Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 27.07.2000, Side 14

Víkurfréttir - 27.07.2000, Side 14
r ERSTUÐIMIIMGURIIMIM? Þetta er spurning sem gaman væri að fá svar við. Nú í sumar hefur aðsókn að leikjum Keflavíkur verið mjög dræm hér heima og veldur það mér mikl- um vonbrigðum. Heimavöllur með góða hvatningu er eitt það sterkasta sem nokkuð félag getur átt. í gegnum tíðina hafa flest lið hræðst að koma til Keflavíkur og var það ekki bara vegna þess hversu gott lið við höfðum á að skipa heldur vegna áhorfenda sem studdu liðið mjög vel. Er þetta búið? Hér um árið þegar við spiluðum tvívegis gegn IBV í bikarnum var stuðningurinn það mikill að við yfirgnæfðum adstæðingana. Já, þá var gaman að vera Keflvíkingur. Stuðningur á útivöllum er oft meiri en heima t.d gegn KR í Laugardal nú í sumar enda unnum við. Næsti heimaleikur Keflavíkur er ein- mitt gegn ÍBV þann 3. ágúst og þá gefst okkur tækifæri á að sýna þeim að við höfum engu gleymt og yfirgnæfum þá bæði á áhorfendastæðum sem og á leikvelli því að ég veit að strákamir okkar eflast þegar þeir heyra í ykkur góðir stuðnings- menn. Keflavík leikur í átta-liða úrslitum coca cola bikarsins þann 12. ágúst og þar geta stuðningsmenn hjálpað til við að komast áfram og síðan áfram á Laugardalsvöliinn í haust, því að við vitum hversu skemmti- legt er að spila til úrslita. Eg vil hvetja foreldra barna í yngri flokkum Keflavíkur til að fjöl- menna á leiki því enginn veit hvenær þeirra bam spilar í efstu deild. Svona í lokin vil ég rifja upp hversu gaman mér þótti að sjá gömlu meistarana úr Keflavík koma á völlinn nú í vor og vildi ég gjarnan sjá gamla leikmenn liðsins koma oftar á völlinn. Keflavík á tindinn Einar Helgi Aðalbjörnsson. Góður Reynissigur Reynismenn unnu mikilvægan sigur baráttunni um sæti í úrslitum þriðju deildar karla í knattspyrnu sl. föstudag þegar þeir lögðu IH að velli í Sand- gerði með 5 mörkum gegn 1. Gestimir skorðuð eina mark fyrri hálfleiks og voru yfir 1 -0 þegar blásið var til þess síðari. Reynismenn tóku heldur betur við sér í seinni hálfleiknum og skoruðu 5 mörk. Ari Gylfason skoraði 3, Bjarki Dagsson 1 og Guðmundur Skúlason I. A síðustu mínútu leiksins varði Eyþór Örn Haraldsson varamarkvörður Reynis vítaspymu á glæsilegan hátt. Reynismenn sitja nú í öðru sæti B-riðils þriðju deildar með 18 stig, jafnt og Haukar sem eru með eins marks forystu í efsta sætinu og eiga leik til góða. Þrenna hjá Snorra Njarðvíkingar eru nú með 7 stiga forystu í A-riðli 3.deildar eftir 7- 0 sigur á liði Bruna, sem er í öðru sæti riðilsins. Yfirburðir Njarðvíkurliðsins voru algjörir og sýndu þeir frábæra takta í stórskemmtilegum leik sl. föstu- dag. Snorri Már Jónsson kom með frábærum hætti inn í liðið og setti þrennu í sínum fyrsta leik, Sævar Eyjólfsson skoraði 2 mörk, Óskar Haukson skoraði 1 og eitt markið var sjálfsmark. Njarðvíkingar eru með 26 stig, Bruni sem em í öðm sæti er með 19 stig , Fjölnir og HSH em jöfn í þriðja sæti með 16. Nú fyrir stuttu var Óskar Öm Hauksson leikmaður mfl. Njarðvíkur valinn í 16 ára landslið íslands sem tekur þátt í Norðurlandamótinu. Víðir í fjórða sæti Víðir Garði er í fjórða sæti annarrar deildar karla í knatt- spymu með sautján stig að 10 umferðum loknum. Víðismenn léku gegn Leikni, sem er í 7. sæti deildarinnar sl. fimmtudag og gerðu liðin jafn- tefli 1-1. Mark Víðismanna skor- aði Bergur Eggertsson. Fimm gul spjöld fóm á loft í leiknum, þar af þrjú til Víðismanna. Tveir í landsliöinu Tveir leikmenn af Suðumesjum hafa verið valdir í íslenska landsliðið sem mætir Möltu á Laugardalsvelli í kvöld kl. 20.00. Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Keflvíkinga og Ólafur Öm Bjamason frá Grindavík, em í landsliðshópi Atla Eðvaldssonar að þessu sinni. Ólafur Örn hefur þrisvar sinnum áður verið í íandsliðinu, en Gunnleifur er að stíga sín fyrstu spor á þeim vettvangi. Gunnar efstur Um síðustu helgi fór fram fjórða stigamót sumarsins í torfæru og gaf það stig bæði í Islands- og heimsbikarmótunum. Suðurnesjamaðurinn Gunnar Gunnarsson, vann flokk götubfla og er efstur að stigum á Islandsmótinu, en deilir efsta sætinu í heimsbikarmótinu með Asgeiri Jamil Allanssyni. Tveir aðrir Suðurnesjamenn kepptu á mótinu um síðustu helgi, en það eru þeir Páll Antonsson og Gunnar Asgeirsson og keppa þeir báðir í flokki sérútbúinna bíla. Þeir komust ekki á verðlaunapall en enduðu um miðjan hóp. Sundnámskeið Sunddeildar Keflavíkur Innritun á sundnámskeið SunddeildarKeflavíkur fer fram 31. júlí og 1. ágúst, kl. 17.00-19.00 í K-húsinu, Skólavegi 32 eh. Kennt verður í Heiðarskóla. Kennari: Ólafur Þór Gunnlaugsson. Námskeiðið er 15 dagar og Verð 14 Vís sigur Guðlaugs á Sjóvá-Almennra mátinu Hvert niótið hefur rekið annað hjá Golfklúbbi Suðurnesja að undanförnu. Hér konia úrslit úr þremur síðustu. Hjóna- og parakeppnin Besta skor: Þorsteinn Geirharðsson og Rut Þorsteinsdóttir 83 högg Úrslit m/ forgjöf 1 .Ingibjörg Bjamadóttir og Einar Magnússon 71 högg 2. Ema Guðlaugsdóttir og Hjörtur Kristjánsson 73 högg 3. Valdís Valgeirsdóttir og Rúnar Valgeirsson 76 högg 4. Þorsteinn Geirharðsson og Rut Þorsteinsdóttir 76 högg 5. Hafdís Ævarsdóttir og Pétur Már Pétursson 76högg Islandsbankamót 18. júlí Karlar An forgjafar 1 .Davíð Jónsson 76 - 2Ævar Pétursson 80 3. ÞórhallurÓskarsson 84 Úrslit nieð forgjöf: 1. Ríkharður íbsen 69 2. Geirmundur Sigvaldason 75 3. Adolf Sveinsson 77 Konur - Besta skor - yaldís Valgeirsdóttir 102 högg Úrslit með forgjöf: 1. Helga Sveinsdóttir 69 2. Elín Gunnarsdóttir 72 3. Hulda Guðmundsdóttir 77 Unglingar Besta skor Torfi S. Gíslason 78 Úrslit með forgjöf: 1. Þór Harðarson 69 2. Gunnar Þ. Ásgeirsson 72 3. Björgvin Sigmundsson 77 Sjóvá-Almennra mótið Punktakeppni með forgjöf 1. Guðlaugur Guðlaugsson 42 2. Jón Skarphéðinsson 40 3. Davíð Öm Óskarsson 40 4. Ragnar Már Ámason 40 5. Einar Aðalbergsson 39 Guðlaugur H. Guð- laugsson kom sá og sigraði á Sjóvá- Almennra stigamót- inu hjá GS í tyrradag. Fjölskylda Guðalaugs hefur verið tengd VIS tryggingafélaginu um árabil og því þótti sigur hans á Sjóvá- ^ Almennra mótinu . a skemmtilegur. ™ Þrjár efstu í kvennaflokki í Íslandsbanka-FBA mótinu með Sævari Péturssyni frá Íslandsbanka-FBA. F.v. Elin Gunnarsdóttir, Helga Sveinsdóttir og Valdís Valgeirsdóttir.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.