Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 27.04.2000, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 27.04.2000, Blaðsíða 10
Nikkelsvæðið er okkur tíl skammar! Annað slag- ið höfum við heyrt yfirlýsingar bæjarstjór- ans um að alveg á næstunni verði ráðist í að þrífa draslið af þessu svæði, en ekkert hefir orðið úr fram- kvæmdum. Þarna er besta byggingarlandið innan bæjar- markanna og skortur er á lóðum. Bærinn er þaninn upp um holt og móa þar sem kosn- aður við hoiræsalagnir er margfaldur miðað það sem hann yrði á þessu svæði, en út yfir allt tekur sú sjónmengun, sem við blasir á Nikkel- svæðinu. Nokkra olíutanka tókst að losna við þegar þeir voru gefnir. Þegar framsóknar- manni, var plantað í for- mennsku í Sölunefnd vamar- liðseigna, krafðist hann þess að nefndin fengi tankana til um- ráða því hún hyggðist selja þá, síðan heftr enginn tankur farið. Olíuleiðslumar hljóta því líka að tilheyra nefndinni. Sam- kvæmt því mætti ætla að beinast legði við að krefjast þess af Sölunefndinni að hún hirti þett góss sitt, ella geri bærinn það á hennar kosnað. Endalaust þras um mengun- arrannsóknir hafa staðið í vegi fyrir að bærinn yfirtaki þetta land, en hvað ætla menn að fá út úr slíkum rannsóknum, taki ekki við þras um áreiðanleika niðurstöðunnar og meiri dráttur á að landið verði nýtt. Þegar hefur verið byggt þar sem kun- nugir telja mest hafa farið niður af olíu og öðrum eiturefnum. Mannvirki eru þegar komin yfir nokkuð af leiðslunum, nokkuð mun aldrei hafa verið notað og enn em á lífi nokkrir fyrrum starfsmenn Olíufélagsins, sem upplýst gætu að hve miklu leiti leiðs- lurnar voru tæmdar á sínum tíma. Stolti meirihlutans í Reykja- nesbæ, fótboltahöllinni, var dengt niður í meint „mengun- arsvæði“, þangað á æskan að sækja hollustu, fjör og þrótt og mun væntanlega gera það hvað sem öllu mengunarkjaftæði líður, en umhverfið gæti meng- að hugarfarið. Mál er að þessu mgli linni og næsta víst er að jarðvegi þama verður að mestu ekið burt þegar gatnagerð og bygging- aframkvæmdir hefjast. Fótboltahöllin verður væntan- lega fjölsóttasti staðurinn í Reykjanesbæ í framtíðinni. Við öllum sem þangað koma blasir þessi óhugnaður. Ef halda á áfram að þrasa um mengun á Nikkelsvæðinu verður tafar- laust að fjarlægja girðingar, tankana og annað drast, sem er ofanjarðar og sá síðan í svæð- ið. Þannig mætti bjarga útlitinu næstu ár. Jón Baldvin sá til þess að vamarliðið kostaði nýa vatns- veitu fyrir okkur og það svo ríflega að afgangurinn hefði nægt fyrir rannsóknum allra sérfræðinga á hugsanlegri mengun en ráðamenn, kusu að eyða afgangnum í sín gælu- verkefni Miðað við hvemig þessi mál hafa gengið er tímabært að fara að snúa sér að vamarliðinu og krefjast þess að það afhendi „Patterson" svæðið, upp af Fitjunum, sem á sínum tíma var frá tekið fyrir skotfæra- geymslur, þar hafa engin skot- færi komið í áraraðir. Þar ætti að verða næsta byggingarland okkar. Mál er að ræða við vamarliðið um að það standi ekki í vegi fyrir vexti bæjarinns, mestar líkur eru á að þeir skilji slík rök, en sífellt nöldur um pen- inga fýrir meint tjón, hafa þeir væntanlega skömm á og þá alveg sérdeilis þegar þeir telja sig þegar hafa bætt „tjónið" og vel það. Ólafur Björnsson llf.Í S Daglegar fréttir frá Simirnesjum. r ■ Fráveituframkvæmdir í Reykjanesbæ: Reykjanesbær tekur 250 mi hjá Norræna Qárfestingabs - Heildarkostnadur við framkvæmdirnar um 1.200 mili Reykjanesbær og Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) undirrituðu í fyrradag lána- samning vegna fráveitu- framkvæmda í Rcykja- nesbæ. Eilert Eiríksson, bæjarstjóri undirritaði fyrir hönd bæjarsjóðs og Jón Sigurðsson, bankastjóri NIB og fyrrverandi ráðherra fyrir hönd NIB. Einnig var undirritaður samningur milli NIB og íslundsbanka, en Islandsbanki inun annast aiia umsýslu með láninu. Þann samning undirrituðu Jón Sigurðsson og Una Steinsdóttir, útibústjóri. Lánið nemur 250 milljónum króna til 12 ára, en það er tekið í evrum. Vextir á evruna eru 3,9% auk álags, sem er 0,52%, en það gerir 4,45%. Fyrrgreint lán er tekið vegna fráveituframkvæmda, sem skiptast í tvo áfanga. Sá fyrri er Njarðvíkurhverfi og Vam- arliðssvæðið, en sá síðari er Keflavíkur- og Hafnahverfi. Samningar náðust við vamar- liðið árið 1998, um gerð nýs fráveitukerfis sem tengist að hluta fráveitukerfi Njarð- víkurhverfis og eru fram- kvæmdir þess hluta vel á veg kontnar. Samkomulagið bygg- ist á gerð dælu- og hreinsi- stöðvar, sem og 850 metra útrásar út frá Kirkjuvík í Ytri- Njarðvík. Gert er ráð fyrir að allar útrásir Njarðvíkurhverfis verði tengdar þessari stóru útrás, sem dælir frárennslinu út fyrir það svæði sem meng- un gæti orðið á. Heildarkostnaður við frant- kvæmdirnar er áætlaður um 1.200 milljónir króna, sem skiptist þannig að Vamarliðið greiðir 52,03% en Reykja- nesbær 47,97%. Vegna þessara framkvæmda ákvað bæjarstjónin árið 1997 að leggja á tímabundin frávei- tuskatt að upphæð kr 6.000 á hvert fasteignanúmer. Skattur þessi færir sveitarfélaginu urn 25 milljónir króna í tekjur á ári. Rannsóknastofa Heilbrigðisstofnunar Suðurne Stærri rannsóknastofa Eitt af því sem ákveðið var eftir sameiningu Heilsugæslu- stöðvarinnar og Sjúkrahússins 1998 var að Rannsóknastofan yrði færð undir skipurit heilsu- gæslusviðs Heilbrigðisstofn- unar Suðumesja. Og hlýtur það að teljast eðlilegt með tilliti til þess að 80-90% af starfsemi hennar er samkvæmt beiðnum frá læknum heilsugæslusviðs. Þó í sjálfu sér breyti það engu um starfsemina, en tengi okkur meira stefnumótun heilsu- gæslusviðs en verið hefur. Rannsóknastofan verður færð í nýju D-álmuna á næsta ári í mun stærra rými og betri að- stöðu til móttöku, og verður það okkur vonandi hvatning til að veita betri þjónustu. Um það leyti er Kristján heitinn Sigurðsson tók til star- fa sem yfirlæknir hér, var hann aðal hvatamaður að stofnun Rannsóknastofunnar, en það vom mjög skiptar skoðanir um gagnsemi þess á þeim tíma, jafnvel meðal læknanna (sem vom að vísu mjög fáir þá). En starfsemin hefur aukist og breyst í gegnum tíðina, með stöðugt betri tækni og endur- nýjun á tækjakosti, en þar hafa líknarfélög og velunnarar átt stóran hlut í uppbyggingu og eiga þeir þakkir skild- ar. Okkar stefna er að reyna að veita sem besta þjón- ustu í heimabyggð, s.s. að gera sem flestar gerðir af rann- sóknum á staðnum, og senda sem minnst frá okkur nema helst þær rannsóknir sem eru sjaldan gerðar og ekki hag- kvæmt að leggja í að gera hér. Hér starfa 3 meinatæknar í heilum stöðugildum og taka á móti fólki í sýnatökur milli kl 8,30 og 9,30, auk þess sem verið er að taka við bráðatilfell- um beint ffá læknunum eins og til fellur það sem eftir er dags- ins. Einnig er sér móttaka á Rannsóknastofu í Grindavík á mánudögum og fimmtudögum fyrir hádegi. Þá eru bakvaktir utan dagvinnutíma alla daga til miðnættis, en ekki um nætur. Við gerum allar algengustu rannsóknir í blóðmeinafræði, meinefnafræði og sýklafræði, en sendum til Reykjavíkur allar hormónamælingar og ónæmis- og veirurannsóknir, svo og blóðbankarannsóknir, auk lyfjamælinga og annarra tilfallandi mælinga. Við erum í samvinnu við Landsspítalann í Fossvogi og er yfirlæknirinn á rannsókna- deildinni þar, Isleifur Olafsson okkar ráðgefandi læknir og kemur hingað til skrafs og ráðagerða af og til og lítur yfir niðurstöður úr gæðakontroli sem við tökum þátt í mánaðar- lega. En það sýnir gæði okkar rannsókna-niðurstaðna miðað við margar aðrar rannsóknasto- fur. Stefnt er að því að við verðum þáttakendur í tölvu- væðingu rannsóknastofa, á árinu vonandi, það ætti að gera fljótlegra og auðveldara að koma rannsóknaniðurstöðum til skila. Bráðaþjónustan er að sjálf- sögðu mest við sjúkrahús- sviðið-Skurðstofuna-Almennu deildina og Fæðingardeildina. 10

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.