þeim sem við störfum eftir er það greinilega tekið fram að við megum aðeins selja íslenskar vörur en sannleikurinn er sá að við höfum ekki beðið um það. Við gæt- um vel hugsað okkur að selja frægar snyrtivörur, tóbak. og erlendar áfengistegundir. Ef flugvallar- stjórinn væri ekki á fjöllum hvern einasta dag ársins gæti hann komist að því að Islenskur markaður væri ekki það sem hann er í dag ef við- skiplavinir verslunarinnar væru ekki ánægðir með það sem við reynum að bjóða þeim. 1 stað þess að grípa á lofti verðkönnun í dagblöðunum þar sern við erum bornir saman við lág- vöruverðsverslanir í Reykjavík sem oft selja vörur sínar á undirverði, þá hefði hann getað komist að því að við seljum í mörgum tilfellum vörur sem eru lægri en aðrir bjóða. Við höfum opið þegar viðskiptavinirnir þurfa á okkur að halda, hvort sem er að nóttu eða degi. Við greiðum hæstu húsaleigu norðan Alpa- Ijalla. Við leggjum metnað okk- ar í að kynna land og þjóð fyrir erlendum ferðamönnum með öllum tiltækum ráðum og til- heyrandi kostnaði. Þá erum við vel meðvituð um grund- vallaratriði markaðslögmálanna og högum verðlagningu okkar eftir eftirspurn hverju sinni, það er meira en sumir aðrir gera. Hugsunarháttur sá sem birtist í grein Péturs Guðtnundssonar er mjög varhugaverður og sýnir betur en oft áður að hann skilur ekki það hlutverk sitt að hlúa að þeim fyrirtækjum sem þurfa að treysta á það sem liann er að gera. Hann skilur ekki að fyr- irtæki verða að skila hagnaði til þess að einhver vilji eiga þau, og þá skiptir ekki máli hvort um er að ræða ríkisfyrirtæki eða hlutafélög. Grein Friðriks Georgssonar í Víkurfréttum II. maí s.l. var þörf áminning um þá möguleika sem flugstöðin hefur upp á að bjóða. Það geta flestir verið sammála um að full ástæða er til að vinna úr þeim möguleikum. en á meðan yfirtnaður flug- stöðvarinnar tekur á móti góð- um ábendingum með þeim hætli sem við sáum í grein hans er maður svo sem ekkert fullur bjartsýni. Logi Ulfarsson framkvæmdarstjóri lslensks Markaðar Itf Heimsókn kórs Trollhattankirkju til Keflavíkur- sóknar á 50 ára lýðveldisafmæli Á miðvikudaginn munu koma góðir gestir hingað á Suðurnes. En það er Kór kirkjunnar í Troll- hattan , sem verið hefur vinabær Keflavíkur í Svíþjóð. Munu þau taka þált í fagnaði okkar á 50 ára lýðveldisafmæli íslensku þjóð- arinnar. Kórinnmun taka þátt í þjóðhátíðartónleikum Kórs Keflavíkurkirkju miðvikudags- kvöldið 15. júní kl. 20.30. Einnig munu þau halda sérstaka tónleika í Keflavíkurkirkju fimmtu- dagskvöldið 16. júní kl. 20.30. Kórinn mun syngja með Kór Keflavíkurkirkju í skrúðgarðinum að morgni 17. júní. Þau munu dvelja hér í bæjarfélaginu í viku- tíma, Fyrirhugað er að báðir kór- arnir haldi sameiginlega tónleika í Akraneskirkju 19. júní. Stjórn- andi Kórs Trollhattankirkju er Lars Wadell. Að sjálfsögðu eru allir hjartanlega velkomnir á tón- leikana, til að taka á móti vinum okkar frá Svíþjóð. Góð sýning i Risinu Málverkasýning Baðstofunnar er farin af stað og ekki er annað að sjá en að nemendur hafi verið önnum kafnir í vetur. Allir veggir eru þéttsettnir af myndum hvort sem það eru vaxlitamyndir, ol- íumálverk eða vatnslitamyndir. Aðstaða til sýninga al' þessu tagi er góð í risinu. lýsingin er næg en veggirnir fáir þannig að á þessari sýningu mega sáttir þröngt sitja og ælti það ekki að vera verra. Sýn- ingin mun standa til sunnudagsins 18. þessa mánaðar þannig að enn er nægur tími fyrir þá sem vilja virða fyrir sér verkin. Mynd SiP. Hilmar stórritari Vel heppnuðu Unglingareglu- og Stórstúkuþingi I.O.G.l. er lok- ið. Það fór fram dagana 1 .-3. júní í Templarahöllinni og Vinabæ í Reykjavík. Sr. Björn Jónsson fyrrum sóknarprestur í Kellavík var endurkjörinn stórtemplari. Hilmar Jónsson bókavörður í Keflavík færðist til innan fram- kvæmdanefndar Stórstúku fs- lands: Úr sæti fyrrverandi stór- templara yfir í embætti stórritara. Flóamarkaður til styrktar Þroskahjálp Á morgun föstudag verður hald- ið „karnival" og flóamarkaður við Iðnsveinahúsið í Keflavík. Tilefnið er söfnun sem nú hefur verið hrundið af stað af ýmsum velunn- urum Þroskahjálpar á Suðurnesjum. Söfnunin er liður í fjármögnun á byggingu æfingarpotta þar sem fötluð börn geta hlotið þjálfun í vatni. Þjálfun í vatni er fötluðum börnum mikil nauðsyn og mun auðveldara er að veita þeim þá æf- ingu sem þau þarfnast ef aðstaðan er á þeim stað sem þau eru oftast vistuð á. Dagvistunin að Ragn- arsseli verður 10 ára þann 1. sept- ember næstkomandi og það er stefna þessara velunnara að þá verði draumurinn unt aðstöðuna e.t.v. orðinn að einhverskonar staðreynd. Þess vegna vonum við að sem flestir leggi okkur lið, og komi og líti á okkur á föstudaginn. Það verður spiluð tónlist daginn út. Selt verður kaffi, öl og heitar vöfflur með rjóma, sem hægt er að borða á staðnum. En aðalatriðið er þó flóamarkaðurinn þar sem allir finna væntanlega eitthvað við sitt hæfi. Allar söluvörur eru notaðar, en mjög vel farnar og verðið er hreint ótrúlegt. Þarna verður opið frá kl. 10:00 um morguninn til 17:00. Kaffiveitingar verða þó aðeins í boði eftir kí. 13:00. Þarna mun kenna ýntissa grasa, t.d. fatnaður frá ungbarnastærðum til kvenna og karlastærða, skart- gripir. leikföng, pottablóm, skó- fatnaður ofl. o.fl. Ef ekki viðrar til útiveru munum við llytja mark- aðinn inn í Iðnsveinafélagshúsið. Allir eru velkomnir og vonandi sjá sér sem flestir fært að koma og gera glimrandi góð kaup og styrkja góðan málstað. Við viljum einnig koma á fram- færi þökkum til þeirra fjölmörgu verslana og einstaklinga sem lögðu hönd á plóginn með okkur á Fjöl- skylduhátíðinni í Lyngseli. og einnig við undirbúning þessa dags. Látið sjá ykkur og góða skemmtun! Skenimtinefnd Galsa og stuðn- ingshópur um þjáll'un í vatni.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.