Víkurfréttir - 18.01.2001, Síða 10
BORGARAFUNDUR UM REYKJANESBRAUTINA:
Munum leggjast á
skofluna meö Stunlu
Þegar þingmcnn voru búnir aú flytja ávörp sín opnaöi
fundarsfjóri, Sigmundur Iírnir Kúnarsson fyrir spurn-
ingar úr sal. Hér á eftir verða raktar nikkrar fyrirspurnir
fundargesta og svör þingmanna og vegamálastjúra, Helga Hall-
grímssonar.
Eru mannslíf mctin þegar förgangsröðun verkefna fer fram?
Helgi Hallgrímssun, vegamálastjóri: „Við tökum tillit til hættulegra
vegakafla, þegar mat er lagt á nauðsyn framkvæmda. Einnig er lagt
mat á arðsemi vega en það eru margir þættir sem koma inn þegar
forgttngsröðun fer fram.
Er hagt að flýta framkvæmdum með fánsfé?
Sturla: „Við gerum ekki ráð fyrir lánurn inní vegaframkvæmdum og
lög gefa lítið svigrúm til þess. Nú er ekki gert ráða fyrir að taka stór
lán l'yrir ulan það fjármagn sem vegasjóður hefur yfir að ráða.“
Hvers vcgna er niiöaö við sólarhring en ekki álagstíma, þegar
afkastagcta Reykjanesbrautar er mæld?
Helgi: „Við notum tværaðferðir til að meta álag. Þjóðvegireru
tnældir yfir sólarhring en teknir eru toppar á álagstímum á vegum í
borginni. Á Reykjanesbrautinni eru lieldur meiri toppar en í þjóð-
vegakerfinu. en við notum samt sem áður sólarhringsmælingu því
að toppamir eru ekki það miklir að þeir skekki mælinguna."
Vitum viö hvar hættulegasti vegakafli landsins er?
Helgi: „Á hverju ári gerum við lista yfir hættulegastu vegi landsins.
Hægt að bæta vegakafla eftir þeim listum. Reykjanesbraut er ekki
ein af hættulegustu vegum landsins. Tíðnin slysa er undir landsmeð-
altali þó að slysin séu mörg héma.“
Nú á að auka atkastagetu flugstöðvarinnar, hef'ur verið gerð
könnun um aukið álag á Brautina?
Sturla: „Ekki hefur verið gerð sérstök könnun en við gemm ráð fyrir
aukinni umferð vegna stækkunar flugstöðvarinnar."
Breytist eitthvað ef Reykjavíkurflugvöllur verður
lagður niður?
Sturla: „Flutningur flugvallarins breytir engu um framkvæmdir við
Reykjanesbraul. Reykjavíkurflugvöllur verður þar sem hann er
næstu árin, allavega lil ársins 2015 og við getum ekki beðið eftir
hvað þeir gera nteð hann.“
Er hægt að einkavæða Brautina og drífa þetta af í hvelli, sbr.
Hvalfjarðargöng?
Ámi M: „Nei, held að það komi ekki til greina og flýti ekki fyrir
lausn málsins. Sú aðferð tekur alveg jaln langan tíma, þ.e. hönnun,
umhverfismat og bygging brautarinnar."
Hjálmar: „Tryggingafélög ráða yfir digrum sjóði, því skildu þau
ekki leggja fram flýtingafé? Mér finnst að við ættum að skoða það
alvarlega.“
Verður verkinu flýtt til 2004?
Helgi: „Framkvæmdalega séð er hægt að flýta því um eitt ár (þ.e. frá
2006-2005), en það eru ennþá lausir endar í tnálinu, sérstaklega
Hafnarfjarðarmegin."
Sturla: Eg hef þegar líst því hvemig ég vil vinna að þessu máli en
það verður boðið út á næsta ári, þ.e. leiðin frá Kúagerði að Hafnar-
firði. Skynsamlegast er að vinna þetta þannig að þegar tilboðin
liggja fyrir og endurskoðun á vegaáætlun, þá verði tekin ákvörðun
um framkvæmdahraða. Eg vil ekki gefa frekari yfirlýsingar en við
ljúkum fyrsta áfanga örugglega 2004. Svo kemur það bara í ljós ef
verktakar geta unnið verkið hraðar.“
Arni Matthiesen Jlutli lokaord og sagði:
„ Niðurstaða fundarins er sú að tvöfóldun hefjist árið 2002 og þing-
menn fengu það verkefni að flýta tvöföldun frá 2006 til 2004. Við
getum ekki lofað árangri en munum leggjast á skófluna með Sturlu
lil að verkið verið að veruleika.
Pðlitískur vilji fyrir
að flýta tvöföldun
Borgarafundur um flýt-
ingu á tvöföldun
Reykjanesbrautar
var haldinn í Stapa í Njarð-
vík sl. fimmtudagskvöld. Um
þúsund manns mættu á
fundinn og fór hann í alla
staði vel fram.
Fundarmenn lögðu fram
ályktun sem var samþykkt.
Þar er skorað á stjórnvöld að
taka tvöföldun Reykjanes-
brautar fyrir við endurskoð-
un vegaáætlunar nú í vor og
flýta framkvæmdum miðað
við núgildandi vegaáætlun.
Miðað er við að verkinu ljúki
á næstu fjórum árum. „Leit-
að verði leiða til að fjár-
magna verkið utan vegáætl-
unar eins og góð fordæmi eru
fyrir í íslcnskri vegagerð“,
eins og segir í lokaorðum
áiyktunarinnar.
Fundurinn hófst á því að
Steinþór Jónsson bauð gesti
velkomna og opnaði fundinn.
Sturla Böðvarsson sam-
gönguráðherra, Árni John-
sen formaður samgöngu-
nefndar Alþingis og þing-
nienn kjördæmisins Hjálmar
Árnason (B), Sigríður Jó-
hannesdóttir (S), Kristján
Pálsson (D), Árni Ragnar
Árnason (D)og Árni
Mathiesen (D) fluttu stutt
ávörp í upphafi fundarins og
svöruðu síðan fyrirspurnum
úr sal. Fundarstjóri var Sig-
mundur Ernir Rúnarsson og
stjórnaði hann fundinum af
mikifli röggsemi. Helgi Hall-
grímsson, vegamálastjóri sat
einnig fyrir svörum.
Þingmenn voru sammála um
að pólitískur vilji væri hjá
öllum þingmönnum fyrir að
verkinu yrði lokið sem fyrst.
Sumir nefndu ártalið 2004 en
aðrir vildu gefa sem fæstar
yfirlýsingar en lofuðu að gera
sitt til þess að Ijúka tvöföldun
Brautarinnar á sem
skemmstum tíma.
Óskaverkefni hvers verktaka
Ég vil byrja á því að þakka fiindarbjóöendum fyrir
góðan fund en undirbúningur fyrir hann hefur verið
til fyrirmyndar. Ég vil einnig lýsa yfir mikilli
ánægju minni með fjölmennið sem var á fundinum.
Það sýnir svo ekki verður um villst að Suðumesja-
menn standa saman þegar á reynir.
Umferðaröryggismál hafa verið mjög í brennidepli
undanfarið og hefur umræðan að mínu áliti leitt til
meiri aðgætni ökumanna við aksturinn en áður.
Þessa miklu umræðu má ekki hvað síst þakka jreim
hópi sem risið hefur upp hér á Suðumesjum til að
knýja áfram tvöföldun Reykjanesbrautarinnar. Ég
vil fagna þessum liðsstyrk sem með markvissum
málflumingi gemr skapað þann þrýsting sem þarf,
til að sú niðurstaða náist sem flestir landsmenn
styðja.
Á vorþingi 1999 var samþykkt á Alþingi langtíma-
áætlun í vegagerð þar sem verkefnið tvöldun
Reykjanesbrautarinnar er viðurkennt í fyrsta sinn.
Síðan hefur verið unnið samkvæmt þeirri áætlun og
svo vegaáætlun til 5 ára. Ýmsir merkir áfangar hafa
náðst með þessum áætlunum sem ástæða er til að
fagna. Það segir aftur á móti ekkert um það hvað
megi gera betur á næstu áætlun og hve mikinn
hraða mætti setja í jretta verkefni miðað við stöðu
annarra verka. Að mati Vegagerðar ríkisins þá fer
verkhönnun Reykjanesbrautar sunnan Hafnarfjarðar
fram árin 2001-2002 og upphaf framkvæmda
verður árið 2002.
Ég hef kannað hversu hratt mætti fara í þetta mál ef
nægir peningar væru til staðar. Að mati forstjóra
stærstu verktakafyrirtækja landsins Islenskra
aðalverktaka hf. og Istaks hf. þá er tiltölulega
auðvelt að ljúka þessu verki frá Hafnarfirði til
Reykjanesbæjar á einu ári eða svo en þeir hafa leyft
mér að hafa þetta eftir sér opinberlega. Jónas
Fnmannsson forstjóri Istaks tók svo sterkt til orða
að segja þetta óskaverkefni hvers verktaka að Ieggja
veg utan þéttbýlis á tiltölulega sléttu landi og á
láglendi. Þar að auki væri þetta tæknilega auðvelt
verkefni miðað við mörg önnur.
Ágætu Suðumesjamenn. Þegar svona umræða fer
af stað er nauðsynlegt að hún geti leitt til einhverrar
niðurstöðu. Það er hægt að deila um aðferðir,
dagsetningar, úthlutun fjármuna o.s.frv. í þetta
verkefni. Ég ætla ekki að gera það í þessu stutta
ávarpi mínu. Ég vil samt upplýsa það að ég hef
skrifað sem stuðningsmaður undir markmið og
væntingar áhugahóps um örugga Reykjanesbraut
eins og þau eru þar sett fram. Þau markmið falla
ágætlega að mínum eigin hugmyndum. Ég mun því
vinna að því af alefli að verkið verði allt á vega-
áætlun 2002-2006 og að því ljúki árið 2004. Með
þeim stuðningi sem þessi fundur sýnir og með
vinnu aðgerðarhópsins hér heima trúi ég því að það
takist.
Kristján Pálsson alþingismaður
10