Morgunblaðið - 25.04.2016, Side 4

Morgunblaðið - 25.04.2016, Side 4
Í MÝRINNI Ívar Benediktsson iben@mbl.is Eftir slakan leik gegn Haukum á föstudagskvöldið sneru leikmenn Stjörnunnar við blaðinu á heimavelli í gær. Þeir unnu öruggan fjögurra marka sigur, 23:19, og jöfnuðu rimmu liðanna. Hvort lið hefur nú einn vinning þegar gengið verður til leiks þriðja sinni á miðvikudags- kvöldið á heimavelli Hauka. Stjarn- an var yfir í hálfleik, 12:9. Góður varnarleikur og framúr- skarandi frammistaða Florentinu Stanciu í markinu færði Stjörnunni öðrum þáttum fremur sigurinn í gær. Haukar áttu í mestu erfið- leikum með að opna vörn Stjörn- unnar og þegar það tókst var Flor- entina vel með á nótunum í markinu. Það dró verulega bitið úr sóknarleik Hauka að Ramune Pekarskyte fékk högg á hægra hnéð eftir um 20 mín- útna leik. Hún náði sér ekki á strik eftir það og var það svo sannarlega skarð fyrir skildi. „Þetta var mikilvægur sigur hjá okkur. Næsta verkefni er að mæta í leikinn á Ásvöllum með hausinn á réttum stað,“ sagði Þórhildur Gunn- arsdóttir, leikmaður Stjörnunnar. „Nú small vörnin vel saman hjá okk- ur og þá fylgir Florentina með í markinu. Hún var góð í dag,“ sagði Þórhildur enn fremur. Sóknarleikurinn var hins vegar nokkuð skrykkjóttur hjá Stjörnulið- inu. Margar sendingar rötuðu ekki rétta leið og mörg skot geiguðu. Það kom hins vegar ekki að sök því varnarleikurinn var framúrskarandi eins og markvarslan. Stjarnan skoraði fyrstu fjögur mörk leiksins. Haukar jöfnuðu með fjórum mörkum áður en Stjarnan skoraði önnur fjögur mörk í röð. Þrátt fyrir nokkrar atlögur Hauka fram undir miðjan síðari hálfleik tókst liðinu aldrei að ógna forskoti Stjörnunnar og gera leikinn jafnan. „Sóknarleikurinn gekk ekki upp hjá okkur í dag. Það var fyrst og fremst hann sem brást hjá okkur,“ sagði Karen Helga Díönudóttir, besti leikmaður Hauka í leiknum. Hún gafst aldrei upp en mátti ekki við margnum. „Við skutum illa á mark Stjörn- unnar og síðan var varnarleikur okk- ar frekar flatur. Staðan er nú jöfn og það er mikið eftir af þessari rimmu. Nú verðum við að vinna heima á miðvikudag,“ sagði Karen Helga. Morgunblaðið/Þórður Markahæst Þórhildur Gunnarsdóttir, línumaður Stjörnunnar, í opnu færi og við það að skora eitt sex marka sinna. Florentina fór á kostum  Stjarnan svaraði fyrir sig með frábærum varnarleik  Ramune meiddist á hné 4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2016 Olísdeild karla Undanúrslit, fyrsti leikur: Haukar – ÍBV ....................................... 29:24  Staðan er 1:0 fyrir Hauka og annar leikur í Vestmannaeyjum í kvöld. Valur – Afturelding .............................. 22:25  Staðan er 1:0 fyrir Aftureldingu og annar leikur í Mosfellsbæ í kvöld. Olísdeild kvenna Undanúrslit, annar leikur: Stjarnan – Haukar ............................... 23:19  Staðan er 1:1 og þriðji leikur á Ásvöllum á miðvikudagskvöld. Fram – Grótta ...................................... 19:20  Staðan er 2:0 fyrir Gróttu og þriðji leikur á Seltjarnarnesi á miðvikudagskvöld. Umspil karla Fyrsti úrslitaleikur: Fjölnir – Selfoss.................................... 33:30  Staðan er 1:0 fyrir Fjölni og annar leikur á Selfossi annað kvöld. Þýskaland RN Löwen – Lemgo ............................ 32:19  Alexander Petersson skoraði 4 mörk fyr- ir Löwen en Stefán Rafn Sigurmannsson ekkert. Wetzlar – Gummersbach ................... 30:30  Gunnar Steinn Jónsson skoraði ekki fyr- ir Gummersbach. Staðan: RN Löwen 26 23 0 3 745:575 46 Flensburg 26 20 3 3 773:646 43 Kiel 25 20 2 3 770:646 42 Melsungen 26 17 3 6 735:666 37 Füchse Berlín 25 15 3 7 716:646 33 Wetzlar 27 14 4 9 704:690 32 Göppingen 26 15 1 10 709:658 31 Hann-Burgdorf27 12 7 8 756:748 31 Gummersbach 27 13 3 11 736:723 29 Magdeburg 26 10 7 9 716:713 27 Leipzig 26 10 3 13 690:732 23 Lemgo 26 6 2 18 692:780 14 Stuttgart 26 4 5 17 650:747 13 Balingen 26 5 2 19 689:767 12 Bergischer 26 5 1 20 647:742 11 Eisenach 26 4 2 20 666:813 10 N-Lübbecke 25 2 4 19 626:728 8 Hamburg 0 0 0 0 : 0 B-deild: Henstedt – Aue .................................... 22:26  Árni Þór Sigtryggsson skoraði 5 mörk fyrir Aue og Bjarki Már Gunnarsson 1. Sveinbjörn Pétursson ver mark Aue og Rúnar Sigtryggsson þjálfar liðið. Sigtrygg- ur Daði Rúnarsson er frá keppni vegna meiðsla. Wilhelmshavener – Bietigheim ......... 32:31  Aron Rafn Eðvarðsson ver mark Bietig- heim. A-deild kvenna: Füchse Berlín – Göppingen ............... 29:27  Sandra Erlingsdóttir skoraði ekkifyrir Füchse Berlín. Danmörk Úrslitakeppnin, 2. riðill: Århus – Aalborg .................................. 29:29  Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 3 mörk fyrir Århus.  Ólafur Gústafsson var ekki í leikmanna- hópi Aalborg.  Staðan: Kolding 3, GOG 3, Aalborg 3, År- hus 2. Frakkland Undanúrslit, fyrri leikur: Nice – Metz........................................... 21:21  Karen Knútsdóttir skoraði 2 mörk fyrir Nice og Arna Sif Pálsdóttir 1. Noregur 8 liða úrslit, oddaleikur: Arendal – Bækkelaget........................ 27:32  Einar Ingi Hrafnsson skoraði 1 mark fyrir Arendal.  Bækkelaget sigraði 2:1. Austurríki Bikarkeppnin, undanúrslit: Krems – West Wien ............................ 29:25  Hannes Jón Jónsson lék ekki með West Wien en hann þjálfar liðið. Meistaradeild karla 8 liða úrslit, fyrri leikur: Kiel – Barcelona .................................. 29:24  Alfreð Gíslason þjálfar Kiel.  Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 2 mörk fyrir Barcelona. Zagreb – París SG ............................... 20:28  Róbert Gunnarsson skoraði ekki fyrir PSG. Vardar Skopje – Veszprém................ 26:29  Aron Pálmarsson skoraði 7 mörk fyrir Veszprém. Flensburg – Kielce ............................... 28:28  Seinni leikirnir fara fram um næstu helgi. Lokaúrslitin fara fram í Köln í lok maí. EHF-bikar karla 8 liða úrslit, fyrri leikur: St. Raphaël – Chambéry..................... 30:25  Arnór Atlason skoraði 2 mörk fyrir St. Raphael. Granollers – Bjerringbro/Silkeborg... 30:24 Göppingen – Magdeburg ..................... 31:25  Sigurliðin í einvígjunum þremur munu leika til úrslita í Nantes í Frakklandi en heimaliðið fór beint í undanúrslit. Seinni leikir 8 liða úrslitanna eru um næstu helgi. HANDBOLTI Mýrin, úrvalsdeild kvenna, Olís- deildin, 4 liða úrslit, annar leikur, laugardaginn 24. apríl 2016. Gangur leiksins: 3:0, 4:4, 8:4, 8:5, 9:6, 12:9, 15:10, 18:11, 19:13, 20:15, 22:17, 23:19. Mörk Stjörnunnar: Þórhildur Gunnarsdóttir 6, Helena Rut Örv- arsdóttir 5, Hanna G. Stefánsdóttir 4, Arna Dýrfjörð 3, Sandra Ra- kocvivic 2, Sólveig Lára Kjærne- sted 2, Rakel Dögg Bragadóttir 1. Varin skot: Florentina Stanciu 17/1. Utan vallar: 2 mínútur. Mörk Hauka: Maria Ines De Silva 7/3, Karen Helga Díönudóttir 4, Ramune Pekarskyte 4, María Karlsdóttir 2, Ragnheiður Sveins- dóttir 1, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1. Varin skot: Elín Jóna Þorsteins- dóttir 9. Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Þorleifur Árni Björnsson. Áhorfendur: 250.  Staðan er 1:1 Stjarnan – Haukar 23:19 Í SAFAMÝRI Skúli Unnar Sveinsson skuli@mbl.is Grótta er komin í 2:0 í einvíginu við Fram um sæti í úrslitarimmu Olís- deildar kvenna í handknattleik eftir 19:20 sigur í Safamýrinni í gær. Eins og í fyrsta leiknum, sem Grótta vann einnig með einu marki, var leikurinn gríðarlega spennandi og skemmti- legur þó svo að bæði lið hafi leikið betur en þau gerðu í gær. Grótta byrjaði betur og komst í 3:6 en hefði hæglega getað verið með meiri forystu ef Guðrún Ósk Marías- dóttir hefði ekki verið í marki Fram. Hún varði mjög vel í leiknum. Fram tók við sér og gerði þrjú mörk í röð, 6:6 og síðan 12:12 í hálf- leik, en undir lok hans tók Sigurbjörg Jóhannsdóttir, sem hafði haft sig lítið í frammi í markaskorun fram að því, sig til og gerði þrjú mörk í röð fyrir Fram. Framarar hófu síðari hálfleikinn af miklum krafti og gerði fjögur mörk gegn einu og breyttu stöðunni í 16:13. Grótta jafnaði 16:16 þar sem Lovísa Thompson fór mikinn í sókn- inni. Hún hélt uppteknum hætti og Grótta náði tveggja marka forskoti, 18:20, þegar þrjár mínútur voru eftir. Lokamínúturnar voru spennandi. Guðrún Ósk varði skot Gróttu og hélt sínu liði inni í myndinni. Hulda Dags- dóttir skoraði 19:20 og Lovísa átti skot í slá. Framar fóru illa að ráði sínu og töpuðu boltanum klaufalega og Grótta tók leikhlé þegar leik- klukkan sýndi 29,37. Grótta náði ágætu skoti en Guðrún Ósk varði og Fram-stúlkur urðu að vera fljótar í sókn sem þær og gerðu og náðu ágætu skoti á lokasekúndunni, en Íris Björk Símonardóttir varði í marki Gróttu. Vörn Gróttu var frábær síððustu 20 mínúturnar og á þeim kafla gerði Fram aðeins þrjú mörk og það var liðinu dýrt. Eins og áður segir var Guðrún Ósk í markinu besti maður Fram í leikn- um, Ragnheiður Júlíusdóttir átti einnig fínan leik, sem og Steinunn Björnsdóttir, sem var mjög dugleg á línunni. Þórey Anna var sterk í liði Gróttu og eins Lovísa og sem fyrr átti Anna Úrsúla ágætan leik, var sterk í vörn og gríðarlega skynsöm í sókninni þegar Grótta var manni færri. Ólíklegt verður að telja að Grótta komist upp með að leika ekki betur í næsta leik ætli liðið sér sigur. Morgunblaðið/Þórður Mark Lovísa Thompson skorar eitt af fimm mörkum sínum fyrir Íslands- meistara Gróttu gegn Fram í Fram-húsinu í gær. Aftur vann Grótta með einu marki  Bæði lið hafa leikið betur  Spenn- una vantaði þó ekki í Safamýrinni Framhúsið, úrvalsdeild kvenna, Olís- deildin, 4 liða úrslit, annar leikur, laugardaginn 24. apríl 2016. Gangur leiksins: 2:3, 3:5, 7:8, 8:10, 10:12, 12:12, 15:13, 15:13, 16:15, 17:17, 18:18, 18:20, 19:20. Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 6/1, Hulda Dagsdóttir 4/2, Sigur- björg Jóhannsdóttir 4/1, Steinunn Björnsdóttir 3, Hekla Rún Ámunda- dóttir 1, Elva Þóra Arnardóttir 1. Varin skot: Guðrún Ósk Maríasdóttir 20/1. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Gróttu: Þórey Anna Ásgeirs- dóttir 5/2, Lovísa Thompson 5, Lauf- ey Ásta Guðmundsdóttir 2, Eva Björk Davíðsdóttir 2, Anett Köbli 2, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2, Anna Katrín Stefánsdóttir 1, Unnur Ómars- dóttir 1. Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 10. Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Heimir Örn Árnason og Sigurður Hjörtur Þrastarson. Áhorfendur: 395.  Staðan er 2:0 fyrir Gróttu. Fram – Grótta 19:20

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.