Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.01.2001, Side 18

Víkurfréttir - 18.01.2001, Side 18
1. deild kvenna íþróttahúsið í Keflavík Keflavík - ÍS. sunnudagurinn 21. janúar kl. /UVX7 1 Harpa opnar málningarverslun Málningarverksmiðjan Harpa hf. hefur opn- að sérhæfða máln- ingarverslun við Hafnargötu 90 í Keflavík, þar sem áður var verslunin Dropinn. Atli Már Einarsson, málari, hefur verið ráðinn verslunarstjóri en liann hefur starfað við sölu málning- ar um árabil. Fagleg ráðgjöf Harpa hf. keypti verslunina Dropann í maí 2000 og rak hana fram til síðustu jóla en þá var ráðist í breytingar sem nú er lok- ið. Harpa verður með málningar- verslun fyrir almenning og fag- menn og leggur áherslu á að þjóna báðum þessum hópum með faglegum og vönduðum hætti. Þrír starfsmenn verða í verslun- inni. Þeir eru allir með sérþekk- ingu og geta boðið viðskiptavin- um faglega ráðgjöf varðandi vinnubrögð, litaval og annað sem þarf þegar ráðist er í að mála. Ný gólfefnaverslun Harpa hf. verður ekki með gólf- efni, baðherbergisvörur og fleiri vöruflokka sem seldir voru í Dropanum. Einungis verður um að ræða málningu og aðrar skild- ar vörur-allt sem þarf til málunar innan- og utanhúss. Hins vegar verður opnuð alhliða gólfefna- verslun í eigu Teppalands nú í febrúar í því húsnæði sem Drop- inn hafði gólfefnasölu sína í. Þar verður einnig til sölu hreinlætis- tæki og aðrar vörur fyrir baðher- bergi. Sú verslun verður við hlið málningaverslunar Hörpu þannig að vipskiptavinir geta fengið þjónustu í flestum sömu vöru- flokkum og verið hefur um árabil á þessum stað. Vlnsælar verslanir Verslun Hörpu hf. í Keflavík verður fjórða málningarverslun fyrirtækisins en fyrir eru verslan- ir að Stórhöfða 44 og Skeifunni 4 í Reykjavík og í Bæjarlind 6 í Kópavogi. Þær verslanir hafa fengið mjög góðar viðtökur og njóta vinsælda. Hörpumenn gera sér vonir um að Suðumesjamenn taki hinni nýju sérhæfðu máln- ingarverslun fyrirtækisins vel og prófi þá fagþjónustu sem í boði er. Beitningamenn óskast Óska eftir beitningamönnum, beitt er í Keflavík. Upplýsingar í símum 894 1520, 555 !972og 555 4203. - ári eftir andlát Orlygs Sturlusonar Njarðvíkingar skutu sér á topp Epson deildarinnar í körfu á þriðjudagskvöld með sigri á Keflvíkingum 74-63 í Ljónagryfjunni á Brekku- stígnum. Þessi bestu lið landsins síðustu 20 árin (áhangendur beggja kalla hitt liðið hjáleiguna) mætt- ust einn einu sinni með topp- sætið að veði og Njarðvík- ingar heiðruðu andlátsdag Örlygs með uppáhaldi pilts, grjóthörðum varnarleik. Framanaf leik virtust þó heilladísimar með Keflvíking- um því þeir Magnús Gunnars og Birgir Guðftnns (einu stig þeirra í leiknum) skiluðu þeim góðum flautukörfum í fyrsta og öðrum leikhluta. í þeim þriðja skildi á milli, vöm Njarðvíkinga varð að ókleyf- um múr og Logi „elding“ Gunnars hitnaði í sókninni. Friðrik Ragnars kom Njarðvík í 58-49 með því að endur- greiða Magnúsi flautukörfuna í fyrsta leikhluta. Síðasti leik- hluti var síðan jafn og spenn- andi en bilið varð ekki brúað og verðlaunin toppsætið óskipt því Tindastóll setti illi- lega í brók gegn botnliði Vals/Fjölnis á sama tíma. Bestir Njarðvíkinga voru stóm mennimir Friðrik og Jes sem söfnuðu í kirkjubaukinn 22 stigum og 19 fráköstum á sama tíma og þeir vörðust toppmanni deildarinnar Calvin Davis sem var yftrburðamaður í Keflavíkurliðinu með 20 stig og 14 fráköst, hvorugtveggja þó undir meðaltali pilts. Þá er hluti Loga ótalinn en hraðinn á pilti er stundum meiri en aug- að nemur. Spumingamar „Má ég fá að sjá þetta aftur?“ og „Hvað gerði hann?“ koma stundum upp í hugann þegar hann er annars vegar. Einn maðurtil eða frá? Fjarvera Fals Harðarsonar vegna meiðsla og endurkoma Friðriks Stefánssonar hefur breytt báðum liðum svo um munar. An Fals hefur Keflvík- inga vantað „leiðtoga" á lokamínútum leikja, mann sem getur kiárað leikina sjálf- ur sem og komið öðrum leik- mönnum í færi til að gera slíkt hið sama. Hinum megin í bænum hefur Friðrik breytt ólgandi árfarveg í ágætis stíflu og er ég hér að tala um vamar- leik Njarðvíkinga. Liðið hefur umhverfst úr lélegasta vamar- liði deildarinnar í það besta á einum mánuði. Enn í sjöunda sæti Grindvíkingar unnu ömggan sigur á nýliðum ÍR 104-82 í Grindavóc. Einar Einarsson virðist hafa náð sér í ágætis leikmann í Kevin Daley og hann skoraði 27 stig og tók 12 fráköst gegn ÍR-ingum sem ekki hafa unnið leik eftir ára- mót og em dottnir niður fyrir Borgnesinga eftir stórgóða byrjun. Elentínus Margeirs átti Hún Rósa verður 40 ára 21. janúar. Ætlar hún að vera heima á afmælisdaginn með kaffi á könnunni og Glasgow konfekt. Á morgun föstudaginn 19. janúar verður Eiríkur Heiðar Eiríksson 40 ára. Hann tekur á móti gestu á víkinni, Hafnargötu 80, Keflavík eftir kl. 20 á afmælisdaginn. Fyrir rúmu ári síðan (9. janúar) fékk þessi unga dama þennan litla prins í afmælisgjöf, þá varð hún 29. ára. Elsku Eygló (30 ára) og Eyþór Vilmundur (l. árs) til hamingju með daginn. Fjölskyldurnar frá Laufási. ÍB

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.