Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 27.10.1999, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 27.10.1999, Blaðsíða 14
LANDSBANKINN: Hjálmar hættir Hjálmar fluttist til Keflavíkur frá Siglufirði fyrir 27 árum. A Siglufirði liafði Hjálmar m.a. verið skrifsto- fustjóri hjá Kaupfélaginu, auk þess að stunda eigin rekstur um tírna. Hann starfaði síðan í tvö ár hjá Esso í Danmörku við akstur olíubifreiðar um þvert og endilangt Sjáland. Hjálmar byrjaði hjá Samvinnutryggingum í Keflavík snemma árs 1972, þá sem tryggingafulltmi, varð síðan skrifstofustjóri Samvinnubankans í Keflavík og útibússtjóri 1978. í nóvemberbyrjun 1992 hóf Hjálmar störf sem útibússtjóri Landsbankans í Sandgerði og hefur hann gengt því starfi allt til dagsins í dag. Hjálnrar lætur nú af störfum vegna aldurs en hann verður 65 ára á árinu. Hjálmar hefur verið farsæll í starfi og vel liðinn af samstarfsfólki og viðskiptamönnum bankans. Síðasti vinnudagur Hjálmars í útibúinu verður föstudagurinn 29.október. Kökubasan Kvennakórsins Kvennakór Suðurnesja veröur með kökubasar á planinu framan við Stapann, þann 29. október nk. Kórfélagar hvetja Suð- urnesjafólk að koma og stvðja við bakið á söng- menningu á Suðurnesjum. SpítuKallink SMIÐJUVELLIR 3 SIMI 421 1416 • 899 0534 ÖLL NÝSMÍÐI INNRÉTTINGAR HÚ5CÖCN EHF Versti ósiöur upp- kominna kynslóða! Núna fyrir stuttu síðan lauk viku sem bar heitið „Evrópa gegn krabbameini%c, í henni fólst átaksverkefni með það að leiðarljósi að upplýsa ungt fólk um reykingar og hættum- ar sem að fylgja þeim. Það er ekki af ástæðu lausu að svona verkefni er hleypt af stokkunum heldur brýnni nauðsyn. Það er með öllu óskiljanlegt að í eins vel upplýstu þjóðfélagi og ísland er, að það skuli freista unglinga að frem- ja hægt og rólega sjálfsmorð með ávana sem ekki er einn einasti tilgangur með og erfitt er að losna undan. Það að byrja að reykja er ekki eitthvað sem að þú getur rétt- lætt fyrir þeim sem að þykja vænt um þig án þess að ljúga og þá einnig með því að ljúga að sjálfum þér. Það er nefnin- lega þannig að í hvert skipti sem að þú telur upp einhverja kosti við það að reykja þá er það ekkert annað en sjálfs- blekking, því að innst inni veist þú betur. Skaðsemi reykinga ætti ekki að þurfa að tyggja ofaní hálf- fullorðið fólk með sífelldum misskemmtilegum áróðri. Með reynslu kynslóðanna ættir þú að geta vegið og metið hvað þú kýst frekar. Reykingar eða heilsuleysi. Eins og heilsuleysi væri ekki nógu mikil ástæða til að byrja ekki, þá er þetta ekki ódýr ávani. Sígarettupakkinn er dýr og hann verður bara dýrari þegar fram líða stundir. Það mun einnig kosta þig mikinn pening að reyna að hætta því að þær meðferðir sem f boði eru kosta líka pening, svo ekki sé minnst á allar þær dýru og oft á tíðum sársauka- fullu aðgerðir sem fylgja krabbameini og öðrum skjúkdómum sem eru afleiðingar reykinga og sjúkdómamir eru maigir. Heilbrigt samfélag er mun farsælla en óheilbrigt, reykingarfólk er í flestum til- fellum verri starfskraftur af þeirri einföldu ástæðu að þau reykja. Þau taka fleiri pásur, eiga erfiðar með að einbeita sér, verða oftar veik og vegna hættulegra sjúkdóma eiga þau oft styttri starfsaldur að ekki sé talað um styttri aldur almennt. Þegar öllu er á botn- inn hvolft og litið er á kosti og galla þá virðist þetta liggja í augum uppi, ofan talið er ekki eitthvað sem að þið hafið ekki séð eða heyrt áður og þetta er ekki eitthvað senr að erfitt er að skilja. Staðreyndin er sú að það er mun auðveldara að byrja ekki að reykja, heldur en að hætta að reykja um það eru ógrynni dæma. Ef þú byrjar að reykja ert þú aðeins að lítilsvirða sjálfan þig. Hvernig sem á það er litið þá hafa reykingar enga kosti umfram þá galla og þann viðbjóð sem þeim fylgir. Og það er synd ef að mest upplýsta kynslóðin sem Island hefur alið af sér ætlar að halda uppi versta ósið fyrri kynslóða. Asgeir Helgi Jóhatmsson 22ára laganemi við HI Helgarblað Víkurfrétta - 32 siöur kjaftfullar af litríku lesefni...! m LEIKFEU6 KEFLflH sýnir í Frumleikhúsinu söngleikinn Oliver eftir Lionel Bart Leikstjóri Pröstur Guðbjartsson Tónlistarstjóri Einar Örn Einarsson Frumsýning 30. október UPPSELT 2. sýning sunnudaginn 31. október kl. 17:00 3. sýning miðvikudaginn 3. nóvember kl. 20:00 4. sýning f immtudaginn 4. nóvember kl. 20:00 Miðasalan opnuð klukkutíma fyrir sýningu. Miðapantanir í síma 421-2540. Miðaverð 1.000- kr. fyrir alla. Árshátíð Stangveiðifélags Keflavíkur Verdur haldin í KK. salnum vid Vesturbraut, 6. nóvember kl.20. Húsið opnar kl. 19 með fordrykk. Glæsilegt kvöldverðarhlaðborð, framreitt af Matarlyst. Hið víðfræga happdrætti er á sínum stað. Mummi Hermanns og Eva Ásrún leika fyrir dansi, söngur, glens og grín. Ekki missa af þessari frábæru skemmtun. Fólk er vinsamlegast beðið að panta miða ekki síðar en fimmtu- daginn 4. nóvermber. Miðasala fimmtudaginn 4. nóvemer kl. 20-22 ísal S. V.F.K. Miðapantanir í síma: Veiga 421 4757, Guðrún Björk 421 4993, Óskar 421 4922, Ásdís 421 3449. Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.