Morgunblaðið - 25.04.2016, Page 7

Morgunblaðið - 25.04.2016, Page 7
ÍÞRÓTTIR 7 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2016 Ítalía Inter Mílanó – Udinese ............................. 3:1  Emil Hallfreðsson lék síðustu 5 mínút- urnar fyrir Udinese. Staða efstu liða: Juventus 35 27 4 4 67:18 85 Napoli 34 22 7 5 72:29 73 Roma 34 19 11 4 73:38 68 Inter 35 19 7 9 47:32 64 B-deild: Trapani – Cesena ....................................... 2:1  Hörður Björgvin Magnússon lék allan tímann fyrir Cesena. Danmörk Bröndby – AGF ...........................................2:1  Theódór Elmar Bjarnason fór af velli á 82. mínútu í liði AGF. Hobro – Esbjerg ......................................... 2:2  Guðlaugur Victor Pálsson hjá Esbjerg er frá keppni vegna meiðsla. SönderjyskE – Nordsjælland .................. 3:1  Rúnar Alex Rúnarsson sat á bekknum hjá Nordsjælland allan tímann. Staða efstu liða: København 26 15 8 3 44:19 53 SønderjyskE 26 14 4 8 42:29 46 Midtjylland 26 13 6 7 40:22 45 AaB 25 13 3 9 48:35 42 Brøndby 26 12 6 8 33:28 42 B-deild: Lyngby – Horsens ..................................... 0:0  Kjartan Henry Finnbogason lék allan leikinn með Horsens. Svíþjóð Örebro – IFK Gautaborg .......................... 3:2  Hjörtur Logi Valgarðsson var ekki í leik- mannahópi Örebro.  Hjörtur Hermannsson og Hjálmar Jóns- son voru ekki í hópi Gautaborgar. Malmö – Djurgården ................................. 1:0  Viðar Örn Kjartansson lék allan tímann með Malmö en Kári Árnason var ekki í hópi. Häcken – Sundsvall ................................... 0:1  Rúnar Már Sigurjónsson lék allan tímann með Sundsvall en Kristinn Steindórsson fyrstu 66 mínúturnar. Hammarby – Jönköping............................ 1:1  Birkir Már Sævarsson og Ögmundur Rúnarsson léku allan tímann fyrir Hammar- by en Arnór Smárason fyrstu 75 mínúturn- ar. Gefle – Östersund ...................................... 0:0  Haraldur Björnsson sat á bekknum hjá Östersund allan tímann. Staðan: Sundsvall 10, Jönköping 10, Djurgården 9, Norrköping 9, Malmö 9, Örebro 9, Hammar- by 8, Gautaborg 8, Östersund 8, AIK 5, Gefle 5, Kalmar 4, Helsingborg 4, Elfsborg 3, Häc- ken 3, Falkenberg 3. A-deild kvenna: Vittsjö – Eskilstuna ................................... 1:0  Glódís Perla Viggósdóttir lék allan tím- ann með Eskilstuna. Kristianstad – Linköping.......................... 1:4  Sif Atladóttir lék allan tímann fyrir Kristianstad en Guðný Björk Óðinsdóttir var ekki í hópnum. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið. Gautaborg – Örebro .................................. 0:0  Anna Björk Kristjánsdóttir lék allan tím- ann í liði Örebro. Noregur Aalesund – Tromsö ................................... 6:0  Adam Örn Arnarson lék allan tímann fyr- ir Aalesund, Aron Elís Þrándarson lék síð- ustu 20 mínúturnar og skoraði sjötta markið en Daníel Leó Grétarsson sat á bekknum.  Aron Sigurðarson lék fyrri hálfleikinn fyrir Tromsö. Strömsgodset – Bodö/Glimt .................... 2:0  Hannes Þór Halldórsson varði mark Bodö/Glimt. Odd – Lilleström ........................................ 1:3  Árni Vilhjálmsson sat á bekknum hjá Lilleström. Rúnar Kristinsson þjálfar liðið. Rosenborg – Viking ................................... 4:0  Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan tímann og skoraði fyrsta markið, Guðmundur Þór- arinsson lék fyrstu 80 mínúturnar og skoraði þriðja markið en Matthías Vilhjálmsson sat á bekknum.  Björn Daníel Sverrisson lék fyrstu 82 mínúturnar fyrir Viking. Sarpsborg – Molde ..................................... 4:0  Kristinn Jónsson lék fyrstu 62 mínúturn- ar fyrir Sarpsborg.  Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á á 25. mínútu í liði Molde en fór meiddur af velli á 67. mínútu. Vålerenga – Start....................................... 2:0  Elías Már Ómarsson sat á bekknum hjá Vålerenga allan tímann.  Guðmundur Kristjánsson lék allan tím- ann með Start. Efstu lið: Rosenborg 18, Odd 14, Molde 14, Brann 14, Strömsgodset 13, Lilleström 10, Haugesund 10, Viking 10, Sarpsborg 9, Aalesund 7. A-deild kvenna: Avaldsnes – Sandviken.............................. 5:2  Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Avaldsnes en var skipt út af í uppbótartíma, Þórunn Helga Jónsdóttir lék allan tímann. Stabæk – Röa .............................................. 2:1  Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék ekki með Stabæk. Klepp – Kolbotn.......................................... 0:2  Guðmunda Brynja Óladóttir lék allan tím- ann með Klepp. Jón Páll Pálmason þjálfar liðið. KNATTSPYRNA Skallgrímur krækti sér í odda- leik gegn Fjölni um laust sæti í úrvalsdeildinni í körfuknattleik karla á laugardaginn er liðið hafði betur í fjórða leik liðanna í Borgarnesi, 93:71. Staðan er því 2:2 í rimmu liðanna og oddaleikurinn verður í Grafar- voginum annað kvöld. Fjölnir var 21:26 yfir eftir fyrsta leikhluta en heimamenn gerðu út um leikinn í öðrum leikhluta, sem þeir unnu 34:18, og staðan í leikhléi því 55:44. Jean Rony Cadet var stigahæstur hjá Skallagrími með 23 stig og 17 fráköst og Sig- tryggur Arnar Björnsson kom næstur með 20 stig. Hjá Fjölni var Collin Anthony Pryor með 25 stig og 19 fráköst og Egill Egilsson gerði 15 stig. Skallagrímur nældi í oddaleik Jean Rony Cadet Rúrik Gíslason, landsliðs- maður í knattspyrnu og leik- maður Nürnberg, segir í við- tali á mbl.is að það hafi verið yndisleg tilfinning að komast aftur inn á völlinn og spila fyrsta leik sinn með aðalliði fé- lagsins í sjö mánuði. Rúrik lék síðast deildarleik með Nürn- berg í lok september. Hann hafði þá spilað fyrstu sjö leiki tímabilsins en fór síðan í upp- skurð á hásin. Hann var tilbúinn aftur í slaginn í byrjun mánaðar, hafði verið í hópnum í nokkrum leikjum og spilaði fyrstu 70 mínúturnar á laug- ardag þegar Nürnberg sigraði Union Berlín, 6:2. Með því tryggði liðið sér nánast þriðja sætið og umspilsréttinn um sæti í efstu deild. vs@mbl.is Fyrsti leikur Rúriks í sjö mánuði Rúrik Gíslason Íslandsmótinu í hópfimleikum lauk í Kaplakrika í Hafnarfirði á laugardag, en þá var keppt til úrslita á einstökum áhöld- um. Stjörnukonur, sem á föstu- dagskvöldið urðu Íslands- meistarar í fjölþraut, kræktu sér í tvo Íslandsmeistaratitla í keppninni á laugardag þegar þær sigruðu á trampólíni og í gólfæfingum. Gerpla varð síð- an Íslandsmeistari á dýnu. Keppnin var gríðar- lega hörð í kvennaflokki og má sem dæmi nefna að aðeins munaði 0,1 á liðunum á dýnu. Í blönduðum flokki skiptust titlarnir á milli lið- anna þriggja; Gerpla sigraði á trampólíni, Selfoss á dýnu og Stjarnan á gólfi. skuli@mbl.is Tveir titlar hjá Stjörnukonum Stjörnukonur Íslandsmeistarar. Í LAUGARDALSLAUG Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Íslandsmeistaramótið í sundi í 50 metra laug fór fram um helgina. Fjögur Íslandsmet voru sett um helgina. Anton Sveinn McKee sló Ís- landsmet í 200 metra fjórsundi þegar hann synti á tímanum 2.04:73 en gamla metið var 2.05:54. Hann sigraði einnig í 50 m bringusundi og var mjög nálægt Íslandsmeti Jakobs Jóhanns sem sett var í Róm árið 2009. Fjórir sundmenn hafa náð lágmarki á Evr- ópumeistaramótið sem haldið verður í 50 metra laug í London um miðjan maí. Það eru þau Anton Sveinn, Eygló Ósk Gústafsdóttir, Hrafnhild- ur Lúthersdóttir og Bryndís Rún Hansen. Önnur Íslandsmet féllu í boðsundsgreinum. Eygló Ósk var með sjö gull- verðlaun á mótinu og eitt silfur. Hrafnhildur var með sex gull og þrjú silfur. Kristinn Þórarinsson úr Íþróttabandalagi Reykjavíkur var með fimm gull eins og Anton Sveinn. SH var með 46 verðlaun alls, þar af 13 gullverðlaun. Ægir var með 21 verð- laun og 12 gull. Ánægð með stöðuna Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund- kona úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, var ánægð að móti loknu. Hún ætlar að vera í nokkra daga til viðbótar á Íslandi en dagskrá hennar er þétt- skipuð, þar sem um þrjár vikur eru í Evrópumeistaramótið í London. „Þetta er búið að vera mjög gott mót. Ég er í miðjum æfingum og er að ein- beita mér að Ólympíuleikunum. Það var gott að sjá hvar ég stend æf- ingalega séð og ég er mjög ánægð. Ég er fljótari en á sama tíma í fyrra þannig að ég er ánægð,“ segir Hrafnhildur. Mótið fór fram í Laugardalslaug, þar sem aðstaða er á heimsmæli- kvarða, en Hrafnhildur hefur synt um víða veröld. „Hér er frábær aðstaða og mótið minnir mig á svipuð mót í Ameríku. Það er alltaf gott að koma heim til Ís- lands og það er vel staðið að öllu hér á sundlaugarbakkanum. Þetta er ekk- ert minna í sniðum en Grand Prix mót úti. Fjölskyldan mín og vinir hafa verið að horfa á, sem er jákvætt því ég kem ekkert eins oft til Íslands og ég vildi. Ég fæ nokkra daga í viðbót hér á landi og svo er það bara aftur út að æfa.“ Margar að synda hratt Hrafnhildur segist hlakka til Evrópumótsins í Lundúnum því þá sjái hún nákvæmlega hvar hún standi. „Ég fæ smá hvíld fyrir Evrópumeistaramótið, sem ég ætla að nota til að sjá hvar ég stend áður en kemur að Ólympíuleikunum. Það eru margar stelpur um allan heim að fara mjög hratt á þessu ári þannig að það er gott að sjá hvar maður stend- ur.“ Um markmið á EM segir Hrafn- hildur: „Það hefur alltaf verið draum- ur og markmið mitt að komast á verð- launapall á EM og ég stefni á það ótrauð. Eftir það tekur við undirbún- ingur fyrir Ólympíuleikana í Ríó í ágúst.“ Í miðri æfingartörn Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund- kona úr Ægi, var hæstánægð með mótið. „Ég er í miðri æfingatörn, ég á að vera að synda hratt núna en ég er þó ekki að gera mitt besta. Þetta lítur þó vel út og er nálægt mínu besta, sem lofar góðu fyrir EM og Ólympíu- leikana. EM er eftir þrjár vikur og þá sé ég hvar ég stend nákvæmlega,“ segir Eygló, sem er íþróttamaður ársins. Eftir EM keppir Eygló í Noregi í maí og trúlega á einu öðru móti áður en alvaran tekur við fyrir Ríó í ágúst. „Ég mæti bara á æfingar og syndi það sem þjálfarinn minn segir mér að synda,“ segir hún og brosir. Morgunblaðið/Þórður Á fullri ferð Hrafnhildur Lúthersdóttir á fullri ferð. Hún vann til sex gullverðlauna á mótinu. Gott veganesti fyrir EM  Eygló Ósk Gústafsdóttir segist vera nálægt sínu besta  Hrafnhildur Lúthersdóttir segist fljótari en á sama tíma í fyrra  Fjögur fara á EM í London Komin í mark Eygló Ósk Gústafsdóttir nýkomin í mark í 4x100 metra skrið- sundi. Eygló vann sjö gullverðlaun á mótinu um helgina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.