Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.06.1994, Qupperneq 10

Víkurfréttir - 30.06.1994, Qupperneq 10
10 30. JUNI 1994 VÍKURF'RÉTTIB, Matgæðinpar DV mátu gæði mismunandi tegunda tómatsósu: íslenska tómat- sósan úr Vogvm þótti bera at Eigendur Vogabæjar geta vel við unað eftir niðurstöður í gæðakönnun sem matgæðingar DV framkvæmdu fyrir skömmu á tómatsósum og birtist í DV sl. föstudag. E. Finnsson tómatsósan fékk hæstu einkunn í könnuninni, en prófaðar voru fjórtán mismu- nandi tómatsósur. Þar með skaut tómatsósan úr Vogum mörgum heimsþekktum merkjum ref fyrir rass. Matgæðingar DV eru þau Ulfar Eysteinsson matreiðslumeistari, Dröfn Farestveit hússtjórnarkennari og Sigmar B. Hauksson, áhuga- maður um matargerðarlist. Þau voru beðin um að kanna bragð, útlit og áferð tómatsósunnar. Einkunnagjöfin var frá 1 til 5. Matgæðingarnir gáfu E. Finnsson tómatsósunni 14 stig af 15 mögulegum. Ulfar og Dröfn gáfu sósunni hæstu einkunn og Úlfar sagði sósuna vera fallega á litinn með lúmskt, dimmt bragð. Sigmar sagði sósuna hafa mjög gott tómatbragð. Mörg þekkt vörumerki þurftu að lúta í lægra haldi fyrir sósunni úr Vogum. Þar má nefna vörumerki eins og Slotts, Libby’s, Hunts, Heinz og Vals. Guðmundur Sigurðsson, eigandi Vogabæjar, sagði í samtali við Víkurfréttir eftir fréttina í DV að honum fyndust þetta ánægjuleg tíðindi. Vogabær hóf framleiðslu á tómatsósunni fyrir tveimur árum og hefur stöðugt verið að endurbæta hana sfðan. Enginn kraftur hefur verið settur í markaðssetningu á tómatsósunni, enda hefur verið erfitt að keppa við hin þekktari vörumerki. „Eftir þessi tíðindi standa okkur hins vegar allar dyr opnar og viðbrögð frá verslunum hafa verið gríðarlega góð. Pantanir streyma inn, enda fólk farið að spyrja um E. Finnsson tómatsósuna," sagði Guðmundur í samtali við Víkurfréttir. Elísabet oa Hilmar með góðtempíaranámskeið Um 80-100 norrænir góð- templarar koma hinga til lands í byrjun júlí á góðtemplara- námskeið hérlendis. Námskeið- ið verður 2. -9. júlí undir stjórn hjónanna Elísabetar Jensdóttur og Hilmars Jónssonar frá Keflavík. Aðalumræðuefnið verður að stórum hluta hugsan- leg innganga Finnlands, Sví- þjóðar og Noregs í Efnahags- bandalag Evrópu, en í því er að finna 2/3 hluta af vínfram- leiðslu heimsins. Námskeiðið verður haldið í Reykjavík en jafnframt verður farið með þátttakendur um Suðurnes, m.a. í Bláa lónið. Norræna góðtemplaranám- skeiðið er enn eitt nýlegt dæm- ið um uppsveiflu bindindis- hreifingarinnar á íslandi. Því til staðfestingar má einnig nefna að í júlílok mun mjög fjöl- mennur hópur íslenskra ung- menna fara á alþjóðamót templara í Berlín. Sá hópur verður einnig undir stjórn Hilmars Jónssonar rithöfundar sem eins og flestir vita var kjörinn Listamaður Kellavíkur 1994. Trimmarar á Suðurnesjum fengu góða heimsókn frá skipiileggjendum Reykjavíkurmaraþonsiiis í fyrradag. Þar var á ferð þekkt íslenskt lilau- pafólk sem kom og tók létta æfingu fyrir Suðurnesjamaraþonið um helgina. Hlaupararnir veittu Suðumesjafðlkinu upplýsingar uiit hvcrnig best e.rri að undirbúa sig fyrir Itlaupið. Myndin var tekin fyrir utatt sundmiðstöðina í Keflavik af lilaupurununi sent lögðu upji i 3,5 km. skemmtiskokk. Mynd: Itbb Magnea Guðmundsdóttir átskrif- aðist með próf tir almannatengsl- um. Magnús Guðfinnsson og Guðrtín Bjömsdóttir í fulltim útskriftar-„skrúða". Útskrifuðust frá Aiabamaháskóia Þrír Suðurnesjamenn voru í stórum hópi nemenda sem út- skrifuðust frá Alabamaháskól- anum í Bandaríkjunum 14. maí sl. Þetta eru þau Magnús Guð- finsson og unnusta hans Guðrún Björnsdóttir og einnig Magnea Guðmundsdóttir. Stúlkurnar luku prófi í almenningstengsl um en Magnús tók fyrir al þjóðaviðskipti og stjórnmál með sérgrein austurlönd tjær. Vinningshafar í ecco kynningu Auður Brynjólfsdóttir sigraði í eceo getraun Skóbúðarinnar sem fram fór á dögunum. Þá var nafn Lindu Halldórsdóttur dregið upp úr potti þeirra sem keyptu ecco skó á samnefndum dögunt sem Skóbúðin Irélt fyrir hálfum mánuði. Auður hlaut skóúttekt upp á 10.000 kr. en Linda fékk gjafakörlu af ecco vörum. Síldin farin Dræm veiði hefur verið á síldarmiðunum norður af land- inu og virðist sildin vera að færa sig úr íslenskri landhelgi. Þórs- hamar úr Grindavík hefur hætt veiðum eftir lélega veiði síðustu vikuna en samtals náði skipið þó 1.300 tonnum meðan veiðar stóðu á svæðinu. Skipið var statt í Grindavíkurhöfn á mánudag- inn og var áhöfnin að undirbúa skipið undir loðnuveiðar en loðna hefur fundist fyrir norðan. Loðnuveiðar verða leyfðar 1. júlí að öllum líkindum og lagði Þórshamar úr höfn á þriðjudag- inn. 3ja herbergja íbúð í Keflavík. Leigisl til lengri tíma. Uppl. í síma 97- 81455 eftir kl. 17 fimmtudag og 92-13304 frá og með föstudegi. Til leigu Tveggja herbergja íbúð í Keflavík laus strax. Upplýsingar í síma 68177 og 11231. Bíódagar í Keflavík BÍÓDAGAR. nýjasta kvik- mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, verður frumsýnd í Félagsbfói í Keflavík annað kvöld, föstudags- kvöld kl. 9. Myndin verður sýnd í kvöld á sérstakri hátíðarsýningu i Stjörnubfói í Reykjavík. Bíódagar gerast sumarið 1964, fyrir daga íslanska sjónvarpsins, þegar fjölskyldur hlustuðu enn á útvarpið og fóru saman í bíó. Þeg- ar strákar slógust enn á götum ný- byggðar hverfa og kynferðisaf- brotamenn voru ennþá bara dónar. Bíódagar segja frá sumrinu 1964 í lr'fi Tómasar, tíu ára drengs úr Reykjavík. Tómas verður fyrir margvíslegri reynslu og um margt skondinni og kemst í tæri við áður óþekktar stærðir í lífinu. Sumarið reynist afdrifaríkara en hann óraði fyrir. Fjölskyldan fer í bíó á sunnu- dögum og í kjölfar einnar bíóferð- ar setur Tómas á stofn sitt eigið „Bíó“ í þvottahúsinu hjá mömmu sinni. Myndin verður sýnd í Félags- bíói í Keflavík á föstudag, laugar- dag og sunnudag kl. 21:00. Mið- sala opnar kl. 20:00 og miðaverð er 800 krónur. Fáni Kefívikinga Sá fáni sem dreginn er að húni í Keflavík 17. júní ár hvert var í síðasta tölublaði sagður hafa verið notaður alla tíð síðan 1945 en rétt er að hann er frá árinu 1974. Sá fáni sem notaður var fram að árinu 1974 er nú varðveittur á Byggða- safninu Vatnsnesi. Mikið að aera hjá yngri flokkum ÍBK Það hefur verið mikið að gera hjá yngri flokkum IBK í knatl- spyrnu. 6. flokkur tekur þátt í Shell-mótinu í Eyjum nú um helg- ina og 5. flokkur í Essómótinu á Akureyri. I þessum mótum eru einnig lið frá öðrum félögum á Suðurnesjum. 4. flokkur ÍBK tek- ur síðan þátt í móti í Hjörring í Danmörku 6.-13. júlí. I Kellavík var síðan mót fyrir 7. flokk um sfðustu helgi þar sem um 250 ung- ir knattspyrnumenn reyndu með sér frá mörgum félögum. UMFN efst I B-riðli 4. deildar eru Njarðvík- ingar í efsta sæti með fullt hús stiga eftir 6 leiki. Þeir unnu Hamar í Njarðvík 2-1 í síðustu viku. G. Grindavíkur hefur ekki farið jafn vel af stað í sumar. Þeir töpuðu síðast fyrir Framherjum 5-2 og eru í næstneðsta sæti með 3 stig eftir 6 leiki. UMFC áfram Grindvíkingar heimsóttu Völs- unga til Húsavíkur á þriðjudaginn s.l. í bikarkeppninni. Grindavík vann leikinn sannfærandi 0-4. Það voru þeir Grétar Einarsson, Sig- urður Sigursteinsson, Ingi Sig- urðsson og Jón Freyr Magnússon sem skoruðu mörkin eru Grind- víkingar þar með koninir í 16 liða úrslit. SMÁAUGLÝSINGAR Til sölu Gasofn tilvalinn í sumarbústaðinn eða hjólhýsið. Uppl. í síma 985- 28470 og 12762. Atvinna AUPAIR Oska eftir stúlku til Spánar, ekki yngri en 18 ára. Reglusöm og barngóð. enskukunnátta nauðsynleg. Uppl. í síma 67771 eftirkl. 22.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.