Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 03.06.1999, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 03.06.1999, Blaðsíða 9
í einum grænum um gjörvallt land Forsala hefst kL 21 bæói kvöldin 1 Stapanum 20 ára og eldri Skráning í Giæna herinn www.graeniherinn.is (sjá nánarí viðtali í blaóinu) 4. & 5. jurri 16 ára og eldri ÚLfur skemmtari, hringekjur, pLötusnúðar, eLdgleypar, gó gó meyjar o.fL o.fl Björgunarsveitin Suðurnes: Endurbætt húsnæði tekið í notkun B jörgunarsveitin Suð- urnes tók formlega í notkun nvtt og endur- bætt húsnæði sl. föstu- dag. Við það tækifæri var forráðamönnum fyrirtækja og félagasamtaka í bænum boðið til samsætis í bús- næðinu að Holtsgötu 51 í Njarðvík. Þar var starfsemi sveitarinnar kynnt og björg- unarbúnaður og tæki til sýnis. Um 250 manns mættu í hófið. Björgunarsveitin Suðurnes fagnar 5 ára afmæli á þessu ári en sveitin var stofnuð með sameiningu Hjálparsveitar skáta í Njarðvík og Björgun- arsveitarinnar Stakks í Kefla- vík. Við vígslu viðbyggingari- nar, sem er um 200 fermetrar var einnig tekin í notkun ný og endurbætt stjómstöð. Hún er mjög vel tækjum og kort- um búin. Margar gjafir bárust til sveitarinnar við þessi tíma- mót. Sparisjóðurinn í Kefla- vík og Kvenfélag Keflavíkur færðu sveitinni rausnarlegar gjafir og það sama gerði Lion- essuklúbbur Keflavíkur fyrir nokkrum dögum. Einnig barst sveitinni mikið af blómum og kveðjum. Landsþing Landsbjargar, hið fimmta í röðinni, var haldið í Stapanum um helgina. Þar var aðal málið á dagskrá samein- ing við Slysavarnafélag ís- lands. Sameiningin var sam- þykkt samhljóða. Ragnar Sigurðsson, formaður Björgunarsveitarinnar Suð- urnes, sagði í samtali við blaðið að framundan væru tvær ferðir á vegum sveitarin- nar í sumar. Þá annast Björg- unarsveitin Suðumes sjóman- nadagsdagsskránna í Reykja- nesbæ en sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur við smábátahöfnina í Gróf. Sjá nánai' í dagskrá í auglýsingu á bls. 21 í Víkurfréttum í dag. Svipmyndir irá vígsiu hússins við Holtsgötu í Njarðvík sl. föstudag. Víkurfréttir 9

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.