Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.04.1997, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 10.04.1997, Blaðsíða 1
§ -S </> UJ 2 cc o Q Q V) Q Q -j CQ CD 2: CD Q CD o i 'Uj cc u. <* h- <0 cc Hi h. co FRETTIR 15. TÖLUBLAD 18. ÁRGANGUR FIMMTUDAGURINN 10. APRÍL 1997 Kappakstur á Reykjanesbraut Tveir piltar á aldrinum 21 og 18 ára voru sviptir ökuleyfi fyrir vítaverðan akstur á Reykjanesbraut 1. apríl sl. Þeir voru teknir á 150 km hraða og er talið að þeir hafi verið í kappakstri. Annar ökumaður var sviptur öku- leyft þar sem hann ók á 130 km hraða í Njarðvíkum þar sem er 60 km hámarkshraði. Þá voru tveir ökumenn til viðbótar sviptir um síðustu helgi. Að sögn lögreglu virðist vera kominn „vor- hugur“ í menn og hraði hef- ur aukist síðustu daga. Farþegi féll úr bíláferð Farþegi í framsæti féll úr bifreið á 60 km hraða á skírdagsmorgun. Atvikið átti sér stað á veginum á milli Sandgerðis og Garðs og var farþeginn ekki í belti. Óku- maður bifreiðarinnar flutti hinn slasaða á Sjúkrahús Suðurnesja þar sem hann var lagður inn en hann meiddist á höndum auk þess sem hann hlaut höfuð- meiðsl. Pallbifreið stolið í Njarðvík Lítilli Isuzu pallbifreið með skráningamúmerinu KK-603 var stolið frá Bolafæti í Njarðvík um síðustu helgi. Ekkert hafði spurst til bifreiðarinnar áður en blaðið fór í prentun og biður lög- reglan alla sem geta gefið upplýsingar að gefa sig fram. Þrjár stúlkur frá Suðurnesjum munu taka þátt í Fegurðarsamkeppni íslands sem fram fer 23. maí nk. ~ Það eru Harpa Lind Harðardóttir Fegurðardrottning Suðumesja 1997, Sigurbjörg Jonsdottir sem varð i 2. sæti og varkjörin K-sportstúlkan 1997 og Sigríður Kjartansdóttir sem varð íþriðja sæti í Fegurðarsamkeppni Suðurnesja 1997. í blaðinu í dag er ítarleg umfjöllun um Fegurðarsamkeppni Suðurnesja í máli og myndum. Skipulagður sparnaður n í KEFLAVÍK

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.