Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.06.1994, Síða 11

Víkurfréttir - 30.06.1994, Síða 11
VfffUÆFRÉTTIR 30. JUNI 1994 11 Fimmta jafntefli ÍBK Keflvíkingar gerðu enn eitt jafn- teflið í erfiðum leik gegn Frönt- uruiri á föstudaginn s.l. Leikurinn var hraður og voru gestirnir meira með boltann. Gunnar Oddson skor- aði þó fyrsta markið inni í markteig á 25. mínútu. Framarar skoruðu því næst tvö mörk bæði á skömmum tíma í byrjun seinni hálfleiks en þá hófu Keflvíkingar harða sókn að - marki gestanna sent lauk á 70. mín. með ittarki Sverris Þórs Sverr- issonar. Hann kom inn á fyrir Gunnar Oddson á 66. mín. en Gunnar þurfti að fara af leikvelli þegar hann nefbrotnaði. Kefl- víkingar áttu nokkur færi undir lok leiksins en þeim tókst ekki að nýta þau. Ólafur Gottskálksson þurfti einnig að taka á honum stóra sínum þegar hann varði glæsilega skot frá Helga Sigurðssyni á síðustu mín- útunni en fleiri mörk voru ekki skoruð og endaði leikurinn því 2-2. Kristinn Guðbrandsson var gri'ð- arlega sterkur í vörninni og þeir Jóhann Magnússon og Sverrir Þór áttu einnig góðan leik. Kefl- víkingar spila næsta deildarleik fimmtudaginn 7. júlí n.k. en þá mæta þeir Skagamönnum á Akra- nesi. Siggi með 11 mörk Víðir sigraði Hött á Egilsstöðum s.l. föstudag með þrem mörkum gegn einu í erfiðum leik. Það var markamaskínan Sigurður Valur Arnason sem skoraði öll mörk Víð- ismanna en hann hefur nú skorað 11 mörk í deildarleikjunum og 2 mörk í bikarnum (skrifað fyrir bikarleik Víðis og Fram í gærkvöldi) og er lang markahæstur í 3. deildinni. Víð- ismenn skoruðu fyrsta markið snemma í fyrri hálfleik er Sigurður komst inn í vítateiginn og náði að vippa boltanum yfir markmanninn í fjær hornið, glæsilegt mark. Gestir jöfnuðu þegar hálftími var liðinn af leiknum en annað mark Víðismanna kom þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Þriðja mark Sigurðar kom svo á síðustu mímitunum. Reynir tapaði fyrir Fjölni í Sand- gerði föstudaginn s.l. 1-3 og var það Sigmar Scheving sent skoraði eina mark Sandgerðinga. Víðismenn eru komnir í 3. sætið með 12 stig eftir 6 leiki og hafa ekki tapað leik. Efsta liðið, Fjölnir. er með 14 stig þ.a. baráttan er hörð á toppn- um. Reynir er fallið í sjötta sæti með 10 stig en var lengi vel í 1. sæti. A sunnudaginn keppir Víðir við Hauka í Garðinum og hefst leikurinn kl. 14:00. Haukarnir eru í neðsta sæti með 1 stig. Sandgerðingar fara í Borgarfjörð á sunnudaginn og má búast við jafnri viðureign en Skalla- grímur er með 10 stig eins og Reyn- ir. Sigurður fagnar en hann hefur vcrið iðinn við kolann fyrir Víðismenn í sumar og skorað 11 mörk. Davíð og Halldór sigruðu í Landsbankatvímenningi Davíð Viðarsson og Halldór Halldórsson í Golfklúbbi Suðurnesja' sigruðu í Lands- bankatvímenningnum í Leiru sl. laugardag. Þeir hlutu 47 punkta, einum meira en bræðurnir, Garðaí ög Margeir Vilhjálmssynir. I 3. sæti urðu þeir Sigurður Jónsson og Vilhjálmur Skarphéðinsson með 45 punkta. 22 pör tóku þátt'í mótinu og var hart barist' um Landsbankaskjöldinn. Þess má geta að fyrstu sigurvegarar í mótinu fyrir nokkrum árum, voru gömlu jaxlarnir Þorbjörn Kjærbo og Hörður Guðmundsson. Það er því óhætt að segja að kynslóðaskipli eigi sér stað því þeir Davíð og Viðar eru tveir af mörgum ungum og efnilegum unglingum sem eru farnir að láta kveða að sér í klúbbnum. Landsbankasigurvegarnir, l'.h. Halldnr «g Davíð, ásamt Hjörvari Jenssyni, Landsbankastjóra. , / bráðabanaí Cobra-mótinu Gerða lék best Golfmótið „Afram stelpur" var haldið á Hólmsvelli í Leiru 19. júní s.l. Þetta var opið mót fyrir konur 50 ára og eldri. 32 konur mættu til leiks. Keppt var í 3 ald- ursflokkunt, 50-54 ára og eldri. 32 konur niættu til leiks. Keppt var í 3 aldursflokkum, 50-54, 55- 59 og 60 ára og eldri. Hverjum flokki var svo skipt upp í 2 for- gjafaflokka 0-24 og 25-36. Besta skor dagsins átti Gerða Halldórsdóttir GS 83 högg. Aðrir vinningshafar urðu: 1. Ilokkur forgj. 0-24: Eygló Geirdal.GS..........73 Bjarney Kristjánsd. GK....79 Ingibjörg Bjarnad. GS.....80 1. flokkur forgj. 25-36 Elsa Lilja Eyjólfsd. GS...79 Halldóra Einarsdóttir GR... 81 Þórdís Jóhannsdóttir NK.... 83 2. flokkur forgj. 0-24 Gerða Halldórsdóttir GS ....68 Ágústa Guðmundsd. GR....76 Jóna Gunnarsd. GS..........76 2. Ilokkur forgj. 25-36 Hildur Jónsdóttir NK......83 Erna Jóhannsdóttir GL.....84 Comelía Ingólfsdóttir GS...84 í 3. flokki forgj. 0-24 var aðeins einn keppandi Ás- laug Bernhöft.NK á 91 höggi. 3. flokkur forgj. 25-36 Katla Ólafsdóttir GR......71 Sigríður Guðbrandsd. GS...72 Sigríður Flygenring GR....74 Ymis fyrirtæki og ein- staklingar gáfu verðlaun í þetta mót og er þeim sendar innilegar þakkir fyrir stuðninginn. Fjórir King Fjórir kylfingar þurftu að leika bráðabana til að fá fram úrslit í King Cobra-mótinu í golfi sem fram fór í Leiru sl. sunnudag. Helgi Þórisson GS og Aðalsteinn Jónsson NK léku til úrslita um sigurinn og sigraði Suð- urnesjamaðurinn á annari holu bráðabanans. Sigurður Sig- urðsson og Guðmundur Vig- fússon, GR léku bráðabana um 3. sætið og sigraði sá síðarnefndi þrátt fyrir að hafa leikið á tveimur yfir pari á 16. holu. Mikið rok var þegar mótið lór fram og urðu úrslit þessi: Án forgjafar: 1. Helgi Þórisson GS.......77 2. Aðalsteinn Jónsson NK....77 3. Guðmundur Vigfúss. GR ..78 4. Sigurður Sigurðsson GS....78 5. -7. Sigurður Albertss. GS...79 5.-7. Pííll Ketilsson GS...79 5.-7. Hermann Baldurss GR..79 Með forgjöf: 1. Jón Thorarensen GJO.....64 2. Magdalena S. Þórisd. GS ..67 3. Svavar Björnsson GR.....68 4. Ingvar Ingvarsson GS....69 5. Sigurður Jónsson GS.....69 Næstur holu á Bergvík var Rúnar Valgeirsson 4,32 m frá stönginni og á 16. holu var Ibsen Angantýsson næstu holunni, að- eins 35 sm. og munaði engu að hann færi holu í höggi. Glæsileg verðlaun voru í mót- inu frá King Cobra umboðinu á íslandi, að verðmæti á þriðja hundrað þúsund krónur. I móts- lok voru dregnir tveir vinningar, glæsilegir pokar og kylfur og dró yngsti maðurinn í húsinu, Ásgeir Elvar Garðarsson, 3ja ára nöfn Guðmundar Rúnars Hall- grímssonar, eldri og Páls Ket- ilssonar úr pottinum, sem hafði að geyma nöfn allra þátttakenda. Sigurvegarar án forgjafar í King Cobra-mótinu, f.v. Guðmundur Vigfús- son, Aðalsteinn Ingvarsson og Helgi Þórisson, sigurvegari. UJÍ/IFG tapaði Grindvíkingur töpuðu sínum fyrsta leik í sumar þegar þeir biðu 1-0 ósigur gegn Þrótti R. í Grindavík á laugardaginn. Vörn heimamanna var sterk en þeim tókst ekki að verjast einni stungusendingu Þróttara sem leiddi til marks á fyrsta fjórðungi seinni hálfleiks. Grindvíkingar héldu uppi mikilli pressu eftir það en náðu ekki að jafna. Grind- víkingar fá Selftssinga í heim- sókn á laugardaginn en Selfoss er í sjötta sæti með 8 stig. Grind- víkingar eru í öðru sæti með 13 stig. Grindvíkingarnir Grétar Einarsson og Ólafur Ingólfsson eru í hópi markahæstu manna 2. deildar með 4 mörk hvor. IILAW' • 9 holu mót á Jóel- vellinum á hverjum fimmtu- degi. • Þrenn pizzuverðlaun frá Langbest. Úrslit síðasta fínimtudag: 1. Hatjrór Hilmarsson.... 19 2. Halldór Halldórsson.. 21 3. Davíð Viðarsson.....22 Golf-stúfar • Þrír kylfingar fengu „örn“ á Hólmsvelli uni siðustu heígi, þ.e. tvo undir pari, en það gerist ekki oft, hvað þá að þrír geri þetta sömu helgina. Þetta voru þeir Jón Björn Sig- tryggsson (17. holu), Þröstur Ast- þórsson (6. holu) og Ketill Vil- hjálmsson (9. holu). • Meistaramót klúbbana hefjast nk. miðvikudag. Flestir bestu kylfingar klúbbana reyna þá með sér. Örn Ævar Hjartarson, GS kylfingur mun þó ekki geta reynt við meist- aratign í Leirunni því hann er erlendis með drengjalandsliðinu og mun keppa í þrem mótuin á jafn mörgum vikum. Metþátttaka í Sportbúðar Óskars- mótinu Hundrað manns tóku þátt í Sportbúðar Óskars-mótinu í golft í fyrradag í Leiru. Veðrið lék við keppendur og ekki skemmir ástand Hólmsvallar fyrir, sem sjaldan hefur verið betra. Þetta er mesta þátttaka í innanfélagsmóti hjá GS í sumar. Úrslit: Án forgjafar 1. Páll Ketilsson........73 2. Sigurður Sigurðsson...73 3. Björn V. Skúlason.....74 Með forgjöf 1. Margeir Vilhjálmsson.64 2. Halldór G. Halldórsson.... 66 3. Hafþór Hilmarsson.....67 Stigamót konur Besta skor: 1. Karen Sævarsdóttir....77 2. Magdalena S. Þórisdóttir.. 78 Með forgjöf 1. Magdalena S. Þórisdóttir.. 64 2. Guðfinna Sigurþórsdóttir. 66 3. Ingibjörg Bjarnadóttir....71

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.