Víkurfréttir - 26.01.1999, Blaðsíða 15
Draumabikarúrslitaleikur
Keflvíkingum og Njarðvíking-
um tókst að tryggja sér rétt til
þess að keppa í úrslitum
Renault-bikarkeppni KKI.
Damon með 49
Keflavík kafsigldi Tindastól
sem einfaldlega áttu, frekar en
aðrir, neitt svar við Damon
Johnson sem skoraði 49 stig og
tók 12 fráköst né Fannari Ólafs-
syni sem leik sinn besta leik á
ferlinum, skoraði, frákastaði,
blokkaði skot og var almennt
óþolandi baráttuglaður, fyrir
andstæðingana. Falur, Hjörtur,
Birgir, Gunnar og Kristján skil-
J uðu sínum hlutverkum vel sem
J endranær. Valur Ingimundarson
hélt sínum mönnum á floti í
fyrri hálfleik en í þeim seinni
var hreinlega við ofurefli að
etja.
Halda ekki forystu
Njarðvíkingar eiga við einhvers
konar sálfræðivanda að stríða
þessa dagana. Þeim helst ekki á
forystu, nú töpuðu þeir niður 19
stiga forskoti gegn Haukum og
voru því sem næst búnir að
spila sjálfan sig út úr úrslita-
leiknum. Eftir góðan fyrri hálf-
leik 51-33 fór skotnýting
heimamanna niður fyrir frost-
mark og Haukamir með Hair-
stone (skyldur Flintstone?) í
broddi fylkingar gengu á lagið
og jöfnuðu leikinn og voru
óheppnir að klára ekki í venju-
legum leiktíma 74-74. I fram-
lengingunni bar Brenton
Birmingham Njarðvíkinga á
herðunum bæði í sókn og vöm
og tryggði ömggan sigur 91-84.
50 stig að meðaltali
Damon Johnson, leikmaður
Keflvíkinga, hefur farið ham-
fömm í síðustu þremur leikjum
liðsins og er með 49,7 stig að
meðaltali og geysigóða skotnýt-
ingu að auki. Hlakkar í áhan-
gendum liðsins að sjá til kap-
pans í Laugardalshöllinni í úr-
slitaleik bikarsins en Damon
hefur alltaf átt stórleiki í höll-
Peebles með þrefalda tvennu gegn IA
Það gerðist í gær sem ekki gerist
oft í íslenskum körfuknattleik, að
leikmaður er með þrefalda tven-
nu. Þar að segja er með 10 eða
hærri tölu á þremur sviðum töl-
fræðinnar. Warren Peebles
UMFG skoraði 23 stig, var með
10 fráköst og 11 stoðsendingar
700. þriggja stiga
karfa Guðjóns
Guðjón Skúlason úr Keflavík
náði merkilegum árfanga á ferli
sfnum í DHL-deildinni í leiknum
gegn Skallagrím í gærkvöld, er
hann skoraði sína 700. þriggja
stiga körfu. Guðjón skoraði tvær
þrigga stiga körfúr í leiknum og
var sú síðari númer 700 en
Guðjón skoraði 9 stig í leiknum.
Næstir á listanum yfir flestar
þriggja stiga körfur eru Teitur
Órlygsson UMFN og Valur
Ingimundarson, Tindastól. Þeir
félagar hafa skorað tæplega 550
þriggja stiga körfur á ferli sínum
í deildinni.
Jón Ingi sigraði
Jón Ingi Ægisson oft kallaður
„Vogavélmennið" sigraði á
áttunda Langbest-snókermótinu
á Knattborðsstofunni í
fyrrakvöld. Hann lagði Þormar
Viggósson í úrslitum 3:1.
I undanúrslitum lagði Þormar
Guðbjöm Gunnarsson 3:0 og
Jón Ingi vann Jón Ólaf Jónsson
3:1. Staðan eftir 8 mót er þan-
nig að Jón ÓIi er efsmr með 485
stig, Guðmundur Stefánsson er
annar með 300 og Þormar er
þriðji með 240 stig.Úrslit í
flokkamótinu fara fram næsta
laugardag. Allir em velkomnir
að fylgjast með.
gegn IA í DHL-deildinni í gær.
Litlu munaði að annar leikmaður
næði þessum árangri í sama
leiknum, en Herbert Arnarson
félagi Peebles var með 17 stig, 9
fráköst og 9 stoðsendingar.
Úrslit: 92-66 (45-37)
lippar á fullu
Hópurinn A-VÍK er með
forystu í nýja getrauna-
hópleiknum hjá Keflvík-
ingum. Tippað er í tíu vik-
ur og er þremur lokið. I
leiknum telja átta bestu.
Staðan:
A-VÍK 33 stig,
Southainpton 32, GÓ31,
Gárungar 30. Þorrinn 30,
BAS 30. Fógetinn 30,
Trixarar 30.
Sextt'u hópar eru með í
þessum leik. Tipparar hitt-
ast á föstudagskvöldum
og á laugardögum í gamla
vallarhúsinu við Hring-
braut í Keflavík. Þar eru
gefnar allar upplýsingar
og aðstoð ef menn óska
eftir. Nú orðið tippa marg-
ir á netinu og hægt er að
gera það í vallarhúsinu.
Sigurganga áenda
Stúdínur bundu endi á lengstu
sigurgöngu nokkurs liðs í bikar-
keppnum KKI er þær sigmðu í
Keflavík 61-64 og leika þær til
úrslita gegn KR. Lovísa Guð-
mundsdóttir tryggði sigurinn
með þriggja stiga körfu á
lokamínútunni en hún hafði lít-
ið haft sig frammi í leiknum.
Leikurinn einkenndist af sterk-
um varnarleik beggja liða og
mismunandi framlagi hinna
nýju erlendu leikmanna liðanna
Tonyu Sampson og Lilia Sus-
hko. Tonya átti undir högg að
sækja í samanburðinum og
spuming hvort hún verður hér-
lendis lengi úr þessu, skotnýt-
ingin slök og einbeitingarleysi
hennar í vöminni varð liðinu að
falli auk þess sem þjálfarinn
Anna María Sveinsdóttir varð
villuvandanum að bráð á við-
kvæmasta tíma.
t)omóíót
" KNATTSPYRNUDEILDARINNAR
Föstudaginn 5. febrúar
mun Knattspyrnudeild Keflavíkur
blóta þorra ao hætti forfeðra vorra
í KK- sal aö Vesturbraut 17
Ymislegt verður gert til gamans og
munu landsfrægir menn sjá um
veislustjórn, gamanmál og ræðuhöld.
Happdrætti verbur á staðnum.
Ráðgert er að húsið opni kl. 19 og fljótlega
eftir það hefst blótið.
Miðaverð er kr. 2500.- oa er hægt að
nálgast miðaá skrifstofu
Knattspyrnudeildarinnar alla virka daga
kl. 10-17 eða hringja og panta
í síma 42 1 5388. ATH: Takmarkað upplag,
fyrstjr koma fyrstir fá.
Áfram Keflavík.
Styrkur ykkar, okkar vopn!
Knattspyriwdeild Keflavíkur,
GOLFGOLF
Byrjendur - lengra komnir -
unglingar - hjón - ALLIR!
Núfer golfvertíð að byrja! Viltu koma vel
undirbúinfn) fyrir sumarið? Þá er ég rétti
maðurinnfyrir þig. Get hjálpað þér niður í
forgjöf. Komið nýjum kylfingi í gott golfform,
gert leikinn auðveldari og skemmtilegri.
Allar upplýsingar í
golfskóla Sig.Sig.
Iðavöllum 9
tuppi hjá Dósaseli).
Sig.
Sigurássott
golfkeniuiri allra
Siidiiniesjanianna
fs
VlS-deildinlldeildkmna)
KeflavMR
Iaugardaginn30. janúar
klukkan 17:00 í íþróttahúsinu í Keflavík.
Allir ad mæta og hvetja stúlkurnar
Langbest^
Hafnargötu 62 • 230 Keftavík • Sími 421 4777
Víkurfréttir
15