Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 12.11.1999, Side 28

Víkurfréttir - 12.11.1999, Side 28
VF-mynd: Hilmar Bragi Báröarson Gunnar Gunnarsson torfærujöfur tók við heimsbikarnum fyrir torfæruakstur á lokahófi LÍA í Stapa um síðustu helgi. Á myndinni til hægri fagnar Gunnar bikarnum en hér að ofan er Gunnar við boðið sitt ásamt hluta af viðgerðarliði og spúsum þeirra. VF-myndir: Hilmar Bragi Algjör dellukerling Karen Gísladóttir var stigahæst í tlokki mótorhjóla að 750 cc ef'tir sumarvertíðina í kvartmílu. Akstursíþróttafólk hélt glæsilegt lokahóf í Stapa s.l. laug- ardagskvöld, þar sem Karen fékk f o r 1 á t a verðlauna- gripi afhenta fyrir góðan árangur. Byrjaði í sumar Þrjú kvart- mílumót voru haldin í sumar og vann Karen helsta keppinaut sinn á tveimur mótum af þremur. „Ég byrjaði að æfa í sumar en er búin að keyra mótorhjól í nokkur ár”, segir Karen. Þrátt fyrir að vera keppnismanneskja á mótorhjólum er Karen nýbúin að selja hjólið sitt en keyrir núna um á hjóli kærastans, Kawasaki ZX 600 R95. Undirbúningurinn En hvemig undirbýr Karen sig fyrir mót? „Ég fer út á braut og reyni að taka almennilega af stað þannig að ég missi hjólið ekki útí spól. Ég æfi mig líka stundum með því að vera fremsti maður á umferðaljósum og taka af stað”, segir Karen og bætir við að það sé sennilega ekki heppi- leg æfmgaraðferð en segir hana þó ekki vera mjög hættulega. Konur á mótorhjólum Karen segist hafa verið eini kven- kynskeppandinn á öllum mótunum í sumar, að einu móti undanskyldu, en þá tók ein stúlka þátt auk henn- ar. ,jlg vona að það verði meira af stelpum á mótunum næsta sumar”, segir Karen. En hvers vegna eru svo fáar stelpur í þessu sporti? „Ég held að þetta sé af mörgum álitið vera karlasport, en við getum þetta alveg jafn vel og þeir”, segir Karen ákveðin. Hún segist þó hafa orðið vör við aukinn áhuga hjá stelpum á akstursíþróttum „enda er alveg æð- islegt að eiga hjól og fara út að keyra í góðunt veðrum.” Strákarnir eru hvetjandi En hvernig taka strákamir því að kvenmaður sigri þá í kvartmílu? „Strákamir hafa tekið mér mjög vel og eru mjög hvetjandi. Kærastinn minn er líka á kafi í þessu, vann m.a. götuspymuna á Akureyri s.l. sumar.”, segir Karen. Hún viður- kennir þó að hafa verið að guggna á þessu öllu saman um mitt sumar- ið en tekið sig saman í andlitinu og haldið áfram. Góður félagsskapur Karen segir félagsskapinn sem myndast í kringum mótorhjólin vera mjög skemmtilegan. „Það myndast alltaf ákveðinn kjami sem hjólar og skemmtir sér saman”, segir Karen og tekur fram að í slík- unt félagsskap sé alls konar fólk. Með bíladellu Karen eyðir tíma sínum í fleira en mótorhjólaakstur því hún segist vera forfallin bfladellumanneskja. „Ég hef líka áiiuga á lflcamsrækt, að vera með skemmtilegu fólki og á öllu sem viðkemur hjólum”, segir Karen. Hún hefur líka fundið sér starf við hæfi því hún vinnur í vara- hlutadeild Heklu og unir hag sínum þar vel. „Ég er reyndar eina stelpan í þeirri deild en ég er alltaf að læra eitthvað nýtt í vinnunni og svo er félagsskapurinn lflca svo skemmti- legur”, og aðspurð segist hún stef- na að því að verða amma á mótor- hjóli.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.