Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 23.10.1997, Qupperneq 8

Víkurfréttir - 23.10.1997, Qupperneq 8
Aífr n Tónlistnrskólinn (á/TA' • Koflavik A Tónlistarskólinn í Keflavík * %0 a sveitin með stor tónleika í Keflavík Sinfóníuhljómsveit Islands mun halda stórtónleika í Kefla- vík nk. laugardag í tilefni af því að fjörtíu ár eru liðin frá stofnun Tónlistarskólans í Keflavík og Tónlistarfélags Kefla- víkur. Tónleikarnir hefjast kl. 16 og eru í íþróttaluisi Keflavíkur. Lúðrasveit Tónlistarskólans mun leika með Sinfóníuhljóm- sveitinni auk þess sem blandaður kór heimamanna mun syngja í nvju verki eftir Eirík Árna Sigtrvggsson sem frum- llutt verður af þessu tilefni. Verkið er fjórða sinfónía Eiríks og heitir Keflavík eftir Ijóði Kristins Reys. Einsöngvarar verða María Guðmundsdóttir, Birna Rúnarsdóttir og Steinn Erlingsson. Hljómsveitarstjóri verður Guðmundur Oli Gunnarsson. Tónlistarskólinn í Keflavík setur á svió söngleik í tilefni 40 c Besta sjoppan i b Tónlistarskólinn í Keflavík fagnar 40 ára afniæli á morg- un, 24. október. Af því tilefni hafa nemendur og kennarar skólans sett á svið söngleikinn „Besta sjoppan í bæmnn" sem enginn annar en Þorsteinn Egg- ertsson hefur samið. „Hugmyndin kviknaði á Reykja- nesbrautinni tyrir þrernur árum skömmu eftir að við höfðum lok- ið við sýningar á söngleiknum Jósef. Eg var að hlusta á útvarpið og jregar dagskrárgerðarmaðurinn hafði leikið syrpu Suðumesjalaga datt mér í hug að það gæti verið sniðugt að setja upp söngleik byggðan upp á vinsælum lögum eftir Suðumesjamenn. Eg hafði samband við Þopttein Eggertsson sem þá dvaldi í Irlandi. Ari síðar var ég kominn með fyrstu drög að handriti í hendumar", segir Kjartan Már Kjartansson, skóla- stjóri aðspurður um tildrögin að Bestu sjoppunni í bænum. Stífar æftngar hafa staðið yfir síð- ustu tvo mánuði og segir Kjartan að í söngleiknum komi fram á tjórða tug þekktra dægurlaga eftir Suðumesjapoppara. Þórir Bald- ursson útsetti lögin fyrir hljóm- sveit skólans en alls eru á milli 60 og 70 manns sem taka þátt í verk- inu. „Um leið og þetta er verðugt verkefni fyrir nemendur og kenn- ara skólans á þessum tímamótum hefur jretta einnig tónlistarlegt uppeldi því margir nemenda skól- ans vissu ekki mikið um þessi lög áður en fieir byrjuðu að æfa söng- leikinn", segir Kjartan. Leikarar í Bestu sjoppunni í bæn- um em allt nemendur úr skólan- um. Leikstjóri er Hulda Ólafs- dóttir og Emilía Jónsdóttir semui dansa. Hljómsveitarstjóri er Karen Sturlaugsson en um stjóm un söngvara sér Gróa Hreinsdótt ir. Söngvarar í aðalhlutverkum em söngnemendur í tónlistarskól anum og læra hjá Ama Sighvats- syni og Ragnheiði Guðmunds- dóttur. Sagan gerist í Keflavík á ótiltekn um tíma og tengir saman fjölda í þekktustu dægurlögum þjóðar- innar. Tveir sjóarar utan af landi koma í land í Keflavík og hitta fyrir alls konar fólk. Gömul ástai sambönd vakna og lífið tekur á sig Ijölbreytta mynd innan veggj sjoppunnar sem er sú besta í bær um. A meðal laga í söngleiknum em Bláu augun þfn eftir Gunnar Frá æfingu á Bestu sjoppunni i bænum i Félagsbíói um síðustu helgi. Texti og myndir: Páll Ketilsson STÍFAR ÆFINGAR SEX DAGA VIKUNNAR í TVO MÁNUDI Söngnemendur úr Tonlist- arskólanum cru í aðalhlut- verkum í Bestu sjoppunni í hænum. Þau Birna Rúnars- dóttir sent leikur Karenu og Sveinn Sveinsson sem leikur Ola pá eru mest á sviðinu eru og eins og flestir leikar- anna óvön að konia fram. „Eg hef aldrei leikið svona áður. Þetta er þess vegna mjög spennandi og gefandi en krefst jafnframt mikillar ein- beitingar", segir Bima og lýsir persónu sinni í verkinu svona: „Karen er voða góð sveita- stelpa úr Dölunum en foreldr- ar hennar voru alltaf að flytja. Karen fær vinnu í sjoppunni en er ákveðin í að fíytja aftur í Búðardal með Óla pá“. Bima dúxaði ffáTónlistarskólanum í vor í flautunámi en er einnig að læra söng. „Það er ömggt að svona lagað eflir sjálfs- traustið". segir hún um þátt sinn í sjoppunni. Sveinn Sveinsson segir Óla pá ástsjúkan einnar konu mann. „Við komuna til Kefla- víkur byrjar hann að leita að gömlu kærustu sinni, Karenu, sem hann hefur ekki séð frá femiingu", segir Sveinn en hann lék lítið hlutverk í Ut- kalli í klúbbinn eftir Hilmar Jónsson þegar hann var sext- án ára. „Eg sagði eina setn- ingu og dansaði", segir Sveinn og hlær. Aðrir í stómm hlutverkum em Jón Marinó Sigurðsson sem leikur Bóbó, aðal töffarann í bænunt. Hann hittir Hönnu sem Guðný Kristjánsdóttir leikur en Bóbó og Hanna vom saman í gamla daga. Bóbo dregur sjóarana, félaga sína af Kvölinni með sér á bestu sjoppuna í bænum þar sem fjörið er. Jón Marinó seg- ir að á stuttum tíma Itafi orðið mikil breyting í sínu lífi. Hann fór í vinnukonugrip, sem er stutt kassagítamám- skeið íTónlistarskólanum og endaði sem leikari! „Áður en ég fór á gítamámskeiðið var ekkert að gera hjá mér. Nú get ég ekki stoppað því ég ætla að fara í leikfélagið eftir þessa sýningu og er einnig kominn í söngnám", segir Jón og hlær. Hildur Albertsdóttir leikur Sínu stuð sem reyndar heitir Guðbjörg og er danskennari. Hún fékk nafnið Sína stuð því það sagði hún alltaf í kennsl- unni. „Hún er rosa gella, amerísk glæsipía, kemur á sjoppuna, dillar sér og daðrar við strákana og tekur einn á löpp“, segir Hildur en hún hefurörlitla leikreynslu úr leikfélagi Fjölbautaskólans, Vox Arena. Þeir Halldór Sigurðsson og Kristinn Ingimundarson koma einnig mikið við sögu. Hall- dór leikur Stebba, hinn glam- úrglaða athafnamann í Kefla- vík. „Þetta er lífskúnster og finnst skemmtilegt að skemmta sér“ segir Halldór og bætir þvt við að hann sjái Þorstein Eggertsson, höfund verksins, fyrir sér í hlutverk- inu. Halldór er sellónemandi en hefur aldrei lært söng en hefur þó smá reynslu af leik eftir þátttöku í Jósef sem skól- inn setti upp fyrir nokkmm ámm. Kristinn Ingintundarson leik- ur sjókokkinn Jón. „Hann er feiminn og hefur aldrei verið við kvenmann kenndur og heldur sig nálægt Óla pá“, segir hann. „Þetta var svolítið erfitt í byrjun því ég hef aldrei fengist við neitt svona áður", segir Kristinn. aðspurður um fmmraun sína á leiksviði. Fleiri koma að sjálfsögðu við sögu því um sextíu manns taka þátt í verkinu. Einn þeitTa í minna hlutverki og jafnframt sá elsti er Valur Margeirsson. Hann leikur góðborgarann og gerir létt grín af hlutverki sínu. Hann er að konta „mjúkur" af karla- klúbbsfundi. Valur hefurekki falið það fyrir neinum að hann sagði skilið við Bakkus fyrir mörgum áruni síðan en sagðist ekki neita því að hann hefði reynslu í hlutverkið. Valur er í söngnámi hjá Áma Sighvatssyni. „Eg var búin að vera með það lengi í magan- um að fara í söngnánt. Þátt- taka í þessu verki er gefandi og mjög skemmtilegt". 8 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.