Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.04.1997, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 10.04.1997, Blaðsíða 15
ItSPRRISJÓOURIHH í KEFLAVÍK NÁMSSTYRKIR Sparisjóðurinn í Keflavík auglýsir eftir umsóknum um styrki sem veittir verda félögum í Námsmannaþjónustu Sparisjóðsins í Keflavík. Styrkirnir eru þrír, hverad upphæð 100 þúsund krónur. Einungis námsmenn er lokið hafa námi frá mennta- eða fjölbrautaskóla eða sambæri- legum skóla og eru að Ijúka framhaldsnámi sem erá háskóla- eða tækniskólastigi geta sótt um þessa styrki. Umsóknum um styrkina ber að skila inn fyrir 15. apríl næstkomandi ásamt viðeigandi gögnum um námsferil og stuttri greinagerð um hvernig viðkomandi ætlarað nota styrkinn. Umsóknum ber að skila til: Sparisjóðsins í Keflavík b.t. Sæmundar Benediktssonar Tjarnargötu 12,230 Reykjanesbæ. Fax: 421-5899 Netfang: SP0906@spar.is H5PARI5JÓ-DURIHM í KEFLAVÍK Félagslegar íbúðir Lausar eru til umsóknar tvær félagslegar íbúðir í Garði. Önnur íbúðin er að Silfurtúni 12 og hin að Silfurtúni 18b. Nánari upplýsingar á skrifstofu Gerðahrepps. Umsóknarfrestur er til 25. apríl 1997. Húsnæðisnefnd Gerðahrepps. ADALFUNDUR Aðalfundur Keilufélags Suðurnesja verður haldinn fimmtudaginn 17. apríl að Tjarnargötu 3, 3. hæð kl. 20:30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. K.F.S. xí Wpraltt semttart 60 ARA Stella Björk Baldvinsdóttir, | Baldursgarði 3, Keflavík, verð- ur 60 ára laugardaginn 12. apríl nk. Hún og eiginmaður hennar | Magnús Guðmundsson taka á móti gestum á afmælisdaginn í húsakynnum Karlakórs Kefla- víkur Vesturbraut 17, ffá kl. 18. Verð tvítug 14. apríl. í tilefni dagsins verð ég með skó- skiptimarkað heima hjá mömmu laugardagskvöldið Bóndinn og laxagellan 12. apríl. ÝKT ÚRVAL! hún Una Herdís er 26 Ingibjörg Bergmann. ára í dag. Dixy. Hið eina sem getur staðið í vegi fyrir árangri er þú sjálflur). Þetta legg ég mikla áherslu á, á fitubrennslunámskeiðunum hjá mér, að hver og einn taki ábyrgð á sjáfum sér. Námskeiðin hafa breyst töluvert hjá mér með reynslunni. Fyrir utan mælingar, vigtun og aðhald legg ég ekki síður áherslu á að kenna fólki sjálf- J styrkingu, sjálfsvirðingu og jákvæðni enda hefur árangurinn verið mjög skynsamlegur og góður, fyrir utan hvað það er gaman hjá okkur. Það em t.d. mjög algeng mistök hjá fólki sem er að reyna að sigrast á gömium ávana eins og að borða vitlaust og of mikið að standa sig vel í heila viku, taka síðan eitt hliðar- j spor og gefast þá upp og segja, nú er allt ónýtt ég er algjör auli. I stað þess að hrósa sjáfum sér fyrir að hafa staðið sig vel í 21 máltíð. Það er 21 sigur og 1 ósigur. Það er stórgott. Hrósaðu sjálfum þér og haltu áfram. Berta Guðjónsdóttir, Æfingastudeo. Sparisjoöuninn aðal styrktaraöili Knattspyrnudeildar Keflavíkur Sparisjóðurinn í Keflavík og Knattspyrnudeild Keflavíkur hafa gert með sér nýjan samn- ing þess efnis að Sparisjóðurirtn sé aðal styrktaraðili félagsins. Nýi samningurinn gildir til ársloka 1998 en Spatisjóðurinn hefur undanfarin fjögur ár verið aðal styrktaraðili knattspymu- ] deildarinnar. „Það er okkur ánægjuefni að vera með Keflvíkingum í barát- tunni enda mikill knattspyr- ! nuáhugi í bænum", sagði Geirmundur Kristinsson, Sparisjóðsstjóri að lokinni undirskrift. Jóhannes Ellertsson, formaður knattspyrnudeildar sagði að það væri mikill fengur fyrir deildina að semja við Sparisjóðinn. I samningnum er m.a. gert ráð fyrir því að auglýsing frá Sparisjóðnum sé á búningum allra flokka og einn- ig á utanyfirgöllum meist- araflokks karla. Frá undirskrift samningsins. í fremri röð eru f.v. Geirmundur Kristinsson, Sparisjóðsstjóri og Jóhannes Ellertsson, formaður Kkd. Keflavíkur. Fyrir aftan þá eru leikmennirnir Gestur Gylfason og Jakob Jónharðsson. UTBOÐ jS Gerðahreppur óskar eftir tilboðum í verkið: „Byggðasafn Gerðahrepps - Frágangur þaks". Verkið felst í því að einangra og klæða að innan þak í hluta byggðasafnsins. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 16. maí 1997. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Gerðahrepps, Melbraut 3, Garði, gegn 5.000.- kr. skilatryggingu frá og með mánudeginum 14. apríl 1997. Tilboð verða opnuð á sama stað mánudaginn 21. apríl 1997 kl. 11:00. Gerðahreppur. V íkurfréttir 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.