Víkurfréttir - 09.06.1994, Blaðsíða 15
WfíiWFRÉTTIR
9. JÚNÍ 1994
15
Hvað gera KR ban
ar gegn ÍBK
/ kvöld?
„Við lékum illa gegn Stjörn-
unni en fengum samt mjög góð
tækifæri til að sigra í leiknum.
Það vantar ennþá meiri stöð-
ugleika í liðið og að því verðum
við að vinna", sagði lan Ross,
þjálfari Keflvíkinga sem hafa
ekki tapað leik í Trópi-deildinni í
knattspyrnu. Þeir léku gegn
Stjörnumönnum sl. sunnudag og
gerðu 1:1 jafntefli. Oli Þór
Gunnar Oddsson, fyrirliði verður í
baráttuni í kvöld en ekki Karl
Finnbogason, sem er meiddur á
hendi
Magnússon jafnaði í síðari hálf-
leik. Eftir fjórar umferðir eru
Ketlvíkingar búnir að gera jafn-
tefli í þremum viðureignum og
sigraði í eina heimaleiknum til
þessa, gegn UBK.
Liðið leikur við ÍBV í kvöld í
Keflavík. „Það eru allir leikir
erfiðir og Vestmannaeyingar
sönnuðu það gegn KR að þeir eru
synd veiði en ekki gefin. Við
þurfum að leika vel í kvöld. Ég er
bjartsýnn á leikinn en jafnfram
raunsær og því segi ég að þetta
verði mjög jafn leikur og við
verðum að leggja okkur alla fram
til að sigra”, sagði Ian Ross.
Bjartsýnn á framhaldið
- segir Luca Kostic, þjálfari UMFG, sem er í 2. sæti 2. deildar
„Ég er mjög ánægður með
sigurinn og er afar bjartsýnn á
framhaldið í sumar," sagði Luca
Kostic eftir leikinn í Grindavík
þar sem heimamenn tóku á móti
HK í 2. deildinni í knattspyrnu á
laugardaginn. Ólafur Grétar Ein-
arsson opnaði leikinn þegar
skammt var liðið á en Júgósla-
Fjölhæfur íþróttumaður
Þór Jóhannesson, ungur
Keflvíkingur hefur komið á
óvart í Westminster fram-
haldsskólanum í Mayland í
Bandaríkjunum. Hann dvelur
þar nú á vegum AFS sem
skiptinemi.
Þór hefur vakið athygli fyrir
vasklega framgöngu í mörgum
íþróttagreinum. Hann var einn
af bestu leikmönnum knatt-
spyrnuliðs skólans. var síðan í
körfuknattleiksliði hans og hef-
ur að undanförnu náð góðum
árangri í hástökki og stang-
arstökki. I síðastnefndu grein-
inni er hann kominn í fylk-
isúrslit.
Þór hefur dvalið ytra síðan
síðastliðið hausl og verður þar
í eitt ár.
Þór Jóhanncsson i húningi
knuttspyrnuliðs Westminster
skólans í Maryland í Itanda-
ríkjunum.
SPORT
• Þröskuldar hjóna- og para-
keppnin hjá Golfklúbbi Suð-
urnesja verður í Leirunni á morg-
un, föstudag. Má búast við harðri
keppni um þröskuldinn en meðal
góðra hjóna sem hafa unnið til
hans má nefna Ella og Venný,
Hilmar og Guðnýju og síðast en
ekki síst, Garðar og Kristínu
Jónu. Búast margir við því að þau
„verji" (!!!?) titilinn og hljóti aft-
ur þennan vafasama heiður, nöfn
sín á þröskuldinn góða, sem hefur
treyst mörg hjónabönd í sessi.
• Tveir Suðurnesjaknattspymu-
menn verða í leikbanni í næstu
umferð. Sandgerðingurinn Pálm-
ar Guðmundsson fékk eins leiks
bann og Njarðvíkingurinn Sig-
urjón Sveinsson einnig, báðir
vegna brottvísunar.
• ..Gantli" landsliðsmarkvörð-
urinn Þorsteinn Bjarnason hefur
ekki lagt skóna á hilluna. Hann
leikur í marki 4. deildarliðs
UMFN og hefur heldur betur
styrkt liðið.
• Steinbjörn Logason sem lék
með IBK undanfarin ár leikur
með Isatjarðarliðinu BÍ í sumar.
vinn Milan Jankovic var síðan
rekinn útaf á 10. mínútu fyrir að
stöðva boltann með hendi.
Grindvíkingar bættu þó um betur
þegar Þórarinn Ólafsson notfærði
sér mistök í vöm HK manna og
bætti við öðru marki Grind-
víkinga undir lok fyrri hálfleiks.
Heimamenn héldu síðan leiknum
í járnum það sem eftir lifði leiks
og tókst HK mönnum ekki að
nýta færin sem þeir fengu. Loka-
tölur urðu því 2:0 og er U.M.F.G.
nú í 2. sæti deildarinnar með 7
stig og aðeins 2 stigum á eftir
Þrótti efsta liðinu.
Arni, Reynir og Páll uróu el'stir á fyrirtækjamóti SK.
Sveit Skotfélags Keflavíkur art loknu móti í Þorlákshöfn
Hárgreiöslumeistari / sveinrt
Óskum að ráða
hárgeiðslumeistara
eða svein til sumar-
afleysinga.
Allar nánari upp- mLrLik
lýsingar á staðnum
eða í síma 14848.
HARGREIÐSLUSTOFAN
\Q<jCn5
Vatnsnestorgi-Sími 14848
Víðismenn
óheppnir aftur!
Sandgerðingar
sterkir í
3. deildinni
Reynir fékk Dalvíkinga í heim-
sókn á föstudaginn og sigruðu
heimamenn 3:2 og eru því efstir í
deildinni með fullt hús stiga eftir þrjá
leiki. Bergur Eggertsson, Hilmar Þór
Hákonarson og Sigmar Scheving
skoruðu fyrir Sandgerðinga. Víðir
heimsótti Borgnesinga á föstudag og
fór leikurinn 2:2. Það er hægt að segja
að lánið hafi ekki leikið við Víð-
ismenn en þeir skoruðu bæði mörkin
í fyrri hálfleik og voru Vilberg og
Hlynur þar á ferð. Þeir héldu svo
hreinu fram undir miðjan seinni hálf-
leik en þá skoruðu heimamenn sitt
fyrsta mark. Skallagrímur jafnaði
síðan rétt í lokin og tlautaði dómarinn
leikinn af nokkrum sekúndum seinna.
Þar með eru Víðismenn búnir að gera
jafntefli í fyrstu þrem leikjunum og
sitja nú í 5. sæti 3. deildar.
Haglabyssumót SK
Fyrirtækjamót til styrktar Skot-
félagi Keflavíkur var haldið l.júnísl.
og tóku 9 þátt. Efstur varð Reynir Þór
Reynisson fyrir Vogaídífu með 84 (af
100) Páll Guðmundsson lenti í öðru
sæti með 81 fyrir Nýmynd og Árni
Pálsson varð í þriðja með 79 fyrir
Sparisjóðinn í Keflavík. Þakkar fé-
lagið eftirtöldum aðilum fyrir veittan
stuðning: Vogaídífa, Nýmynd, Spari-
sjóðurinn í Keflavík, Hitaveita Suð-
urnesja, Flughótel, Kaupfélag Suð-
urnesja, Besta. Fitjagrill, Vélsmiðja
Suðurnesja, Víkurfréttir, Suð-
urnesjafréttir og Flugleiðir.
Púll með glæsilegt
íslandsmet í Skeet
Sveit Skotfélags Ketlavíkur stóð
sig vel á haglabyssumóti sem fram fór
á Þorlákshöfn nú um helgina og lenti
í öðru sæti auk þess sem þeir slógu
gamla Islandsmetið. Sveitina vantaði
aðeins 3 dúfur á Skotfélag Reykja-
víkur sem náði nýju Islandsmeti með
samtals 325 stigum. Sveit SK skipuðu
Reynir Þór Reynisson, Páll Guð-
mundsson og Guðni Pálsson.
Páll gerði nýtt Islandsmet í ein-
staklingskeppni með því að skora í
undanúrslitum 112 stig (114 stig eru
Olympíulágmark). En hann skoraði
23 stig í úrslitunum þannig að hann
ienti í öðru sæti á eftir Hreimi Garða-
syni, Skotíþróttafélagi Hafnafjarðar
sem skoraði einnig 135 stig en 25 stig
í úrslitunum.
Sigur í Reykjavík
Styrktar og Skemmlimól STÍ var
haldið í Reykjavík 5. júní sl. og sigr-
aði sveit Reynis Þórs Reynissonar í
Skotfélagi Keflavíkur með 219 sam-
anlagt en 4 sveitir tóku þátt í mótinu
sem haldið var til styrktar landsiiði
Islands en það heldur tii Italíu í sum-
ar. Reynir sjálfur hlaut ein-
staklingsverðlaun með 71 af 75.
Garðaúðun Sturlaugs Ólafssonar
Úða gegn roðamaur og óþrifum á plöntum.
Nýtt: Blanda lífrænum áburði í alla úðun.
í áburði þessum hafa greinst u.þ.b. 70 bætiefni sem
styrkja gróður og verja hann gegn sjúkdómum.
Eyði mosa og illgresi úr grasflötum.
Nota eins hættulítíl efni og unnt er.
Leiðandi þjónusta. Upplýsingar í síma 12794 og 985-37145
Plöntusalan
Drangavöllum 3
Fjölbreytt úrval af garðplöntum.
Mold, áburður, blómaker, pottaro.fi.
Cróðursetjum i ker og potta
fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Kurlum afklippur.
Opið virka daga frá kl. 13-22 og um helgar frá kl. 10-17.
Upplýsingar í sima 15248 og 12794.