Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.01.2001, Side 11

Víkurfréttir - 18.01.2001, Side 11
BORGARAFUNDUR UM REYKJANESBRAUTINA: i I Samgönguráðherra á borgarafundinum í Stapa: Gætum haflð fram- kvæmdir á næsta ári Sturla Buðvarsson, sam- gönguráðherra var fyrstur á mælendaskrá. Hann sagðist ckki geta gefið nákvæmar tímasetningar um upphaf og lok verksins, en nefndi að ef allt færi að ósk- um gæti verkhönnun hafíst í lok þess árs eða byrjun árs 2002. ViQamikil! undirbúningstími Sturla útskýrði það ferli sem yrði að fara frani áður en að tvöföldun kæmi og lagði áherslu á að undirbúningstími slíkrar framkvæmdar væri viða- mikill. Niðurstaða Skipulags- stofnunar á að liggja fyrir í þessum mánuði og matsskýrsl- an í febrúar. Almenningur getur komið með athugasemdir varð- andi skýrsluna fram til apríl en endanlegur úrskurður Skipu- lagsstofnunar ætti þá að vera kominn í maí á þessu ári. Mögulegur úrskurður umhverf- isráðherra gæti legið fyrir í ágúst. „Ef allt fer að óskum gæti verk- hönnun hafist í lok þess árs eða byrjun árs 2002. Verkið verður boðið út á evrópska efnahags- svæðinu og upphaf fram- kvæmda gæti orðið 2002 en ég get ekki gefið nákvæmar tíma- setningar á þessu stigi", sagði Sturla. Vantar enn tæpa 2 milljarða Sturla nefndi nokkrar tölur um kostnað í sambandi við leiðina frá Hafnarfirði að Fitjum í Njarðvík, en vegalengdin sem um ræðir er 24 km. Kostnaður við tvöföldun á þcssum vegar- kafla er 2,3 milljarðar króna en til að dæmið gangi upp þá vant- ar enn 1,7 milljarð króna að sögn Sturlu. Samgönguráðherra benti einnig á að mikilvægt væri að bæta umferðannenninguna, ef slysa- tíðni ætti að lækka. „Almenn löggæsla á Brautinni hefur j>eg- ar verið stóraukin og við ætlum okkur að auka öryggisgæslu á meginþjóðvegum landsins. Einnig verður eftirlit með hraðakstri hert en ég tel að hægt sé að draga úr ökuhraða, jafnvel lækka löglegan hraða úr 90 km/klst í 80 km/klst.“ Verktakar fengu óvæntan liðsauka Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra fékk for- láta skóflu afhenda í lok fundarins, sem var að sögn ætluð til að nota við fyrstu skóflustunguna að tvöföldun Reykjanesbrautarinnar. Tvær skóflustungur Það var Steinþór Jónsson sem af- henti Sturlu skófluna með eftir- farandi orðum: „Ég vil biðja samgönguráðherra, Sturlu Böðvarsson, að veita þess- ari skóflu viðtöku í þeirri von að hún megi nýtast sem fyrst við fyrstu skóflustunguna við tvö- földun Reykjanesbrautar. Fyrir hönd borgarafundarins - gjörðu svo vel. Eg vona við að þú takir við það tækifæri vel á því - tvær skóflustungur í það minnsta - þörfin er mikil." Magnað áhald Fundargestir klöppuðu ákaft þeg- ar Steinþór hafði lokið málið sínu. Sturla þakkaði fyrir magnað áhald og sagði að verktökum hefði hér með bæst mikill liðs- Steinþór afhendir Sturlu áletraða og krómaða skóflu til að taka fyrstu skóflustunguna við tvöföldunina. auki. Vöktu þessi orð samgöngu- ráðherra talsverða kátínu. „Ég er reiðubúinn til að taka á móti for- svarsmönnum áhugahóps um tvöföldun Brautarinnar 22. janú- ar en þann dag opnast einmitt til- boð í mislæg gatnamót við Ný- býlaveg, Breiðholtsbraut og Reykjanesbraut. Sá hluti er kostnaðarsamasti áfanginn á þessari leið. Ég þakka fyrir gjöf- ina og verið velkomin 22. janú- ar“, sagði Sturla. Þess má geta að blaðamaður VF mætti Sturlu á ganginum að fundi loknum og hélt hann þá enn sem fastast um skófluna sína. Sameinaðir stöndum vér - sundraðir föllum vér Kœru Suðumesjamerm, il hamingju nieð borg- arafundinn í Stapa þann 11. janúar s.l. Fyrstu orðin sem komu upp í hugann eftir fundinn er sam- heidni og þakklæti en sam- kvæmt okkar upplýsingum var hér um að ræða einn stærsta borgarafund fyrr og síðar og þurftu margir frá að hverfa. Þaö eitt og sér styður málefnið gríðarlega og sýnir einstakan samhug okkar Suðurnesja- manna þcgará þarf að halda. Sérstakar þakkir sendum við til allra fundargesta sem svo vel studdu ályktun fundarins. Vilji ráðamanna til framgangs álykt- unar fundarins er mikill, það er Ijóst af góðum viðbrögðum eftir fundinn. Okkar bestu þakkir sendum við Sigmundi Emi fyrir frábæra fundarstjóm og Páli Ket- ilssyni og starfsfólki hans á Vík- urfréttum fyrir fagmannlega að- stoð. Skipulag fundarins og ann- ar undirbúningur gekk vonum framar og færi ég kraftmiklum undirbúningshóp mínar bestu hamingjuóskir og þakkir fyrir frábæran árangur. Kæru Suðumesjamenn, nú þarf að halda vöku sinni því stórt skref hefur vissulega náðst með samstöðu fundarins en rnálinu þarf að fylgja vel eftir. A næstu vikum mun áhugahópurinn halda fundi með samgöngu ráðherra og þingmönnum en samhliða því vinna að bættri umferðarmenn- ingu á Reykjanesbraut. Til að minna á ábyrgð ökumanna mun hópurinn m.a. í samstarfi við lög- regluyfirvöld dreifa, í næstu viku, eitt þúsund „bílabænum" sem minna á ábyrgð okkar öku- manna. Anægjulegt var að sjá alla sýslu- menn svæðisins á fundinum en þeirra bíður stórt verkefni í eftir- litsskyldu sinni á Reykjanesbraut meðan núverandi ástand varir og mun áhugahópurinn fylgjast vel með því starfi og greina frá ár- angri þegar frá líður. Nú er mikil- vægt að allir Ieggist á eitt um að stuðla að bættri umferð á Reykjanesbraut. Lifið heil. F.h. áhugamanna um öragga Reykjanesbraut, Steinþór Jónsson. Fylgjum samstððunni eftir Kærar þakkir til þeirra ljölmörgu Suðurnesjamanna og annarra sem lögðu Brautinni lið með því að mæta á Borg- arafundinn sem haldinn var 11. janúar 2001. Fyrirtækj- um og einstakiingum ber sérstaklcga að þakka sem stuðluðu að því að gera fundinn jafn glæsilcgan og raun bar vitni. Leitt var hvað margir þurftu frá að hverfa þar sem húsfyiiir var. Ánægju- legt var að heyra samstöðu þingmanna og þann skilning sem þeir sýndu máiinu um flýtingu á tvöföldun Reykjanesbrautar. Nú er ljóst að útboð á framkvæmdum verður í byrjun ársins 2002 og leggjum við ríka áhersiu á að dagsctning liggi fyrir sem fyrst. Or- ustan er vonandi unnin en stríðinu er ekki lokið. DV sker sig úr Umfjöllun flestra fjölmiðla um nauðsyn þess að flýta tvöföldun Reykjanesbrautar hefur verið til fyrirmyndar, enda um háalvarlegt mál að ræða og óþarfi að tíunda það frekar í jressari grein. Eigi þeir þakkir fyrir málefnalegan fréttaflutning. Einn fjölmiðill sker sig þó nokkuð úr í þessu máli og er dapurlegt til þess að vita. I DV 11. janúar 2001 er pistill sem nefnist Dagfari. Pistilhöfundur sem jafnan nærist á því að hæðast að og gera lítið úr mönnum og málefn- um. Hikar sami höfundur ekki við að dæma heilu byggðarlögin á sömu forsendum. Segir það ef til vill meira um andlegt atgervi jtess er á heldur en málefnið hverju sinni. Pistilhöfundur ríður ekki við einteyming því í DV 13. janúar 2001 er málinu fylgt eftir í Sandkomi. Það er aumkunarvert til þess að vita að dálkahöfundar DV skuli finna sig knúna til þess að leggjast á árar með olíufélagi, fremur en að vinna að hagsmunum fjöldans og má þá einu gilda um hvar þeir búa. Sú var tíðin að DV barðist gegn hverskonar niðurgreiðslum. Hvað ol- íuflutningana sjálfa varðar, þá vill svo óheppilega til að sömu aðaleig- endur eru að olíufélaginu sem mest á í hlut og flugfélaginu sem mest kaupir af umræddu eldsneyti. Getur það hugsanlega verið skýringin á áhugaleysinu um úrbætur vegna olíuflutningana? Flýting á tvöföldun Reykjanesbrautar snýst ekki um olíuflutninga, hún snýst um að bjarga mannslífum og fækka alverlegum slysum. Ég skora því á DV að fjalla urn Reykjanesbrautina á ábyrgan hátt, fjöl- margir eiga um sárt að binda vegna þeirra hörmulegu slysa, sem átt hafa sér stað á einfaldri Reykjanesbraut. Alvarlegustu slysin má rekja beint til jrcss að umferð er í gagnstæðar áttir á einfaldri Reykjanes- braut. Sturlaugur Helgi ítarlegri umfjöllun um borgarafundinn á www.vf.is Daglegar fréttir frá Suðurnesjum á www.vf.is 11

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.