Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.01.2001, Qupperneq 16

Víkurfréttir - 18.01.2001, Qupperneq 16
Spurning dagsins: Borðar þú þorramat? Bergþóra Jóhannsdóttir: Já, ég borða þorramat. Sviða- sultan og hrútspungamir eru bestir. Elín Halldóra Hermannsdóttir: Nei, ég er svo matvönd. Góður afli hjá línu- bátum Smábátar frá Sandgerði hafa verið að fá um þrjú tonn af góðum þorski í róðri, miðað við báta mcð 24 línubala, að sögn Reinhards Svavarssonar á Funa GK frá Sandgerði. Hann segir fiskinn vera alls staðar og litlu máli skipta hvar línan er lögð. Afli hefur verið góður frá því um jól. Margir smábátar eru gerðir út til línuveiða frá Sandgerði og að auki hafa nokkrir bátar frá Grindavík róið út með línu frá Sandgerði í vetur. „Það virðist vera nóg af þorski, þótt hann skili sér enn sem komið er illa í net og dragnót. Menn hafa einnig verið að veiða ýsu á línuna en þá þurfa þeir að vera utar“, segir Reinhard og upplýsir að mest af afla bátanna hafi verið selt á fisk- mörkuðum. Þar hefur himinhátt verð fengist fyrir þorsk og ýsu í vetur og verðið hefur ekki lækk- að að ráði þótt aflinn hafi heldur glæðst á nýja árinu. Hellsuátak VSFK og Studio Huldu Verkalýðs- og sjómannafélag Kefla- víkur og nágrennis og Studíó Huldu hafa gert með sér saming unt heilsu- átak félagsmanna í Verkalýðs- og sjómanna- félagi Keflavíkur og nágrennis. Félagsmenn fá 27% afslátt á árs- og hálfsárskort- um frá gildandi gjaldskrá í Studíó Huldu gegn framvísun félagsskírteinis íVSFK árið 2001. Forráðamenn VSFK og Studeo Huldu undir- rituðu samninginn í húsnæði líkamsrækt- arstöðvarinnar í dag. Kristján Gunnarsson, ffamkvæmdastjóri félagsins sagði að 2600 félag- ar gætu nýtt sér þetta góða tilboð en félagar í VSFK spara sér um 9800 kr. við kaup á árskorti í Studíó Huldu. „Þetta er ákall og hvatning til félagsins um að gera góða hluti fyrir sjálfan sig á nýrri öld“, sagði Kristján. Sólargeisli í myrkrinu Alma Alexandersdóttir: Ég borða engan súrmat en mér fmnst ósúr þorramatur mjög góður, t.d. sviðasulta, hangi- kjöt, síld o.fl. Jón Ólafsson: Ég geri lítið af því að borða þorramat en frnnst hann þó góður. Ég er hjartasjúklingur og má ekki borða mikið súrt eða salt. Hangikjöt, svið og rófustappa eru í uppáhaldi hjá mér. Viðar Þórisson: Já, já. Mér fínnst eiginlega all- ur þorramatur góður en súr sviðasulta finnst mér best. Sú samstaða sem kom berlega í ljós á borg- arafundinum þann 11. janúar sl., var eins og sólar- geisli sem lýsir í myrkrinu. Suðumesjamenn fengu að vita hvernig málurn Reykjanes- brautarinnar verður háttað í framtíðinni. Hún verður tvö- földuð og því fyrr því betra. En þangað til verðum við sem not- um Brautina, að vera þolinmóð og aka með tillitssemi. Það er ekki alltaf allt öðmm að kenna þegar eitthvað fer úrskeiðis, slysin gerast nefnilega þegar maður á síst von og skuggamir sem fylgja sorginni em margir og langir sem tengjast þessum vegi. Nú er komið að okkur sem vilj- um upplifa betri umferðar- menningu á Brautinni, látum vita ef farartæki em skilin eftir í köntunum svo að það sé hægt að fjarlægja þau. Axlimar eru stórhættulegar þegar allt í einu birtist farartæki sem jafnvel skagar út á Brautina. Tilkynn- um lögreglu ef glannaakstur er á Brautinni, jafnvel þegar bif- reiðar fara of hægt. Stuðlum að bættri umferðamienningu með því að sýna samstöðu eins og kom fram á fundinum. Styðjum við bakið á þessum frábæra hópi áhugafólks um tvöföldun Reykjanesbrautar- innar, jjetta var lofsvert framtak sem á að vera okkur hvatning til að gera betur í dag en í gær. Suðumesjamenn, til hamingju með þennan merka áfanga um gildi þess að standa saman. Samstöðukveðja, Tómas J. Knútsson Auglýsingasíminn er 421 4717 ) _r 2DD POríÁ'ÁrL-lJJOÖ., eccd 30% afsláttur SKÓBÚÐIN KeFLAVÍK Hafnargötu 35 - Sími 421-1230 16

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.