Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 30.03.2000, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 30.03.2000, Blaðsíða 10
Að vekja, kenna og virkja Fermingarstörfín eru nú til umræðu innan kirkjunnar. Námskrá fermingarstarf- anna kom út á vegum Fræðsludeildar kirkjunnar á síðasta ári og markmið þeir- ra er að vekja, kenna og virkja. Þegar við tölum um að vekja er átt við að vekja til vitundar um trúarlífið, að lífið er gjöf og að við höfum ekki skapað það sjálf. Vekja þakklæti til Guðs, gjafara allra góðra hluta, sem er ávallt með í för hvert sem leið okkar liggur. Við erum aldrei ein á ferð. Það er yfir okkur vakað. Sumir hefðu eflaust viljað skipta á sögninni að kenna og setja sögnina að skemmta í staðinn? Þannig að markmið fermingarstarfanna væri að vekja, skemmta og virkja, en þannig er það nú ekki, þótt fermingarstörfin geti vissulega verið skemmtileg, eins og dærni sanna. Vtð spyrjum oft í upphafi fermingamndirbúnings hverjar væntingar fermingar- börnin hafi varðandi ferm- ingarundirbúninginn. I eitt skiptið var þeirri spurningu svarað á þá leið hvort við prest- amir yrðum skemmtilegir! Að kenna merkir einfaldlega að fræða um grundvallaratriði kristinnar trúar. Við finnum ekki fyrirmynd eða nákvæma hliðstæðu fermingarinnar í Nýja testamentinu, þó segir Jesús lærisveinum sínum í Mamma bakar j arðaberj atertur -segir Bryndís Brynjólfsdóttir sem fermist 20. apríl Bryndís Brynjólfsdótt- ir fermist þann 20. apríl í Keflavíkur- kirkju. Hún hlakkar mikið til þessa stóra dags. Bryndís hefur alltaf verið í sunnudagaskóla og hún segist alltaf hafa trúað á Guð. „Eg ætla að fermast vegna þess að Guð skapaði mig. Mér fínnst gjafirnar ekki skipta miklu máli og ég myndi örugglega láta ferma mig þó að ég fengi hvorki gjafir né veislu“, segir Bryn- dís. Bryndís segist vera búin að bjóða fullt af fólki til veislu á fermingardaginn, en hún verð- ur haldin í Sjálfstæðishúsinu í Njarðvík. „Frændfólk mitt og vinir koma í veisluna og mamma er byrjuð að baka fyrir mig. Hún er núna að baka jarðaberjatertur en ég hef aldrei smakkað svoleiðis tertu“, segir Bryndís og bætir við að það verði sennilega brúnkökur á boðstólnum fyrir litlu krakk- ana. Bryndísi finnst fermingar- fræðslan hafa verið mjög skemmtileg og fróðleg. „Mér finnst ég hafa lært mjög mikið og ég trúi enn meira á Guð nú, en ég gerði áður.“ Presturinn mætti tala minna! -segir Helga Gunnólfsdóttir sem fermist 16. apríl Helga Gunn- ólfsdóttir fermist 16. apríl kl. I4 í Kellvíkur- kirkju. Ferm- ingarveisla Helgu verður í Safnaðarheimilinum í Innri Njarðvík. Þar verður boðið uppá kökur og kaffi og Helga segir ;ið fjölskyldan hjálpist (ill að við undirbúninginn. „Eg hlakka mikið til femiing- arinnar, og er spennt að vita Itvað égi'æ í fenningatgjöf‘, segir Helga en tekur fram að hún fennist nú ekki bara vegna pakkanna heldur sé hún líka að staðfesla skímina og játa trú sína á Jesú Krist. „Eg myndi ömgglega fennast þó að ég fengi engar gjafir." Finnst þér femiingarfræðslan hal'a styrkt þig í trúnni? „Já, eilthvað aðeins en ég vissi samt llest áður. Aðuren ég byrjaði í fenningarfræðsl- unni þá fór ég einstöku sinn- um í kirkju. Eg veit ekki hvort ég fari oftar í kirkju eftir fenningu, kannski ef það verður tími til", segir Helga en hún hefur mjög ákveðnar skoðanir á messufonninu. „Mér finnst að presturinn niegi tala minna og lögin vera skemmtilegri, allavega sunt." skírnarskipuninni, „að kenna mönnum að halda það sem hann hefur boðið“ og þau um- mæli hans hafa verið tekin sem bein fyrirmæli um fermingu og fermingarundirbúning. Að kenna fermingarbörnum að rækja bænalffið er afar mikil- vægt og eitt besta veganesti fyrir þau út í lífið. Við höfum heyrt talað um að virkja fossinn eða jarðhitann í Svartsengi, en hér er átt við að virkja krafta og áhuga ferming- arbarna til þátttöku og starfa innan kirkju og í þjónustuverk- efnum hennar. Það þarf að kalla þau til ábyrgðar gagnvart Guði, náunganum og sköpun- inni eða lffinu almennt. Kirkjan á að spyrja sig að því við aldarhvörf hvernig hún ætlar að leiða ungu kynslóðina inn f nýja öld? Það þarf að efla trúarlegan, siðferðilegan og að sjálfsögðu vitsmunalegan þros- ka unglinganna og stuðla þan- nig að alhliða mótun þeirra, án þess að um einhliða áherslu á kennisetningar sé að ræða. Al- hliða persónumótun hefur illu heilli verið vanrækt. Það þarf að hjálpa unglingunum að finna sig í lífinu og leyfa þeim að bera fram þær spumingar sem brenna á þeim við þær að- stæður sem þeir em að takast á við. Við fáum hreinskiptin svör frá þeim um að það sé erfitt að vera unglingur í dag. Síðast en ekki síst þarf að kenna þeim að velja og hafna. En fermingarundirbúningur er ekki bara kröfur. Æskufólk á sinn málsvara í Jesú. Hann er þeirra fyrirmynd og hjá honum er fyrirgefningu að finna. Ungt fólk þráir einfaldleika og sann- leika, sem er fólginn í fólki og lifuðu lífi og það er gaman að geta þess að hópar æskufólks sýna leiksýningar í tengslum við kristnihátíðarhöldin um þessar mundir. Þau leggja sjálf til mála. Fermingarböm þurfa ávallt að njóta umhyggju safnaðarins, þess safnaðar sem þau urðu hluti af við skímina. Þar eiga þau athvarf alla tíð. Það er þörf á sjálfsgagnrýni kirkjunnar þegar fermingarstörfin em tek- in til endurskoðunar, þannig að leitað sé lausna á vandamálum. Fermingarundirbúningurinn gefur kirkjunni einstakt tæki- færi til þess að ná til æskunnar í dag og það er hlutverk hennar að hjálpa æskufólki að lifa kristilegu lífi. Það gerist í söfn- uðinum, við guðsþjónustur, með uppfræðslu, viðræðum og í æskulýðsstarfi, sem verður aukið verulega í Keflavíkur- sókn á komandi vetri. Það er brýnt að hlú að líkama, sál og anda æskufólks á íslandi, því það er framtíð þjóðarinnar. Markmið fermingarstarfanna er að glæða þannig trúar- og sið- gæðisvitund fermingarbarn- anna og hjálpa þeim að lifa sínu trúarlífi í því frjálsa samfé- lagi sem kirkjan á að vera, án þess að um sé að ræða nokkra þvingun. Einnig er brýnt að hjálpa þeim að feta sig áfram í lífinu, kenna þeim að taka bæði meðlæti og mótlæti, sem er ein mikilvægasta lexía lífsins og nýta hæfileika sina og þau tækifæri sem bjóðast þeim sjálfum til blessunar og Guði til dýrðar. Eg vil að lokum óska öllum fermingarbörnum sem ganga til fermingar árið 2000 innilega til hamingju. Séra Ólafur Oddur Jónsson Fermingarfræðslan er góð -segir Sævar Magnús sem fermist 9. apríl Éjjjjjjjjjk lls i-'narjsson ætlar að ferm- ast til að stað- festa skírnarheitið og segir gjafirnar ekki vera aðal mál- ið, þó að hann hafi svo sem ekkert á móti þeim. ,Æg fermist kl. 11 um morgun- innn og fer svo strax eftir at- höfnina til ljósmyndara. Að myndatöku lokinni förurn við upp í Bláa lón þar sem veislan verður haldin, en ég held veisl- una með Sigurrós Osp, frænku minni“, segir Sævar Magnús og viðurkennir að hann hlakki óskaplega mikið til. Sævari finnst fermingarfræðsl- an hafa verið mjög góð og seg- ir að hún hafi staðfest þær hug- myndir sem hann hafði um trúna. „Yið fórum í fermingar- ferðalag í Vatnaskóg í haust og gistum eina nótt. Síðan fómm við í bíó á myndina Englar al- heimsins og borðuðum pizzu saman", segir Sævar og það er auðheyrt að hann er ánægður með fermingarfræðsluna. Sævar segist alltaf hafa farið í sunnudagaskóla þegar hann var lítill og eftir að hann varð eldri hefur hann verið duglegur að fara með yngri bróður sinn þangað. „Uppáhalds orðin mín úr Biblíunni em „Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf (Jóh. 3:16).“ Lærdómsrík svik Júdasar -segir Konráð Haraldsson sem fermist 20. apríl Konráð Har- uldsson fer- mist í Kefla- víkurkirkju þann 20. apr- fl. Hann hlakkar mikið til fermingar- dagsins en hann segist vera alinn upp í trú á Guð og Jesú Krist. „Þegar ég var lítill fór ég alltaf í sunnudagaskólann en ég er löngu hættur því. Mér finnst ekkert voðalega gaman að fara í kirkju því það er stundum erfitt að skilja hvað presturinn er að meina. Eg myndi vilja hafa poppmessur oftar fyrir krakka en ég myndi ömgglega fara á þær“, segir Konráð. Konráð viðurkennir að hann yrði eflaust svolítið svekktur ef hann fengi engar gjafir, en hon- um finnst þær samt ekki skipta öllu máli. „Eg er búin að bjóða um 180 manns til veislu í KK- húsinu á fermingardaginn. Við verðum með mat lyrir gestina og svo kaffi á eftir." Konráði finnst fermingar- fræðslan hafa styrkt sig í trúnni og lærdómsríkasta sagan, að hans áliti, er þegar Júdas sveik Jesú. „Núna veit ég að ekki er hægt að treysta öllum. Maður heldur kannski að einhver sé góður, en svo er hann bara vondur. Uppáhaldsdæmisagan mín er samt sagan um Jesú þegar hann breytti einu brauði í mörg og mettaði allt fólkið." 10

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.