Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.08.2001, Page 14

Víkurfréttir - 02.08.2001, Page 14
Takk íynr að virða okkur! VÍMULAUS VALKOSTUR IRB- Forvarnir i Reykjanesbæ Styrktaraðilar: Happi / Saltver hf AtriAið á myndinni er sviðsett Skemmtum okkur ÁN ÁFENGIS! Starfsfólk Vinnuskóla Reykjanesbæjar Spennandi kvöld framundan Kcdvíkingar mæta Skaga- mönnuni á Skaganum í 12. umferð íslandsmóts- ins í knattspymu í kvöld. Kefl- víkingar eru nú í 6. sæti deild- arinnar með 15 stig eftir að lið- ið gerði jafntefli við Fylki í síð- ustu viku. Leikir liðsins hafa verið mjög mismunandi en vonandi eru strákarnir búnir að flnna taktinn. Búast má við spennandi leik á Akranesi á fimmtudagskvöld en heima- menn eru í 2. sæti, einu stigi fyrir neðan Fylkismenn. Spurning hvort Keflvíkingum takist að stöðva sigurgöngu Skagamanna eins og þeir stöðvuðu Fylkismenn þegar Keflvíkingar knúðu fram 2-2 jafntefli. I kvöld mætast einnig Grindvík- ingar og Breiðablik í Kópavogin- um. Síðasta leik liðanna lauk með sigri Grindvíkinga sem þá voru á heimavelli. Blikamir em á botni deildarinnar með 7 stig en Grindvíkingar eru í því 7. með 15 stig. Aðeins nokkrir leikir skilja að efstu og neðstu lið og því aldrei að vita hvað gerist í næstu umferðum og hver leikur skiptir máli. Suðumesjamenn em hvattir til að hvetja sín lið áfram, hver svo sem þau em. Ij j J CÖLLUN VEGNA RAFRÆNNAR SKRÁNINGAR HLUTABRÉFA I KEFLAVÍKURVERKTÖKUM HF. Mánudaginn 15. október2001 verða hlutabréf í Keflavíkurverktökum hf. tekin til rafrænnar skráningar hjá Verðbréfaskráningu (slands hf. í samræmi við ákvörðun stjórnar Keflavíkurverktaka hf. þar að lútandi. Þar af leiðandi verða engin viðskipti með hlutabréf félagsins þann dag. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í fyrirtækinu í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um rafræna eignarskráningu verðbréfa. Nánar tilgreint verða öll hlutabréf í Keflavíkurverktökum hf. tekin til rafrænnar skráningar en þau eru öll í einum flokki og gefin út á nafn hluthafa. Útgáfudags er getið á hverju bréfi. Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa sem telja nokkurn vafa leika á að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Keflavíkurverktaka hf. að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til hlutaskrár Keflavíkurverktaka hf., pósthólf 16, 235 Keflavíkurflugvelli eða í síma 420-6400. Komi í Ijós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu fyrir nefndan dag. V . ^ ■ -j-'SC/ Enn fremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun, þ.e. banka, verðbréfafyritæki eða sparisjóð sem gert hefur aðildarsamning við Verðbréfaskráningu fslands hf, fyrir skráningardag. Athygli hluthafa er vakin á að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnframt er vakin athygli á að ferli rafrænnar skráningar hefur engin áhrif á möguleika hluthafa til að eiga viðskipti með hluti sína í félaginu að undanskildum sjálfum skráningardeginum. Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar að fela reikningsstofnun umsjón með eignarhlut slnum í félaginu til að geta framselt hluti sína svo sem vegna sölu eða skipta. Reikningsstofnun mun í þessu skyni stofna VS-reikning í nafni viðkomandi hluthafa. Stjórn Keflavíkurverktaka hf. m / i , ||É KEFLAVIKURVERKTAKAR 14

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.