Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.06.1997, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 26.06.1997, Blaðsíða 10
 MANI REIDNAMSKEID á vegum Hesta- mannafélagsins Mána og sveitarfélaganna fyrir börn, unglinga og fullorðna hefjast 30. júní. Leiðbeinandi er * Snorri Olason. Skráning og upplýsingar í síma 421-2030 ATVINNA Vörubílsstjóra, tækjamenn með vinnuvélaréttindi og starfsmann vanan röralögnum óskast í vinnu hjá S.E.E.S ehf. Fitjabraut 14, Njarðvík. Upplysingar í síma 893-7444. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður míns, tengdaföður, afa og langafa Sigurðar Hilmars Hilmarssonar fyrrverandi bifreidastjóra, Þórustíg 16, Njarðvík. Sérstakar þakkirfærum við starfsfólki Garðvangs. Guð blessiykkuröll. Rósmary K. Sigurðardóttir Ólafur Guðmundsson Sigurður H. Ólafsson Hafdís H. Þorvaldsdóttir Halldór B. Ólafsson Lilja S. Guðmundsdóttir Flóra H. Ólafsdóttir Styrmir Gauti og Eyrún Líf. Víðar er Guð en í Gðrðum II Blessuð kirkjan hefur verið í fréttum af og til síðustu árin. Virðist sem alltaf leggist lienni eitthvað nýtt til, nú síðast prestskosningar í Garðasókn. Brauðið var sem sé laust og umsækendur nokkrir. Safn- aðarnefndir tóku að sér að velja efnilegasta prestlinginn, en eins og við var að búast voru þeir sem ekki voru valdir lítt hressir með úrslitin. Einn reyndar svo mjög, að undirskriftalistar fóru í gang, menn börðu sér á brjóst og tíunduðu eigið ágæti og smelltu sér í kosningar. Ekki reyndust allir þó til í þann slag en drógu sig í hlé. Allir voru síðan búnir að búa sig undir stórsigur „undir- skriftamannsins“ , en þá fannst Almættinu greinilega nóg komið og þegar talið var upp úr kössunum reyndist lögreglumaðurinn ljúfi hafa fengið flest atkvæði. Ekki var þó allt búið enn því sóknarnefndir funduðu og lýstu vantrausti á lögguna fyrrverandi og töldu hana ekki í stakk búna til að sinna svo erfiðri sókn. Hvarflar reyndar Hrafnkell Oskarsson skrífar að manni að ef aðrir í sókninni eru jafn rfkir af kristilegum kærleika og sók- namefndirnar, þá sé starfið ekki fyrir neina aukvisa. I kirkjunnar heimi svo hörðum, menn hampa ei Iaganna vörðum. þau vild ekki sjáann, en samt munu fáann, því víðar er Guð en í Görðum. Nú veit ég ekki betur en að Páll postuli hafi verið eins konar lögreglumaður síns tíma og elt kristna ntenn uppi, áður en hann frelsaðist og hóf kristniboð og var afkastameiri í því, en nokkur fyrr og síðar. Einn postulanna var líka „toll- ari“ ef ég man rétt og fordæmi því nóg og góð. Islensk kirkja er líka þannig í dag,að líklega er mun heppi- legra að hafa kirkjulöggur starfandi en presta. Td. Er þá ekki vandamál þó sóknar- presturinn læsi kirkjunni og Ofstækismaður hvað er nú það? -1. Ég sat í stólnum hjá tannlækn- inum , við vorurn að tala um trúmáþþegar hann segir við mig: „Kristinn, þú mátt ekki móðgast, en ég held að fólk almennt álíti ykkur, þetta frelsaða fólk, svona dálítið skrítið, jafnvel ofstæk- isfólk..." Ég móðgaðist ekki, mér var eiginlega fremur skemmt, því að þetta var ekki ný upplifun fyrir mig . Svona sá ég þetta líka áður en ég frelsaðist. Sumir skilja ekki hvað við tölum um þegar við tölum um að frelsast. Jú, Jesús er frels- arinn, að taka kristna trú þýðir að frelsast. Frá hverju? Syndum okkar. Fyrir suma í dag er jafnvel framandi að tala um synd. En biblían kennir að við förum ekki með syndina með okkur inn í himininn, þess vegna þurfunt við á náð Guðs að halda. Eftir náðunina krefst Guð þess að við beygjum okkur undir Hans vilja. Og það er þetta sem margir kalla ofstæki, bókstafstrú eða jafnvel ofsatrú, að lifa samkvæt Guðs orði. Hins vegar ef þú ert skírður og fermdur, (í þessum athöfnum játar þú Jesú sem leiðtoga lífs þíns) og hugsar síðan aldrei meir um það, þá ertu talinn eðlilegur „krist- inn“einstaklingur. Það má ekki taka þetta of alvarlega segir fólk. Eitt skil ég samt ekki og það er af hverju þá að taka fermingarveisluna svona alvarlega. Svo eru það fordómamir. Mér er stundum tjáð að ég hafi fordóma af því að ég hef aðra skoðun á ákveðnu máli en einhver annar. Mín reynsla er sú að fólk sem talar um for- dóma, veit að það hefur rangt fyrir sér, ég kalla það rök- semdafærslu "Nútímamanns- ins", þegar hann talar gegn eigin samvisku. Ef ég á að velja þá vil ég frekar lifa samkvæmt sann- færingu minni, vera kallaður gamaldags, bókstafstrúar, þökk sé Guði fyrir bókstafinn. án hans væri nú erfitt að lesa, en af hverju er þá svona vit- laust að trúa því sem ntaður les ef það er í biblíunni? Eigum við kannski að leggja af bókstafinn? Guð blessi ykkur öll. Kristinn Ásgrímsson. banni manni að ferma, bara dirka hurðina upp. Upp- reisnargjarnir organistar eru teknir til yfirheyrslu og í verstu tilfellum handjámaðir við orgelið svo þeir séu ekki með óþarfa læti. Og hvaða sóknarnefnd mundi ekki hugsa sig um tvisvar áður en hún abbast upp á prest, sem gengur með táragasbrúsa í hempunni. Svona í alvöru talað, þá er æði margt sem er líkt með störfum löggæslumanna og presta og kannski veitir ekki af rann- sóknarlögreglumanni nteð sporhund til að þefa uppi það sem eftir Iifir af kristilegum kærleika í íslensku kirkj- unni.Eða eins og Jón Helga- son orðaði það; Ef allt þetta fólk fær í gull- sölum himnanna gist sem gerir sér mat úr að nugga sér utan í Krist, þá hlýtur sú spurning að vakna hvort mikils sé misst ef maður að síðustu lendir í annarri vist. Hrafnkell. Á árunum 1980 - 1983 var Halastjaman eitthvert nafntog- aðasta skip íslenska flotans. íslenska Halastjarnan var á stjömuhimninum í ein fjögur ár og enn sér ekki fyrir endann á henni. Hún fór að vísu ekki oft á „show” en sigldi örugg um stjömuhimininn og gat af sér nokkrar stjömur sem enn skína skært. Skútan var ein- staklega fengsæl undir stjóm Rúnars Júlíussonar en sá sem matreiddi aflann, um leið og hann kom um borð, var Gylfi Ægisson. Þeir setn háru hann á borð fyrir almenning voru heldur ekki af verri endanum: söngvararnir Ari Jónsson, Engilbert Jensen, Gylfi Ægisson, Hemmi Gunn, Ingibjörg Guðmundsdóttir úr B.G.. María Helena, Páll Oskar Hjálmtýsson. Ruth Reginalds, Rúnar Júlíusson, Viðar Jónsson og Þórir Baldursson. Nú er íslenska Halastjaman enn einusinni á ferðinni; í þetta sinn með 25 langbestu köstin. gullnar perlur sem hvert mannsbarn þekkir og hljómað hafa í viðtækjum landsmanna um land og láð í yfir 15 ár. Lögin eru nú hljóðblönduð upp á nýtt og því jafnvel ferskari en þau vom í upphafi. Það var Rúnar Júlíusson sem hafði yfirumsjón með útgáf- unni, útgefandi er Geimsteinn. I____________________________I 10 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.