Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.11.1996, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 14.11.1996, Blaðsíða 9
Nýtt heimilisfang:Víkurfréttir, Sparisjóðshúsinu, Grundarvegi 23,2. hæö, 260 Njarðvík Brussel hefur biSlaS til Margrétar Soffíu Björnsdóttur. Dagný Gísladóttir ræddi viS Sossu: á heimaslóðum yndlistarkonan Margrét Soffía Bjömsdóttir, eða Sossa eins og flestir þekkja hana flutti fyrir nokkm aftur á heimaslóðir en hún er borinn og bamfæddur Keflvíkingur. Sossa sýndi nýverið verk sín í Galleri Sct. Gertmd í Kaupmannahöfn þar sem hún fékk mjög góðar viðtökur. „Eg var með litla sýningu í þessu galleni í fýrra og þeim leist það vel á hana að þeir buðu mér aftur. Viðtökumar vom mjög góðar og það voru margir sem sóttu hana, þar á meðal Islendingar sem búa í Danmörku. Ég hafði líka gaman af því að eitt par lét sig hafa það að koma alla leiðina frá íslandi" segir Sossa. Brussel hefur líka biðlað til hennar um sýningarhald og er Sossa nú í samningaviðræðum við Belga sem er mikill áhugamaður um list og starfar hjá Evrópubandalaginu. „Svo ætla ég að vera með sýningu í Keflavík f jólamánuðinum, hugsan- lega í Bílakringlunni í Grófinni og í versluninni Persónu. Það fer eftir því hvað ég verð dugleg“, segir Sossa. Sossa flutti frá Keflavík á tví- tugsaldrinum til þess að nema við Myndlista- og handíðaskóla Islands. Hún lét ekki staðar numið þar og lauk nárni frá grafíkdeild Skolen for Bmgskunst í Kaupmannahöfn og lauk síðan Masters gráðu í myndlist frá School of the Museum of Fine Art/Tufts University í Boston í Bandaríkjunum. Vom það ekki viðbrigði að flytja aftur heim til Keflavíkur? „Nei í raun ekki því ég var búin að vera víða á landinu. A Sauðárkróki í 10 ár og eitt ár á Egilstöðum fyrir utan námið erlendis. Einu viðbrögðin vom þau hvað ég hafði misst mikið úr því ég þekkti allt eldra fólkið, alla púttarana á púttvellinum við Mánagötu þar sem ég bý en yngra fólkið ekki eins vel. Maður þekkir miðbæinn og gamla bæinn en ef ég fer í nýju hverfm þá villist ég bara fram og til baka“, segir Sossa og gerir grín að sjálfri sér. Keflavík hefur haft áhrif á myndheim hennar því við heimkomuna hafa æskuárin rifjast upp. Nú hafa því litlar stúlkur í ýmsum leikjum fundið sér leið á léreftið hennar Sossu frá fyrri tímum þegar prestsdóttirin lék sér í bænum. Grafíkin heillaði Sossu til að byrja með og segir hún ekki vera langt síðan að hún fór að vinna í olíu. ,,Ég byrjaði að vinna í olíu í Ameríku og eftir það hef ég bara verið að mála hvem einasta dag“, segir Sossa sem er þekkt fyrir bjarta liti í verkum sínum. Skyldi ástæðan vera hin óbilandi íslenska bjartsýni? „Ég er bara svona ákaflega jákvæð. Ég vil að fólk gleðjist við að horfa á myndimar mínar því nóg er um neikvæðni umhverfis okkur. Þetta er svona eins og að kaupa sér litríkan blómvönd til þess að lífga upp tilveruna þegar hún er grámygluleg sem ég geri oft og mæli með“, segir Sossa. • íorslmra <*n allt! Fyrirsœta: Helga Erla Gunnarsdóttir Ljósmyndafyrirsœta Suöurnesja 1996 Föröun: María Rós Skúladóttir Bakstur: Nýja bakaríiö, Hafnargötu 31 Ljósmyndun: Hilmar Bragi Bárðarson Sossa á vinnustofu sinni en hún sýndi nýverið verk sín í Galleri Sct. Gertrud i Kaupmannahöfn. VF-mynd: Hilmar Bragi Verðlækkun KINGSDOWN Komdu oq skoðaðu myndband um framlciðslu KINGS- DOWN í verslunni 'M JÍÚIVJJIM Einu rúmín með sama gormakerfi í efri og neðri dýnu. Gorm á Gorm kerfið er betra. 7.000,- kr. afsi til 17. nóv Tjarnargötu 2 - Sími 421 3377 Betra rúm + Lægra i/erá = Betri st/efn HgMMlslaiPiiin Suðumesjameiin koiii út er Ásgeir Gunnarsson og á bassa leikur Þórólfur Þórsson. Karlakór Keflavíkur var stofnaður 1953 og hefur starfað óslitið síðan. Karlakórinn gaf út hljóm- plötu árið 1981 og hefur hann sungið víða um land sem og erlendis, enda alltaf verið á stefnuskrá hans að ferðast með söng sinn. Fjöldi kórfélaga er nú 41. Ein- söngvarar sem allir koma úr röðum kórfélaga eru Eiður Örn Hrafnsson, Guðmundur Haukur Þórðarson, Steinn Erlingsson og Þórður Guðmundsson. Meðal laga á diskinum má nefna Suðumesjamenn, þú kysstir mig, Litla skáld, og Seljadalsrósin. Upptöku stjómaði Sigurður Rúnar Jónsson og fór hljóðritun fram í Grindavíkurkirkju. I tilefni útgáfunnar vill Karlakór Keflavíkur sérstaklega þakka Hitaveitu Suðumesja fyrir veittan stuðning í gegnum árin sem og áskriftaraðilum og Reykjanesbæ. Karlakór Keflavíkur gefur nú út sinn fyrsta hljómdisk sem nefndur hefur verið Suðurnesjamenn. Fögnuðu Karlakórsmenn útgáf- unni við hátíðlega athöfn í sal KK hússins sl. föstudag þar sem þeir sungu m.a. fyrir gesti sína. Á hljómdiskinum syngur Karla- kór Keflavíkur lög eftir íslenska og erlenda höfunda, undir stjóm Vilbergs Viggóssonar og við undirleik Ágotu Joó, en þau hafa starfað með kórnum síðastliðin þrjú ár. Undirleikari á harmoniku 8 Víkurfréttir Víkurfréttir 9

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.