Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.06.1994, Page 2

Víkurfréttir - 30.06.1994, Page 2
2 30. JÚNÍ 1994 vIkuhfréttir GARÐAUMÖNNUN og GARÐAÚÐUN ✓ Guðm. O. Emilssonar Auk allrar almennrar garðvinnu býð ég upp á úðun (varist þó ótímabæra og jafnvel óþarfa úðun), svo og úðun gegn hinum hvimleiða roðamaur. Uppl. í símum 985-30705 og 12640. GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA m SANDGERÐISBÆR VIÐTALSTIMAR BÆJARSTJÓRA ERU SEM HÉR SEGIR: Alla virka daga nema þriðjudaga kl. 09:00 - 11:00. Fremri röð frá vinstri: Kristján Þnrðarson, Bergþóra G. Bergsteinsdóttir, Kllert Eiríksson og Skúli Fjalldal. Aftari röð frá vinstri: Ólafur Arnason, Hrcinn Óskarsson, Rögnvaldur Sæmundsson og Guðtuimir Sigurvinsson. 40 m gagnfræöingar Á þessu ári eru 40 ár síðan Gagnfræðaskólinn í Keflavík út- skrifaði fyrstu gagnfræðingana, en skólinn tók tii starfa haustið 1952. Fyrsta veturinn var aðeins kennt í 1., 2. og 3. bekk en vorið 1954 luku 8 nemendur gagn- fræðarprófí úr 4. bekk. 1 tilefni þessara tímamóta hittust þessir 40 ára gagnfræðingar fyrir skömmu ásamt fyrsta skólastjóra Gagn- fræðaskólans Rögnvaldi Sæ- mundssyni. Það má geta þess að tveir úr þessum hóp hafa gegnt starfi bæjarstjóra, það eru þeir Guðfinnur Sigurvinsson og Ell- ert Eiríksson. Hæstu einkunn á þessu fyrsta gagnfræðaprófi hlaut Guðfinnur Sigurvinsson. Fram- kvæmdir á flug- brautum Framkvæmdum á norður- suður flugbrautinni á Kefla- víkurflugvelli er að Ijáka. Brautin hefur verið malbikuð og mið- línuljós endurnýjuð og hefur þessi vinna staðið yfir í tæpan mánuð. Hcnni lýkur nú um mánaðarmótin en þá hefjast framkvæmdir á austur-vestur brautinni. Hún verður lokuð frá 4. júlí til I. ágúst. Sama verður unnið við á henni, þ.e. malbikun og mið- línuljós endurnýjuð. Eins og f- búar, og þá sérstaklega Njarð- víkur, hafa tekið eftir, hefur flugumferð verið yfir byggð þar sem henni hefur verið beint á austur-vestur-brautina. Þvf lýkur nú um mánaðarmótin. Að sögn Ólafs Haraldssonar hjá Flugmálastjóm voru ails fimm þúsund lendingar og llugtök á Keflavíkurflugvelli í maímánuði. Þar munar mest um hervéiar. um 2500 eða liðlega helmingur. Kii kjiivegur 45, Keflavík 3ja herbergja efri hæð, með sérinngangi. Nýlegar raf- og skolplagnir. 3.000.000.- Faxabraut 25, Keflavík 4ra herbergja íbúð á annari hæð. Skipti á ódýrari íbúð kemur til greina. 4.300.000.- Ásabraut 3, Sandgerði 128 ferm. 4ra herbergja íbúð á neðri hæð. Sérinngangur. Nýlegar lagnir og miðstöðv- arofnar. Laus strax. 5.500.000.- Tjarnargata ll.Sandgerði 200 ferm. hús á tveimur hæðum ásamt tveimur skúr- byggingum 77 ferm. og 49 ferm. Þessi fasteign gefur möguleika á ýmiskonar starfsemi. 8.500.000,- Klappabraut 6, Garði 123 ferm. einbýlishús. Hús- ið er allt fullfrágengið að innan og í ntjög góðu ástandi. Skipti á minni fast- eign kemur til greina. 9.500.000.- Smáratún 16, Keflavík 3ja herbergja íbúð á neðri hæð. Hagstæð lán áhvflandi. Hægt er að taka bifreið uppí útborgun. Góðir greiðsluskilmálar. 3.950.000.- Hafnargata 79, Keflavík 2ja-3ja herbergja íbúð á annari hæð. Ibúðin er öll nýstandsett og mjög glæsi- leg. Laus strax. Möguleiki á að taka bifreið uppí út- borgun. Góðir greiðsluskil- málar. 4.600.000.- Heiðarvegur 17, Kellavík 133 ferm. einbýlishús á tveimur hæðum. Húsið er mikið endurnýjað og í góðu ástandi. Geymsluskúr er á lóðinni. Skipti á ntinni fast- eign kemur lil greina. ' 7.900.000.- Hafnargata 69, Keflavík 114 ferm. einbýlishús á tveimur hæðum, ásamt 40 ferm. bílskúr. Skipti á ódýr- ari fasteign kemur til greina. Einnig er möguleiki á að taka bifreið uppí útborgun. 6.700.000,- Til sölu jörðin Kaidranes II í Kaldrananeshreppi, Strandasýslu Lýsing: 150 ferm. íbúðarhús. 120 ferm. skemma, sem nota má til ftskverkunar, veið- arfærageymslu o.fl., fjárhús fyrir 200 kindur og 60-70 hektarar lands, þar af 10 hektarar ræktað land. Hlunnindi: Reki, æðarvarp og selveiði. Hafnaraðstaða er góð til smábátaútgerðar. Stutt á fiskimið. Allar nánari upplýsingar um söluverð og greiðsluskilmála gefnar á skrifstofunni. Fúlkshíllinn seni vult út uf scst hér utun Hafnavegar. Bílvelta á Hafnavegi Lítill fólksbfll endaði ferð sína utan vegar á Hafnavegi mið- vikudaginn 22. júní. Ökumaður og farþegi voru fluttir á Sjúkrahús Suðurnesja og í framhaldi af því á Borg- arspítalann þar sem hugað var nánar að meiðslum þeirra. Bif- reiðin skemmdist töluvert. KONUR! KONUR! Sandgerði og Garði TAKIÐ EFTIR! HVAÐ GETUR ATVINNUÁTAK KVENNA Á SUÐURNESJUM GERT FYRIR ÞIG? Kynningar- og umræðufundur verður haldinn þriðjudaginn 5. júlí 1994 kl. 20:30 í Samkomuhúsinu í Sandgerði. Hefur þú góða hugmynd sem þú vilt koma í framkvæmd? Vantar þig aðstoð eða ráðgjöf varðandi atvinnuskapandi verkefni sem þú hefur áhuga á? Langar þig til að gera eitthvað nýtt? Ef svo er þá er þetta fundur fyrir þig! Mætum hressar og ræðum málin undir kaffibolla og meðlæti. Guðrún Eyjólfsdóttir verkefnisstjóri

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.