Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.01.2001, Side 15

Víkurfréttir - 18.01.2001, Side 15
Svart 03 sykurlaust Nektardans á nærfötum Aðdáendur nektardans hafa verið í fúlu skapi frá áramót- um þar sem hinn sívinsæli skemmtistaður Casino, er ekki lengur með leyfi fyrir nektardans- s ý n i n g u m . Dansararnir fara reyndar á sviðið og dansa eggjandi fyrir gesti staðarins, en gæta þess þó að halda fast í nærfötin sín, sem eru svo sem bara pjötlur sem ekkert hylja. En pjatla er pjatla... Hlynurféll átíma Ástæða þess að Casino hefur ekki lengur leyft fyrir nektar- dansi er sú að lögum um skemmtistaði var breytt sl. vor. Þá var bætt við flokkum og þeir skilgreindir mjög nákvæmlega. Staðir eins og Casino flokkast nú sem næturklúbbar og þeir em skil- greindir sem staðir þar sem áhersla er lögð á áfengisveit- ingar og nektardanssýningar. Hlynur, rekstraraðili staðarins, fékk sjö mánaða frest til að afla sér tilskilinna leyfa til að endumýja rekstrarleyfið, en féll á tíma. Hann er því bara með venjulegt skemmtana- leyfi og stelpunum hans því óheimilt að stíga á stokk og rífa sig úr hverri spjör. Hvað með einkadansa? Hlynur setti undir sig hausinn á milli jóla og nýárs og sótti loksins um leyfi fyrir nætur- klúbbi. Hann er búinn að fá um- sagnir eldvama, heilbrigðis- og vinnueftirlits en bæjarstjórn á eftir að taka málið fyrir. Þangað til verða aðdáendur nektardans að borga fyrir einkadansa sem fara fram í bakherbergjum hússins, svokölluðu VIP her- bergi. „Næturklobbar" Nokkur umræða hefur skapast um klám á íslandi og sitt sýn- ist hverjum. Sumir vilja banna klám en aðrir vilja algert frelsi í þessum efnum, líkt og frændur okkar Danir hafa nú. Lögfróðir menn og konur hafa þó bent á að klám er þegar bannað með lögum og hafa sú lög verið í gildi á íslandi í áratugi. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að nákvæma skilgreiningu á klámi vantar. Flokkast það t.d. sem klám þegar ungar stúlkur fara á upplýst svið, fara þar úr öllum fötunum og afhjúpa kynfæri sín? Ef svarað er ját- andi, þá rekast lög um nektar- dansstaði og klám augsýni- lega á. Líkhúsið Þorsteinn Ámason, formaður stjómar Hafnarsamlags Suð- urnesja og eldheitur fram- sóknarmaður, gerði bæjarfull- trúum grein fyrir stöðu hafn- armála á bæjarstjómarfundi í vikunni. Hann viðurkenndi að staðan væri ekki góð en stjómin ynni hörðum höndum að því að leysa hnútana. Það sem gerði þeim þó erfitt fyrir væri áhugaleysi utanríkisráðu- neytisins, og átti hann þá við seinagang þess í sambandi við Helguvíkurmálið. Þorsteinn er hugrakkur maður og sannaði hann það á bæjarstjómarfund- inum með því að bera ráðu- neytið saman við líkhús. Hvað ætli formaður Steina, háttvirt- ur utanríkisráðherra Halldór Ásgrímsson, segi þegar hann fær þessar fréttir?? Fj ölbrautaskóli Suðumesja Innritun á vorönn 2001 Áður auglýstur umsóknarfrestur vegna vorannar 2001 er framlengdur til 19. janúar. Kennsla á vörönn hefst miðvikudaginn 7. febrúar en töfluafhending er þriðjudaginn 6. febrúar ffá kl. 10 til 14. Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu skólans og þar er jafnframt hægt að panta viðtal við námsráðgjafa. Síminn á skrifstofunni er 421 3100. Skólameistari. mmmmmrni nWSt fJ¥: i--i takYSFK félaga og Stúdíó Huldu VerkaLýós- og sjómannaféLag KefLavíkur og nágrennis og Stúdíó HuLdu hafa gert meó sér saming um heiLsuátak féLagsmanna í VerkaLýós- og sjómannaféLagi KefLavíkur og nágrennis. FéLagsmenn fá 27% afsLátt á árs- og háLfsárskortum frá giLdandi gjaLdskrá í Stúdíó HuLdu gegn framvísun féLagsskírteinis í VSFK árið 2001. f Slúdíi \Y > vHuldu/lv , -staðumn fyrir W Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis Daglegar fréttir frá Suðurnesjum á www.vf.is 1S

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.