Morgunblaðið - 25.04.2016, Síða 6

Morgunblaðið - 25.04.2016, Síða 6
6 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2016 England Bikarkeppnin, undanúrslit: Everton – Manchester United ............ 1:2 Crystal Palace – Watford .................... 2:1  Manchester United og Crystal Palace mætast í úrslitaleik á Wembley 21. maí. Úrvalsdeildin: Leicester – Swansea............................ 4:0  Gylfi Þór Sigurðsson fór af velli í liði Swansea á 76. mínútu. Manchester City – Stoke ..................... 4:0 Bournemouth – Chelsea....................... 1:4 Aston Villa – Southampton.................. 2:4 Liverpool – Newcastle ......................... 2:2 Sunderland – Arsenal .......................... 0:0 Staðan: Leicester 35 22 10 3 63:33 76 Tottenham 34 19 11 4 64:25 68 Manch.City 35 19 7 9 66:34 64 Arsenal 35 18 10 7 58:34 64 Manch.Utd 34 17 8 9 42:30 59 West Ham 34 14 14 6 57:43 56 Liverpool 34 15 10 9 58:45 55 Southampton 35 15 9 11 49:37 54 Chelsea 34 12 11 11 53:46 47 Stoke 35 13 8 14 37:51 47 Everton 34 9 14 11 53:48 41 Watford 34 11 8 15 33:40 41 Bournemouth 35 11 8 16 42:61 41 WBA 34 10 10 14 31:42 40 Swansea 35 10 10 15 34:49 40 Crystal Palace 35 10 9 16 36:45 39 Sunderland 34 7 10 17 39:57 31 Norwich 34 8 7 19 35:60 31 Newcastle 35 7 9 19 38:64 30 Aston Villa 35 3 7 25 25:69 16 B-deild: Cardiff – Bolton ................................... 0:0  Aron Einar Gunnarsson lék ekki með Cardiff vegna meiðsla. Charlton – Brighton............................ 1:3  Jóhann Berg Guðmundsson skoraði mark Charlton en hann lék allan tímann. Wolves – Rotherham ........................... 0:0  Björn Bergmann Sigurðarson var ekki í leikmannahópi Wolves. Derby – Sheffield Wednesday............. 1:1 Blackburn – Bristol City ..................... 2:2 Fulham – Nottingham Forest ............. 1:3 Huddersfield – Birmingham................ 1:1 Hull – Leeds ......................................... 2:2 Middlesbrough – Ipswich .................... 0:0 MK Dons – Brentford.......................... 1:4 QPR – Reading..................................... 1:1 Staða efstu liða: Burnley 44 24 15 5 68:35 87 Middlesbrough 44 26 9 9 60:28 87 Brighton 44 24 15 5 70:40 87 Hull 43 22 11 10 62:33 77 Derby 44 21 14 9 65:41 77 Sheffield Wed. 44 18 17 9 62:43 71 Cardiff 44 17 16 11 55:47 67 Ipswich 44 16 15 13 49:49 63 Birmingham 44 16 13 15 50:46 61 Brentford 43 17 8 18 64:64 59 Preston 44 14 16 14 42:43 58 Leeds 44 14 16 14 48:55 58 C-deild: Fleetwood – Blackpool........................ 0:0  Eggert Gunnþór Jónsson lék allan tímann með Fleetwood. Þýskaland Wolfsburg – Augsburg ........................0:2  Alfreð Finnbogason skoraði fyrra mark Augsburg en hann lék allan tím- ann. Staðan: Bayern M. 31 26 3 2 74:14 81 Dortmund 31 23 5 3 75:30 74 Leverkusen 31 16 6 9 50:35 54 Hertha B. 31 14 7 10 40:38 49 Gladbach 31 15 3 13 62:48 48 Mainz 31 13 6 12 43:41 45 Schalke 31 13 6 12 43:46 45 Köln 31 10 10 11 36:40 40 Ingolstadt 31 10 10 11 29:35 40 Wolfsburg 31 10 9 12 42:43 39 Hamburger 31 10 7 14 37:44 37 Augsburg 31 9 9 13 40:48 36 Darmstadt 31 8 11 12 35:48 35 Hoffenheim 31 8 10 13 36:48 34 Stuttgart 31 9 6 16 46:63 33 W.Bremen 31 8 7 16 43:63 31 E.Frankfurt 31 7 9 15 31:50 30 Hannover 31 6 4 21 28:56 22 B-deild: Nürnberg – Union Berlín ................... 6:2  Rúrik Gíslason lék fyrstu 70 mínúturn- ar fyrir Nürnberg. Hans fyrsti leikur í sjö mánuði eftir meiðsli. A-deild kvenna: Leverkusen – Werder Bremen........... 4:1  Sandra María Jessen lék fyrstu 82 mínúturnar fyrir Leverkusen og lagði upp mark. Spánn Rayo Vallecano – Real Madrid ........... 2:3 Atlético Madrid – Málaga.................... 1:0 Barcelona – Sporting Gijon ................. 6:0 Staða efstu liða: Barcelona 35 26 4 5 102:29 82 Atlético Madrid 35 26 4 5 59:16 82 Real Madrid 35 25 6 4 104:32 81 Villarreal 35 17 10 8 42:31 61 Athletic Bilbao 35 16 7 12 53:43 55 Celta Vigo 34 15 9 10 47:54 54 Sevilla 35 14 10 11 49:42 52 Frakkland Marseille – Nantes............................... 1:1  Kolbeinn Sigþórsson lék ekki með Nantes vegna meiðsla. KNATTSPYRNA Annan leikinn í röð skoraði Luis Suárez fjögur mörk fyrir Barcelona og hann hefur þar með skotist fram úr Cristiano Ronaldo sem markahæsti leik- maður spænsku 1. deildar- innar. Suárez hefur skorað 34 mörk, þremur meira en Cris- tiano Ronaldo. Börsungar burstuðu Sporting Gijon, 6:0, og markatala liðsins í síðustu tveimur leikjum er 14:0. Real Madrid og Atlético Madrid unnu bæði nauma eins marks sigra en Barcelona og Atletíco eru með 82 stig og Real Madrid 81. Gareth Bale skoraði tvö mörk í 3:2 sigri Real Madrid gegn Rayo Vallecano og Ángel Correra skoraði sigur- mark Atlético gegn Málaga. gummih@mb.is Önnur ferna í röð hjá Luis Suárez Luis Suárez Alfreð Finnbogason er svo sannarlega á skotskónum þessa dagana, en hann skoraði sitt fjórða mark í síðustu fimm leikjum þegar Augsburg vann góðan útisigur á Wolfsburg, 2:0, í þýsku 1. deildinni í knatt- spyrnu. Alfreð skoraði fyrra markið eftir aðeins 47 sek- úndur og er það fljótasta mark Augsburg frá upphafi í deild- inni og fljótasta markið sem skorað hefur verið á þessu tímabili. Alfreð átti svo allan heiðurinn af síðara markinu, en eftir þrumu- skot hans þar sem markvörðurinn varði boltann út í teig skoraði Tyrkinn Halil Altintop af stuttu færi og Augsburg fór langt með að tryggja sér öruggt sæti í deildinni. gummih@mbl.is Alfreð áfram á markaskónum Alfreð Finnbogason Fanney Hauksdóttir gerði vel á heimsmeistaramótinu í bekk- pressu sem fram fór í Dan- mörku. Fanney vann til silfur- verðlauna og setti auk þess Norðurlandamet í -63 kg opn- um flokki. Fanney átti góða innkomu á fyrsta HM sínu í bekkpressu í opnum aldurs- flokki. Hún var yngsti kepp- andinn í -63 kg flokki. Í fyrstu lyftu tók hún út 5 kg bætingu á eigin Íslandsmeti með 152,5 kg, en sú þyngd er einnig Norðurlandmet. Með þeirri lyftu var hún orðin örugg með að komast á verðlaunapall. Henni mistókst tvívegis að lyfta 155 kg. Fanney hafnaði í 2. sæti á eftir hinni reyndu Gunda Fiona Sommer von Bachhaus frá Þýskalandi. Silfur og Norður- landamet Fanney Hauksdóttir ENSKI BOLTINN Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Tapi Tottenham stigum í kvöld gegn WBA getur Leicester fagnað enska meistaratitlinum í leikhúsi draumanna, Old Trafford í Man- chester, á sunnudag. Leicester gjör- sigraði Gylfa Sigurðsson og félaga í Swansea 4:0 í gær og er með átta stiga forustu þegar þrír leikir eru eftir. Refirnir hans Ranieris þurfa fimm stig úr síðustu þremur leikjum sínum til að verða meistarar. Eftir heimsókn til Manchester fær Leic- ester Everton á King Power-völlinn áður en tímabilinu lýkur á Stamford Bridge gegn Chelsea. Hversu magn- að yrði það ef Ranieri yrði meistari á Stamford Bridge fyrir framan Rom- an Abramovich? Enginn Jamie Vardy var í liði Leicester en það kom ekki að sök. Liðið spilaði glimrandi fótbolta og verðskuldaði sigurinn. Riyad Mahrez, sem var útnefndur leik- maður ársins í gærkvöldi, skoraði fyrsta markið og mótspyrna Swan- sea var lítil sem engin. Gylfi átti nokkrar góðar aukaspyrnur en var eins og allt liðið frekar slakur. Leicester tapaði stigum gegn West Ham í síðustu umferð á meðan Tottenham lagði Stoke 0:4. Héldu margir að ævintýrinu væri lokið og fimbulkuldinn á toppnum myndi loks láta finna fyrir sér. En því fer fjarri. Leikur liðsins gegn Swansea sýndi að Leicester er óttalaust lið sem leikur skemmtilega knatt- spyrnu. Það sem það gerir á fyrstu mínútu getur það líka gert á þeirri síðustu. Leikmenn Leicester virðast geta hlaupið endalaust og kæmi ekki á óvart ef grínmyndin sem gekk um netheima væri hreinlega sönn, en hún átti að sýna upphitun Leicester, sem var London-maraþonið. Veik von hjá Newcastle Aðrir leikir í deildinni fá minna vægi að þessu sinni, þar sem athygl- in var á enska bikarnum. Newcastle heldur enn í vonina um að bjarga sér eftir að hafa náð stigi í Liverpool. Newcastel getur þakkað markverði Liverpool, Simon Mignolet, fyrir stigið, en með mistökum sínum und- irstrikaði hann að nýr markvörður verður keyptur í Bítlaborgina í sum- ar. Enginn Mamadou Sakho var í leikmannahópi Liverpool, en hann hefur verið settur í tímabundið leyfi eftir að ólögleg efni fundust í honum. Sakho ku hafa innbyrt fæðubót- arefni sem ætlað er til hraðari brennslu og innihélt ólögleg efni. Málið er til rannsóknar hjá lyfjaeft- irliti UEFA. Þá unnu Chelsea, Man. City og Southampton öll stórsigra en Arsenal gerði aðeins jafntefli við Sunderland, sem komst upp úr fall- sæti með stiginu. Tekur Móri við? Stærstu fréttir helgarinnar komu frá Manchester-borg en sagt var að José Mourinho hefði skrifað undir samning við Man. Utd. Komu frétt- irnar degi eftir að liðið hafði unnið Everton 2:1 og komist í bikarúrslitin á Wembley. Ekkert hefur þó verið staðfest, hvorki frá Mourinho eða Manchester. Louis van Gaal, stjóri Manchester, hefur ekki verið vinsæll meðal stuðningsmanna enda lætur hann liðið spila leiðinlega og vélræna knattspyrnu. Liðið vann með marki Antony Martial á lokasekúndunum. Man. Utd mætir í úrslitaleik Crystal Palace, sem vann Watford 2:1. Síðast mættust þessi lið í úrslita- leik bikarsins árið 1990. Þá léku liðin tvo úrslitaleiki, en fyrri leikurinn fór 3:3. Sá síðari fór 1:0 fyrir Manchest- er United þar sem Lee Martin skor- aði sigurmarkið. Leikurinn fer fram á Wembley þann 21. maí. Ekki kalt á toppnum  Leicester líður ágætlega sem besta lið Englands  Vardy horfði á sína menn skora fjögur  Man. Utd og Crystal Palace mætast í enska bikarnum AFP Ótrúlegt en satt Leikmenn Leicester fagna marki Mark Albrighton. Leicester er enn óstöðvandi og stemningin í borginni ótrúleg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.