Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 26.06.1997, Qupperneq 13

Víkurfréttir - 26.06.1997, Qupperneq 13
Unga fólkid hefur verið áberancli í hátíðarhöldum síðustu daga. Veðurguðirnir voru hliðhollir okkur bæði á sjómannadaginn og á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Þá spókuðu börnin sig með foerdrum sínum. Að ofan má m.a. sjá feðgana Hans Wium og Sigurð son hans. Þá spjallarAníta Ósk við Hilmar Hólm í kerru á 17. júní. Þar voru einnig tvíburar í kerru sem brostu til Ijósmyndarans. Hér til hliðar ersíðan mynd afungu fólki á 17. júní-hátíðarhöldum í Garði. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson Nýr bunaöur til gluggahreinsunar Kristinn Bequette hefur tekið í notkun búnað til hreinsunar á gluggum í fjölbýlishúsum sem er mikil nýjung. Tækið er það eina sinn- ar tegundar á Suðumesjum en alls hafa átta aðilar á landinu leyfi til notkunar á þvf. Að sögn Kristins er tækið í raun framlengdur kústur og er framlengingin úr hertu áli sem er níðsterkt. Notaður er smúll á gluggana sem inniheldur vægt sápubón en það myndar filmu á rúðumar sem dugar að sögn Kristins næstu tvær rigningar. Stigar og körfubílar eru óþarfí með tilkomu slíks tækis og segist Kristinn miklu fljótari að þvo gluggana. Hann hefur dreift auglýs- ingum í fjölbýlishús á Suðumesjum og hafa viðbrögð verið ntjög góð. 77/ vinstri: Drífa Sigfúsdóttir forseti bæjarstjórnar afhenti Jakobi Árnasyni stjórnarfor- manni Byggingaverktaka Keflavíkur merki bæjar- félagsins. Þá varöllum viðstöddum boðið upp á kaffi og kleinur af gömlum íslensk- um sið. Að ofan má sjá hluta gesta sem voru við opnunina sl. föstudag. VF-myndir: Hilmar Bragi ________________________________I I------------------------------------------------------------ Formleg opnun á nýju skrifstofuhúsnæði Reykjanesbæjar: Reykjanesbær tók formlega við lyklavöldum að nýju skrifstofu- húsnæði í Kjama sl. föstudag. Bærinn leigir húsnæðið af Byggingaverktökum Keflavíkur sem eru húseigendur. Það var Jakob Ámason stjómarformaður BVK sem afhenti Drífu Sigfús- dóttur forseta bæjarstjórnar lyklavöldin. Hún afhenti síðan lyklana til Ellerts Eiríkssonar bæjarstjóra. í húsnæðiu í Kjarna hafa m.a aðstöðu skólamálaskrifstofa og Markaðs- og atvinnumálanefnd, svo einhverjir séu nefndir. Víkurfréttir 13

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.