Morgunblaðið - 25.04.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.04.2016, Blaðsíða 8
8 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2016 ÍSLANDSMÓTIÐ PEPSÍ-DEILD KARLA Í KNATTSPYRNU 2016 PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánud. 25. apríl. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is | Sími: 569-1105 SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur 29. apríl gefurMorgunblaðið út glæsilegt sérblað um Íslandsmótið í Pepsí-deild karla í knattspyrnu sumarið 2016. HANDBOLTI Ívar Benediktsson Kristján Jónsson „Þetta var þriðji sigur okkar í röð í úrslitakeppninni. Sú staðreynd undirstrikar að við erum að gera eitthvað rétt,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Aftureldingar, eftir að liðið vann Val, 25:22, í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik á laugardagskvöldið. Leikurinn var jafn lengst af og vel leikinn. Sennilega einn af betri leikj- um úrslitakeppninnar til þessa. Jafnt var í hálfleik, 13:13. Valur náði tveggja marka for- skoti, 19:17, þegar 14 mínútur voru til leiksloka. Lokakaflinn var Mos- fellinga. Þeir sneru leiknum sér í hag, ekki síst fyrir stórleik Davíðs Svanssonar markvarðar og afbragðs varnarleiks. Aftureldingarliðið skor- aði sex mörk gegn einu og náði þriggja marka forskoti sem Valsliðið náði ekki að minnka fyrir leikslok. Ólafur Stefánsson var í leik- mannahópi Vals að þessu sinni í ann- að sinn á keppnistímabilinu. Hann tók þátt í nokkrum sóknum í síðari hálfleik og sýndi að lengi lifir í göml- um glæðum þótt e.t.v. sé leikformið ekki mikið. „Við verðum að koma af meiri grimmd og hungri inn í næsta leik,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálf- ari Vals, sem var eðlilega vonsvikinn að hafa tapað fyrsta leik í rimmunni og það á heimavelli. Afturelding og Valur mætast öðru sinni í Mosfellsbæ í kvöld. Böðvar úr leik Aftureldingarliðið varð fyrir áfalli undir lok leiksins þegar Böðvar Páll Ásgeirsson lenti í samstuði við Guð- mund Hólmar Helgason, leikmann Vals. Böðvar Páll fór úr hægri axlar- lið og leikur vart með Mosfellingum á næstunni, eftir því sem næst verð- ur komist. Böðvar Páll hefur leikið stórt hlutverk í vörn Aftureldingar og því mun fjarvera hans draga úr breiddinni í liðinu og veikja varn- arleikinn. Ekki meistarar að ástæðulausu Fyrsti leikur Hauka og ÍBV lofar góðu fyrir undanúrslitarimmu lið- anna. Mikil barátta, talsverður has- ar og tvö góð lið sem geta spilað mjög öflugan varnarleik. Íslands- meistararnir höfðu betur á heima- velli sínum á Ásvöllum, 29:24. Jafnt var hins vegar að loknum fyrri hálf- leik, 13:13, og Eyjamenn voru raun- ar ferskari í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik minntu Hafnfirð- ingar handboltaáhugamenn á hversu öfluga vörn þeir geta spilað. Þá varð sóknarleikur Eyjamanna fremur vandræðalegur á köflum. Þá náðu Eyjamenn helst almennilegum skot- um þegar Kári setti upp góðar hindranir á línunni. Kári er rammur að afli og verður hreinlega að nýta sér það í þeim tilgangi að hjálpa úti- leikmönnunum. Sérstaklega þegar sóknarleikurinn er stirður. Ekkert var hins vegar stirt við Theodór Sigurbjörnsson í hægra horninu, en hann skoraði 13 mörk í leiknum og geislar af sjálfstrausti. Aðrir leik- menn ÍBV skiluðu hins vegar ekki nægilega miklu í sókninni til þess að liðið gæti lagt Hauka að velli. Haukum gekk ekkert sérstaklega vel í fyrri hálfleik. Voru um tíma fjórum mörkum undir og ef til vill voru þeir örlítið slegnir vegna gríðarlegrar stemningar sem mynd- aðist hjá Eyjamönnum á áhorfenda- pöllunum og inni á vellinum fyrsta korterið. Haukar eru hins vegar ekki meistarar að ástæðulausu. Þeir unnu sig bara í rólegheitum inn í leikinn og treystu því sem þeir kunna. Leikur þeirra skilar þeim yfirleitt sigrum og líkurnar eru því með þeim ef þeim tekst að spila góða vörn og agaðan sóknarleik. Ekki veitir af að spila agaðan sóknarleik gegn ÍBV. Stephen Niel- sen getur hrokkið í stuð í markinu og var mjög góður í fyrri hálfleik. Auk þess reyndu þeir Theodór og Grétar iðulega að keyra fram þegar færi gafst. Tjörvi og Janus voru hins vegar þolinmóðir í aðgerðum sínum og það hafði sitt að segja þegar Haukar sigu fram úr í síðari hálfleik. Hákon Daði átti stórleik fyrir Hauka og skoraði 10 mörk gegn liðinu sem hann lék með fyrr í vetur. Dýrmætur útivallarsigur  Stórleikur Davíðs Svanssonar átti stóran þátt í sigri Aftureldingar á Val  Íslands- og deildarmeistarar Hauka létu slæma byrjun ekki slá sig út af laginu Morgunblaðið/Þórður Skot Eistinn Mikk Pinnonen lætur hér skotið ríða af í leiknum gegn Valsmönnum. „Ég ætla ekki að biðja fólk að setja pening í stúku sem er 40 metra frá vellinum. Það dett- ur mér ekki í hug,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, þegar samstarf sambandsins og Lagardére sports var kynnt í vik- unni. Geir var þar að vísa til að hlaupabrautin yrði að fara af Laugardalsvellinum og þjóðar- leikvangurinn yrði gerður að fjöl- nota leikvangi. Persónulega fannst mér dásamlegt að heyra þessi orð Geirs. Þó að KSÍ hugsi fyrst og fremst um hag knattspyrnunnar er Laugardalshöll úr sér gengin og aðstaða annara íþrótta sem þurfa að gera sér að góðu að spila þar vægast sagt ömurleg. Körfuboltalandsliðið okk- ar á skilið að spila fyrir framan 10 þúsund manns á nýjum og glæsilegum velli. Handbolta- landsliðið myndi trúlega fylla 30 þúsund manna höll ef það væri stórleikur og þá gæti Gunnar Nelson jafnvel barist hér á heimavelli. Það yrði uppselt á mettíma. Svona mætti lengi telja. Það sem maður hefur áhyggjur af er tíminn. Reykjavíkurborg er eigandi að Laugardalsvelli og ekki vinnur borgin mjög hratt enda stjórnað á einhvern ömur- legasta máta sem til er. Það er óhemjustutt þangað til nýtt fyrirkomulag að forkeppni hefst og Geir nefndi að það hugnaðist honum illa að byrja og enda forkeppnina á tveimur úti- leikjum. Hann hittir þar naglann á höfuðið. Boltinn er núna hjá borginni og það kann ekki góðri lukku að stýra. Stjórnmálamenn sem þar sitja eru bara upp á punt. BAKVÖRÐUR Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Valshöllin, úrvalsdeild karla, Olís- deildin, 4 liða úrslit, fyrsti leikur, laugardaginn 23. apríl 2016. Gangur leiksins: 4:3, 7:7, 9:10, 13:13, 15:14, 19:17, 20:23, 22:25. Mörk Vals: Sveinn Aron Sveinsson 6/2, Geir Guðmundsson 3, Orri Freyr Gíslason 3, Elvar Friðriksson 3, Gunnar Harðarson 2, Guðmundur Hólmar Helgason 2, Atli Már Báru- son 1, Ýmir Örn Gíslason 1, Vignir Stefánsson 1. Varin skot: Hlynur Morthens 11. Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Aftureldingar: Pétur Júníus- son 5, Jóhann Gunnar Einarsson 5, Árni Bragi Eyjólfsson 4/3, Birkir Benediktsson 2, Böðvar Páll Ásgeirs- son 2, Gunnar Malmquist Þórsson 2, Mikk Pinnonen 2, Þrándur Gíslason Roth 1, Jóhann Jóhannsson 1, Guðni Kristinsson 1. Varin skot: Davíð H. Svansson 20. Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Magnús Kári Jónsson og Ómar Ingi Sverrisson. Áhorfendur: 787.  Staðan er 1:0 fyrir Aftureldingu. Valur – Afturelding 22:25 Schenkerhöllin, úrvalsdeild karla, Olísdeildin, 4 liða úrslit, fyrsti leikur, laugardaginn 23. apríl 2016. Gangur leiksins: 2:4, 5:7, 7:10, 9:11, 11:11, 13:13, 15:13, 17:15, 19:16, 23:18, 25:22, 29:24. Mörk Hauka: Hákon Daði Styrmis- son 10/2, Elías Már Halldórsson 5, Janus Daði Smárason 3, Adam Haukur Baumruk 3, Heimir Óli Heimisson 2, Tjörvi Þorgeirsson 2, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 2, Jón Þorbjörn Jóhannsson 1, Þröstur Þrá- insson 1. Varin skot: Giedrius Morkunas 14. Utan vallar: 12 mínútur Mörk ÍBV: Theodór Sigurbjörnsson 13/3, Agnar Smári Jónsson 4, Kári Kristján Kristjánsson 2, Einar Sverrisson 2, Grétar Þór Eyþórsson 2, Andri Heimir Friðriksson 1. Varin skot: Stephen Nielsen 16/1, Kolbeinn Aron Arnarsson 2. Utan vallar: 10 mínútur Dómarar: Heimir Örn Árnason og Sigurður Hjörtur Þrastarson. Áhorfendur: 1.052.  Staðan er 1:0 fyrir Hauka. Haukar – ÍBV 29:24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.