Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 30.03.2000, Side 14

Víkurfréttir - 30.03.2000, Side 14
Raðauglýsingar síminn er 4214717 Háseti Vanur háseti óskast á 200 tonna netabát. Upplýsingar í síma 852 0328, 893 2690, 421 1920 Pfpulagnir Pípulagningaþjónusta Benna Jóns óskar eftir að ráða menn til pípulagningastarfa. Upplýsingar i síma 897 3815. Verktaki óskast Verktaki óskast til pökkunar á smávöru. Unnið samkvæmt föstu einingaverði og er um að ræða 4-8 stöðugildi eftir árstíma. Húsnæði og aðstaða fyrir starfsmenn til staðar en viðkomandi verður að hafa bifreið til umráða. Tilvalið fyrir samhent fólk. Ahugasamir hafi samband í síma 421-4353 eða 421-7103. Oríon pökkun ehf. Sumarstarf frá 15. maí - 1. september. Spennandi og lifandi starf. Erum aó leita að starfsmanni á söluskrifstofu okkar í Keflavík. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu í feróamálum og hafi helst lATA-Uftaa próf. Farió veróur meó allar umsóknir sem trúnaóarmál. Umsóknum skal skila á skrifstofu okkar í Keflavík, í síóasta lagi föstudaginn 7. apríl merktar „Egill Olafsson" Sam vinnuferðir Landsýn Hörkuleikir framundan segir Anna María Sveinsdóttir, leikreyndasti leikmaður Keflavíkur HwlM IMi' nrktaka Róbert Trausti Arnason, fyrrverandi sendiherra og forsetaritari hefur verið ráðinn forstjóri Keflavík- urverktaka hf.Róbert var valinn úr hópi átján umsæk- jenda uni starf forstjóra Keflavíkurverktaka hf. Hann starfar nú sem forse- taritari en hefur unnið mikið fyrir utanríkisþjónustuna og verið sendiherra. Róbert er stjómmálafræðingur. Hann tekur við starfinu fljótlega en samningur hans er frá 1. apríl. Féll af húsþaki Maður féll af húsþaki við Hafnargötuna á mánudag og hlaut höfuðáverka. Hann var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. Maðurinn var að mæla fyrir nýju þakjárni á húsi við Hafnargötuna. Þakið var blautt og virðist sem maðurinn hafi runnið í bleyt- unni og fallið 5-6 metra niður á stéttina. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var maðurinn með með meðvitund þegar að var komið en talverða höfuð- áverka. Úrslitarimma KR og Keflavíkur um Islandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna hefst á morgun, 31. mars, en það Iið sem fyrr vinnur þrjá leiki hreppir titilinn. Keflavík hefur átta sinnum unnið Islandsmeistaratitilinn síðan 1988, en sérstök úrslitakeppni var fyrst haldin árið 1993 í fyrstu deild kvenna. Síðan þá hefur Keflavík sex sinnum leikið til úrslita og þar af fimm sinnum gegn KR, en einu sinni gegn Breiðabliki. I úrslita- rimmum Keflavikur og KR hefur Keflavík unnið titilinn fjórum sinnum, en KR aðeins einu sinni. KR hefur unnið flesta Islandsmeistaratitla frá upphafi , alls tíu en fyrst var leikið um titilinn árið 1953. IR-ingarkoma næstir með 9 titla og þá Keflvíkingar með 8. Anna María Sveinsdóttir, fyrir- liði Keflavíkurliðsins hefur æft körfubolta í átján ár og á þeim tíma unnið alla átta fslandsmeist- aratitlana með liðinu. „Úrslita- rimman leggst mjög vel í mig. Við erum búnar að undirbúa okkur vel fyrir leikina, Christie Cogley var fljót að komast inn í leikkerfin okkar og er óðum að komast í leikform. Við erum ekki með neinar sérstakar áhersl- ur fyrir leikina aðrar en þær að einbeita okkur að okkar leik og spila sem heild. Það hefur stund- um komið fyrir að við séum að spila hver í sínu homi í leikjum, en það hefur að sjálfsögðu ekki gefist vel. Ef við náum að stilla saman strengina í úrslita- leikjunum er ekkert sem við þurfum að óttast. Á leikdag ætlum við að reyna að halda hópinn til að samstilla liðið. Þá munum við borða saman og hugsanlega horfa á mynd- bandsspólu eða eitthvað slíkt“. Erla Reynisdóttir, sem lék með Keflavík 1998 þegar þær urðu síðast íslandsmeistarar, er komin heim frá Bandaríkjunum til að taka þátt í úrslitarimmunni með liðinu, en þar hefur hún verið við nám sl. tvö ár. „Það er mjög gott að fá Erlu heim. Hún hefur verið að leika vel með liðinu sínu úti og hefur verið að bæta sig. Við lítum þó ekki á hana sem einhvers konar bjargvætt, heldur eykur það breiddina í liðinu að fá hana heim“, segir Anna María. En hvemig telur Anna Mana að úrslitin verði? „Liðin eru mjög jöfn og því reikna ég með að úrslit fáist ekki fyrr en í fjórða eða fimmta leik. Þetta verða hörkuleikir, en ég vona að við tryggjum okkur sigur í fjórða leik því sá leikur verður hér heima". Anna María hvetur sem flesta til að mæta á úrslitaleikina og styðja við bakið á Keflavíkur- liðinu. „Strákamir féllu út í átta- liða úrslitum og þvf erum við eina von bæjarins til að ná heim Islandsmeistaratitli í ár“, segir Anna María. Fyrsti leikurinn verður í Frostaskjóli klukkan 20 annað kvöld. Kristníhátíð - 2000 á sunnudaginn Kjalarnesprófastsdæmi stendur fyrir hátíð í Reykja- nesbæ 2. apríl nk. í tilefni þúsund ára kristni á Islandi. Hátíðin er samstarfsverkefni sveitastjórna og sóknar- nefnda á Suðurnesjum og verður haldin í Reykjanes- höllinni. Menningardagskrá- in hefst kl.13:00 og stendur til kl.l7:00. Boðið verður upp á tónlist, sýningar og fjölbreytt skemmtiatriði svo að allir ættu að geta skemmt sér vel og not- ið dagsins með fjölskyldunni. Tónlistarflutningur verður í umsjá Tónlistarskóla Reykja- nesbæjar, grunnskólabörn verða með sýningu í tilefni 1000 ára kristni, félagar úr KFUM og K sýna hökla, for- seti Islands, hena Olafur Ragn- ar Grímsson og kirkjumálaráð- herra, Sólveig Pétursdóttir flytja ávörp, Karlakór Kefla- víkur flytur nokkur lög af al- kunnri snilld og svo mætti lengi telja. Kynnar á hátíðinni verða Friðrik Friðriksson, leik- ari og María Rut Reynisdóttir. Hátíðarguðsþjónusta hefst kl. 14:30. Séra Gunnar Kristjáns- son, prófastur, flytur upphafs- orð og séra Sigurður Sigurðs- son, vígslubiskup, predikar. Grunnskólanemendur af Suð- umesjum munu túlka guðspjall dagsins með leikverkinu Guði til dýrðar, undir stjóm Mörtu Eiríksdóttur. Á meðan á guðs- þjónustunni stendur mun sér- stakt Barnateppi verða starf- rækt í umsjá fagfólks með bömum. Hátíðargestum verður síðan boðið upp á rjúkandi kaffi og gómsæta tertu sér til hressingar. Eldeyjarkórinn kemur þá fram ásamt gestakór, nemendur gmnnskólans í Sandgerði verða með leikþátt og danssýningu og félagar í Leikfélagi Kefla- víkur troða upp. „Kirkjusveifla" hefst kl. 20 í félagsheimilinu Stapa og er hún í höndum Iandsþekktra tónlistarmanna frá Suðumesj- um. Einnig koma fram Gospel- systur og kór Keflavíkurkirkju. Stjómandi er Einar Öm Einars- son, organisti og söngstjóri Keflavíkurkirkju. Herra Ólafur Skúlason biskup og sr. Bjöm Jónsson, fyrrverandi sóknar- prestur verða heiðursgestir á Kirkjusveiflunni. Allir eru velkomnir á fjöl- breytta fjölskylduhátíð. 14

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.