Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 13.01.2000, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 13.01.2000, Blaðsíða 12
Jesús Krístur er svarið Samkoma öll fimmtudagskvöld kl. 20.00. Allir velkomnir. Bæna og lofgjörðasamkoma sunnudaga kl. 11.00. Hvítasunnukirkjan Vegurinn Hafnargötu 84, Keflavík. VEFSÍÐA: www.gospel.is Ástkær móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma Ásta Geirsdóttir Fífumóa 1d, áður á Borgarvegi 3, Njarðvík lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja fimmtudaginn 16. desember. Jarðaförin hefurfarið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðrún G. Árnadóttir, Einar S. Svavarsson, Sigurbjörg J. Árnadóttir, Björg G. Árnadóttir, Árni G. Árnason, Ásdís M. Sigurðardóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa. Gests Auðunssonar Birkiteigi 13 Keflavík sérstakar þakkir til elskulegs starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir einstaklega góða umönnun. Friðgerður Finnbjörnsdóttir, Auðunn Gestsson, Ester Sumarliðadóttir, Steinunn Gestsdóttir, Rafn Eyfell Gestsson, Svandís Ingibjartsdóttir, og barnabörn. Rósir í snjóinn Samúðarkveðja og þakkarorð „Sorgin gleymir engum”, segir máltækið, hvorki við aldahvörf né endranær. Hún kennir okkur að lífið sé óendanlega dýrmætt. Frændur okkar Norðmenn lögðu rósir í snjóinn eftir lestarslysið í Heiðmörk við Rena. Við ættum að gera það sama á slysastöðum við Grindavíkurveg og Reykjanesbraut. Eg kvaddi konu frá Grindavík nýverið á Sjúkrahúsi Suðurnesja. Hún var á heimleið eftir að hafa náð bata, en hún velti því fyrir sér hvort það væri fært heim! Grindavíkurvegur hefur kostað það miklar fómir. „Hann var mér svo kær”, sagði móðir Baldurs Jósefs Jósefssonar, þegar ég tilkynnti henni að sonur hennar hefði farist í bflslysi á Grinda- vtkurvegi 30. des. s.l. Það er skammt stórra högga á milli í fjölskyldunni því rnann sinn missti hún í sumar og við vottum ástvinum innilega samúð. Baldur var öllum kær sem hann þekktu. Hann hafði lagt okkur lið og leikið á trommur við poppguðsþjónustur og jólasveiflur í Keflavíkurkirkju, þar sem við reyndum að mæta ungu fólki á þeirra nótum með boðskap trúar, vonar og kærleika. Þar leið honum vel með félögum sínum sem sakna nú vinar í stað. Ég vil þakka framlag hans fyrir hönd starfs- fólks kirkjunnar. Ég vil einnig þakka félögum Baldurs, í poppbandi kirkjunnar, íyrir látlausa og fagra tónlist þegar við kvöddum hann í Keflavíkurkirkju 7. janúar s.l. og þá birtu sem okkur barst á vængjum söngsins, þótt trom- mumar hefðu hljóðnað og sorgin tekið völd. Við kvöddum hann þegar kertaljós helgrar hátíðar höfðu verið slökkt. Sotgarvinnan varð okkar hlutskipti, eins og hjá þeirri stóru fjöl- skyldu sem kynnst hefur sorg og missi. En látum ljósin lifa innra með okkur áfram og leyfum björtum minningunum að tala sínu hljóða máli. Höldum inn í nýtt árþúsund með kyndla Ijóss og vonar í nafni hans sem er upprisan og lífið. Við höfum leyfi til að syigja og huggunin kemur sem bjarmi af nýrri dögun, þegar geislar nýárssólar taka að verma freðna jörð og kalla allt til lífs á ný. Ólafur Oddur Jónsson Kirkja Kefla víkurkir kj a Sunnud. 16. jan. Sunnudaga- skóli kl. 11. Munið skólabflinn. Messa kl. 14. Altarisganga. Prestur: Ólafur Oddur Jónsson. Kór Keflavíkurkirkju leiðir söng. Organisti Ester Ólafs dóttir. Ketlavíkurkirkja Safnaðarstarf í TJtskálaprestakalli. Laugard. 15. jan. Safnaðar- heimilið í Sandgerði. Kirkju- skólinn kl. 11. Safnaðarheimilið Sæborg. Kirkjuskólinn kl.13:30. Útskálakirkja Sunnud. 16. jan. 2 sd. eftir þrettánda. Guðsþjónusta kl. 11. Guðspjall: Lúkas 19:1-10 LeifurA. Isaksson flytur vitnis- burð. Kór Útskálakirkju syngur. Hvalsneskirkja. Sunnud. 16. jan. 2 sd. eftir þret- tánda. Guðsþjónusta kl. 14 Guðspjall: Lúkas 19:1-10. Leifur A. ísaksson flytur vitnisburð. Kór Hvalsneskirkju syngur. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Sóknarprcstur Grindavíkurkirkja. Laugard. 15. jan. Kirkjuskólinn kl. 11. Pabbar og mömmur afar og ömmur það væri gaman að sjá ykkur koma með krökkunum í kirkjuskólann. Sunnud. 16. jan. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr Friðrik J. Hjartar. Kirkjukórinn syngur undir stjóm Frank Herlufssen. Sóknarnefnd.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.