Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.10.1997, Síða 11

Víkurfréttir - 23.10.1997, Síða 11
ÍHerraÍyrirsætiiM I Atta piltar taka þátt í fyrirsætu- | | keppni herra á Suðurnesjum | I sem haldin verður á Staðnum I I 1. nóvember nk. J Þeir heita Guðjón Karlsson, [ ! Eðvarð Björnsson, Kristján ! j Georg Leifsson, Ari Gylfason, . I Kristinn Þór Sigurjónsson, | | Friðrik Friðriksson, Þórarinn | I Ingi Ingason og Kristján I I Þórðarson. • Strákamir hafa gengið í gegn- [ [ um stífa þjálfun. Nánar verður [ . greint frá keppninni í næsta . ■ blaði. Einnig bendum við á | | mynd af strákunum á forsíðu | I blaðsins í dag. I I__________________________I Sinfóníuhljómsveit Islands frumflytur verk eftir Eirík Árna Sigtryggsson í tilefni af 40 ára afmæli Tónlistarskólans í Keflavík: Keflavíkursinfonía TIL SÖLU Tveggja herbergja íbúð á 1. hæð Brekkustíg 33b, Njarðvík. íbúðin er í góðu ásigkomulagi, parket á gólfum (nýtt í stofu). Á baðgólfi og við inngang eru gólfflísar. Stórar svalir á móti suðri. íbúðin er laus. Verðhugmynd kr. 5,2 millj. Áhvílandi húsnæðislán að upphæð, 1. ágúst kr. 3.036.963,- með 4,900% fastavöxtum. Greiðslu af því eru 4 sinnum á ári. Síðasta greiðsla 1. ágúst sl. kr. 52.304.- Það samsvarar liðlega kr. 17.000,- á mánuði. Tónlistarskólinn í Keflavík fagnar 40 ára afmæli sínu á næstunni og af því tilefni hefur Eiríkur Arni Sig- tryggsson samið tónverk er nefnist Sinfónía nr. 4 ineð undirtitlinum Keflavík. Sin- fóníuhljómsveit Islands mun frumflvtja verkið í Keflavík laugardaginn 25. október n.k. og ýmsir kórar og söngvarar af Suðurnesjum taka þátt í flutningi verks- ins. Eiríkur Ámi hefur starfað sem tónfræðikennari í 35 ár eða frá því að hann lauk ungur námi þá 19 ára. Hann er borinn og bamfæddur Keflvíkingur og hefur lengi kennt við Tónlist- arskólann í Keflavík og nú síðast samfleytt í um 10 ár. Hann nam tónsmíðar í Andrews University í Banda- ríkjunum og University of Manotoba í Kanada auk þess sem hann lærði hjá nokkrum vel þekktum íslenskum tón- skáldum hér heima. Stóð við dyrnar fvrsta kennsiudaginn og bankaði Hvað kemur til að þú ferð að semja þetta verk? „Tilefnið er 40 ára afmæli Tónlistarskólans í Keflavík og tónlistarfélagsins. Ég segi stundum frá því að ég var 14 ára þegar nokkrir hugsjóna- menn stofnuðu þetta tónlistar- félag og þar með tónlistarskól- ann. Ég átti erfitt með að bíða eftir því að þeir opnuðu og stóð ég við dyrnar fyrsta kennsludaginn og bankaði. Þannig að ég er með fyrstu nemendum skólans", segir Ei- ríkur hreykinn. „Þá var kennt í hanabjálkanum í gamla Ungó og þar sat Ragnar Bjömsson fyrsti skólastjóri skólans í frakka og föðurlandi með han- ska og loðhúfu á höfðinu. þar sat hann allan daginn karl- greyið í þessari múnderíngu enda nokkuð kalt“. Að sögn Eiríks hefur hann nefnt verkið Keflavík þar sem söngtexti verksins er kvæði um Keflavík eftir Kristinn Reyr sem var bóksali í Kefla- vík í ein 30 ár. Karlakór Keflavíkur og Kirkjukór Keflavíkurkirkju taka þátt í flutningi verksins auk nemenda og kennara í TK. Einsöngvarar eru María Guðmundsdóttir, Bima Rún- arsdóttir og Steinn Erlingsson. Um tvísöng sjá þær María og Bima. Æfingar hafa staði yfir frá því í byrjun september á þessu ári og að sögn Eiríks hafa þær gengið mjög vel. Ýmsir lagahöfundar af Suðurnesjum Ég vil nota tækifærið til þess að fagna því að Sinfóníu- hljómsveitin skuli koma hing- að og frumflytja þetta verk í tilefni afmælisins. Það er ekki oft sem við fáum svona,, magnaða" tónlistarmenn hing- að á Suðurnesin, alla vega svona niarga í einu“, segir Ei- ríkur og hlær. Hvað varst þú Iengi að semja verkið? „Ég var eitt ár að semja verkið og hlaut ég til þess styrk frá menningarnefnd Reykjanes- bæjar sem var vel þegið. Eins og undirtitillinn ber með sér er þetta keflvísk sinfónía að ein- liverju leyti og koma ýmsir lagahöfundar af Suðumesjum í heimsókn til mfn í gegnum verkið. Þetta er auðvitað vel falið en ef tónleikagestir leggja vel við hlustir má heyra kunnuglegan blæ“. Hvað viltu segja að lokum við væntanlega tónleikagesti? ,Að koma og hlusta. Endilega komið og fyllið húsið því það er mikill viðburður í bæjarfé- laginu þegar Sinfóníuhljóm- sveit íslands kemur og frum- flytur verk eftir Suðurnesja- mann“. Nánari upplysingar gefa fasteignasölurnar: Eignamiðlun Suðurnesja, Hafnargötu 17. S: 421-1700 & 421-3868. Fasteignasalan Hafnargötu 27. S: 421-1420 & 421-4288. Fasteignaþjónusta Suðurnesja. S: 421-3722 & 421-3900. Gunnar Ólafsson Suðurgötu 29. S: 421-4142 & GSM 892-0125. HEILBRIGÐISEFTIRLIT SUÐURNESJA Auglýsing um starfsleyfistillögur sbr. mengunarvarnareglugerð nr. 48/1994 grein 66 með síðari breytingum. Starfsleyfistillögur ásamt tilheyrandi starfsreglum eftirtalinna fyrirtækja liggja frammi til kynningar á skrifstofu SSS, Vesturbraut lOa, Keflavík og bæjarskrifstofum Sandgerðisbæjar, Tjarnargötu 4, Sandgerði. Tillögurnar liggja frammi frá 23. október til 21. nóvember 1997, sjá gr. 70.1 í áðurnefndri reglugerð. Heitloftsþurrkun fiskafurða. Fiskverkunin Háteigur ehf. Strandgötu 16, Sandgerði kt. 600193-2449. Rétt til athugasemda hafa eftirtaldir aðilar, sjá 64. grein ofnagreindrar reglugerðar. 1. Sá sem sótt hefur um starfsleyfi svo og forsvarsmenn og starfsmenn tengdrar eða nálægrar starfsemi. 2. íbúar þess svæðis sem ætla má að geti orðið fyrir óþægindum vegna mengunar. 3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir sem málið varðar. Skriflegar athugasemdir skal senda til heilbrigðisnefndar Suðurnesja, Vesturbraut lOa, 230 Keflavík. Frestur til að gera athugasemdir eru 4 vikur frá því tillögurnar eru lagðar fram. Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja. V íkuifréttir 11

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.