Barnablaðið - 15.05.2016, Page 4
BARNABLAÐIÐ4
Hvað eruð þið gömul og í hvaða
skóla eruð þið?
HÍ: Ég er 11 ára og er í
Öldutúnsskóla.
AL: Ég er líka 11 ára úr
Hafnarfirði og er í Setbergsskóla.
Hvað æfið þið oft?
AL: Við æfum fimm sinnum í viku á
venjulegum æfingum og svo erum
við í einkatímum þar að auki. Það
er líkamlega erfitt að dansa og
maður verður að vera byggja upp
gott þol.
Eru margir að æfa dans?
HÍ: Já, frekar margir og eiginlega
jafn margir strákar og stelpur.
Hvernig kviknaði áhugi ykkar á
dansi?
AL: Við fjölskyldan vorum í fríi á
Spáni og mamma var eitthvað að
kenna systur minni að dansa og
mig langaði að prófa í kjölfarið.
HÍ: Systir mín byrjaði að æfa fyrir
nokkru og mig langaði að prufa
líka.
Hvernig fer venjuleg
æfing fram?
AL: Við byrjum á
því að hita upp
með nokkrum
dönsum. Fyrsta
klukkutímann
dönsum við svo fimm
ballroom-dansa: vals,
tangó, vínarvals, foxtrot og
quickstep.
HÍ: Seinni klukkutímann tökum
við líkamlegar æfingar og dönsum
fimm latín-dansa: samba, cha-cha-
cha, rúmba, paso og jive.
Eru þið ekkert að rugla þessu öllu
saman?
HÍ: Nei. Sumir dansarnir eru samt
mjög líkir en flestir dáldið ólíkir.
Hvað er svona skemmtilegt við
það að dansa?
HÍ: Það er gaman að vinna með
tónlist og maður fær tækifæri til
að hreyfa sig á
skemmtilegan
hátt.
AL: Mér finnst þetta
bara rosa skemmtilegt.
Auðvitað er gaman að fara á
keppnir í útlöndum og sjá hvernig
maður stendur miðað við aðra.
Það er gaman og gefandi að setja
sér markmið og ná þeim.
Hvað finnst ykkur erfiðast við
dansinn?
HÍ: Erfiðasti dansinn finnst mér
vera vínarvalsinn. Þar er mikið
um snúninga og stundum verður
maður smá ringlaður. Það reynir
líka mikið á hendurnar og maður
þreytist fljótt.
AL: Cha-cha-cha finnst mér
líkamlega erfiðastur. Þá fær maður
stundum hlaupasting í átökunum.
Eigið þið ykkur einhvern
uppáhaldsdans?
AL: Slow foxtrot, það
er mjög skemmti-
legt að dansa
hann og hann
rúllar vel.
HÍ: Mér finnst jive
skemmtilegastur
enda mikið um hopp
og hraða.
Hafið þið keppt á mörgum
mótum?
AL: Já, mjög mörgum mótum bæði
g g j g
Íslands- og bikarmeistarar í okkar
unglingaflokki.
HÍ: Við unnum tvo titla á Suður-
Englandsmeistaramóti í febrúar.
Þá erum nýkomin heim frá
Blackpool þar sem við kepptum
um páskana. Þar urðum við í 3.
sæti í stóru latín-keppninn og 8.
sæti í stóru standard keppninni.
Svo urðum við í 2. sæti í latín og 5.
sæti í standard á Evrópumeistara-
móti nýverið.
Hvernig var ferðin til Blackpool?
AL: Hún var mjög skemmtileg, við
kepptum fimm daga í röð ásamt
90 öðrum pörum frá hinum ýmsu
löndum.
Það fóru þónokkuð mörg pör frá
Íslandi til Englands. Við kepptum
í flokki 11 ára og yngri. Með okk-
ur í för voru svo nánast
allir í fjölskyldu okkar
beggja.
HÍ: Hótelið okkar
var mjög nálægt
keppnishöllinni en
seinasta daginn
fórum við líka í
vatnsrennibrautar-
garð.
Hvað er eftirminnilegast?
HÍ: 3. sæti í latín á heimsmeistara-
mótinu í Blackpool. Það stendur
uppúr.
Aron Logi Hrannarsson og Halldóra Ísold Þórðardótt
hafa dansað saman í þrjú ár hjá Dansíþróttafélagi
Hafnarfjarðar. Þau eru tvöfaldir Íslandsmeistarar í
dansi með grunnaðferð og fóru góðu ferð til Blackpo
um páskana. Þar lentu þau í 3. sæti í latín á heims-
meistaramóti 11 ára og yngri.
hér heima og erlendis. Það hefur
en ið m ö vel. Við erum tvöfaldir
ir
ol
LEGGJA SIG
110% FRAM
„Það
er gaman oggefandi að setjasér markmið ogná þeim.“
Einbeitingin
leynir sér ekki.
„Það
er líkamleg
a
erfitt að da
nsa og
maður verð
ur að
vera byggja
upp
gott þol.“