Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 31.01.2002, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 31.01.2002, Blaðsíða 16
ÚTRÁS HITAVEITU SUÐURNESJA HF. „Hvað eru þið Jónarnir alltaf að þvælast fyrir honum Júlla?“ Orkuver Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi. Þetta sagði einn ágætur sveitar- stjómarmaður við mig fyrir nokkrum dögum og bætti við „eru þið á móti framþróun, eða hvað?“. Ég hef reyndar talsvert verið spurður um hvað andstaöa okkar Jóns Gunnarssonar snúist varðandi stækkun Hitaveitunnar, þar sem við höfum verið á önd- verðum meiði við forstjórana og meirihluta stjómarinnar. Sérstaklega fannst mér athyglis- verð athugasemd sem ég heyrði af um daginn eftir sveitarstjóm- armanni sem fullyrti að „ef menn hefðu hlustað á okkur Jón- ana þegar sameiningaráform Hitaveitunnar og Rafveitu Hafn- arfjarðar vom til umræðu, þá hefðu sveitarfélögin ekki fengið 1120 miljóna króna greiðslu, sem hefði komið eins og himna- sending og væri nú nánast að bjarga fjárhag sveitarfélaganna". Þessi athugasemd, sem er algjör öfugsnúningur í málinu og segir mér talsvert um hvað ýmsir sveitarstjómarmenn setja sig illa inn í þessi mikilvægu mál, varð til þess að ég ákvað aó setjast niður og skrifa þessa grein og koma þannig á framfæri hinu rétta í málinu og mínum sjónar- miðum. Sameining Hitaveitu Suður- nesja og Rafveitu Hafnarfjarð- ar(RH). Við Jónamir vomm frá upphaft fylgjandi þessum sameiningará- formum og töldum þetta geta veriö hið besta mál fyrir eigendur Hitaveitunnar. Agreiningur okkar við aðra stjómarmenn snerist mestan part um skiptingu eignar- hluta milli aðila. Við töldum að upphaflegar tillögur, sem fyrir- tækið MP verðbréf unnu og lögðu til, gerðu einfaldlega ráð fyrir of stórum eignarhlut Hafh- firðinga. Að okkar mati voru aðallega tvær leiðir færar til að leysa þennan ágreining. Annað hvort yrði eignarhlutur Hafnfírðinga lægri eða að eigið fé Hitaveitunn- ar yrði lækkað með útgreiðslu til eigendanna áður en til samein- ingar kæmi. Við töldum að út- greiðsla til eigendanna gæti verió allt að 1500 miljónir króna, en lögðum þó til að það yrði metið. Öllum var ljóst að þennan ágreining þurfti að leysa þar sem sérhver eignaraðili hafði neitun- arvald samkvæmt þágildandi lögum um Hitaveitu Suðumesja. Ekki fékkst hljómgrunnur í stjóm HS fyrir því að útgreiðslu- leiðin yrði metin, en fram kom tillaga um að greiddar yrðu til eigendanna 900 miljónir króna. Okkur Jónunum fannst með þessu hálfúr sigur unninn. Við vildum þó að lengra yrði gengið. Tillaga um að vísa málinu til fúll- trúa eigenda HS, þ.e. sveitar- stjómanna og ríkisins, til endan- legrar úrlausnar var samþykkt í stjórn HS með öllum greiddum atkvæðum. Fulltrúar sveitarfé- laganna settust yfir málið og varð sú niðurstaða, að til viðbótar þeim 900 miljónum króna sem búió var að leggja til að greiddar yrðu til eigenda HS, yrði greidd- ur arður vegna áranna 1998-1999 að upphæð kr. 220 miljónir. Þar með lá fyrir að greiddar yrðu út kr. 1.120.000.000.-, sem skipt- ust milli eigendanna í hlutfalli við eignarprósentu. Reykjanesbær með 52,20 % eignarhlut fékk kr. 584.640.000.- Ríkissjóður með 20,00 % eignar- hlut fékk kr. 224.000.000,- Grindavíkurbær með 11,17 % eignarhlut fékk kr. 125.104.000,- Sandgerðisbær með 6,99 % eign- arhlut fékk kr. 78.288.000,- Gerðahreppur með 6,07 % eign- arhlut fékk kr. 67.984.000,- Vatnsleysustrandarhreppur með 3,57 % eignarhlut fékk kr. 39.984.000,- Það er alveg kristalklárt i þessu máli, að ef við Jónamir hefðum verið tilbúnir til að samþykkja tillögur MP verðbréfa unt sam- einingu HS og RH, þá hefði ekki verið greidd ein einasta króna til eigendanna, vegna sameiningar fyrirtækjanna. Eg var tiltölulega ánægður með þá niðurstöðu sem náðist um málið og sérstaklega hefur það glatt mig að vita til þess að þessir fjármunir liafa komið sér mjög vel fyrir sveitarfélögin hér á Suð- umesjum, sem sum hver a.m.k. hafa verið með erfiða fjárhags- stöðu. Kaup Hitaveitu Suðurnesja hf á Bæjarveitum Vestmannaeyja (BV). Stefha stjómar HS hf, að stækka fyrirtækið og styrkja samkeppn- isstöðu þess er góð og gild að mínu mati, svo framarlega að eigendur fyrirtækisins geti verið nokkuð vissir um að allar ákvarðanir í þessum efhum hafí í for með sér góða arðsemi. Kaup HS hf á BV tel ég slæman kost fyrir eigendur HS hf, eins og þau em fyrirhuguð og miðað við þær upplýsingar sem fyrir liggja. Skoðum málið nánar. * Vestmannaeyjar em einangrað- ur orkusölumarkaður og í raun ekkert sem bendir til aukningar i orkusölu þar á næstu ámm. * Á s.l. 10-12 ámm hefúr íbú- um þar fækkað um u.þ.b. 500. * Væntanleg ný orkulög boða frelsi og samkeppni í raforkusölu og þá má vænta þess að stórir orkunotendur muni bjóða út sín orkukaup. * í Vestmannaeyjum em Vinnslu- stöðin hf og Isfélag Vestmanna- eyja hf langstærstu orkukaupend- umir og með breyttum orkulög- um hefúr HS hf enga vissu fyrir áframhaldandi viðskiptum þess- ara aðila. * BV hafa verið reknar með tapi undanfarin ár og ekki skilað Vestmannaeyjabæ neinunt arði, enda hefúr arðsemi eiginfjár BV verið neikvæð. * Þrátt fyrir taprekstur BV, er í sameiningaráformum fyrirtækj- anna gert ráð fyrir 17% lækkun á almennum raforkusölutaxta í Vestmannaeyjum 1. mars n.k., sem ntun lækka tekjumar um- talsvert. * Engar áætlanir hafa verið gerð- ar um samlegðaráhrif af samein- ingu HS hf og BV og engir út- reikningar em til um arðsemi af þessum kaupum fyrir hluthafa HS hf. * Með þessum kaupum mun innra virði hlutafjár HS hf lækka um 6%, eða sem svarar um 500 miljónum króna. * Eigið fé BV er talið vera aðeins liðlega 200 núljónir króna og með kaupunum aukast skuldir HS hf um tæpar 800 miljónir króna. Við Jónamir lögðum til í stjóm HS hf að fengin yrði utanaðkom- andi ráðgjafi til að leggja mat á markaðsvirði hlutafjár HS hf áður en af kaupunum yrði og ein- nig lögðum við til að fram- kvæmd yrði lögfræðileg og fjár- hagsleg áreiðanleikakönnun á þessum kaupum. Báðar þessar tillögur vom felldar. Þrátt fyrir að þessi kaup þurfí augljóslega mun betri skoðun með arðsemissjónarmið að leið- arljósi, hafa 91,2% hluthafa sam- þykkt heimild til stjómar HS hf um að kaupa BV og greiða fyrir með nýju hlutafé að upphæð tæpar 512 miljónir króna. Gengi þessara hlutabréfa má sterklega rökstyðja að sé u.þ.b. tvöfalt, sem þýðir að fyrir lið- lega 200 miljóna króna eign, sem ekki er auðvelt að sjá að gefí af sér nokkum arð, em hluthafar HS hf búnir að samþykkja að greiða um 1000 miljónir króna. I mínum huga er kappið í þessu máli mun meira en forsjáin. Það er ekki nóg að stækka, bara til að stækka. Ég veit að margir em mér sam- mála um að Hitaveita Suðumesja hf er langverðmætasta eign Suð- umesjamanna og með góðum rekstri ættu sveitarfélögin að geta notið arðsins sem fyrirtækið get- ur gefíð af sér. Ég tel því brýnt, að ekki séu teknar fljótfæmisleg- ar ákvarðanir sem jafnvel hafa það í för með sér að arðgreiðslur til sveitarfélaganna verði minni en annars hefði verið á næstu ámm. Jón Norðfjörð, stjórnarmaður í Hitaveitu Suðumesja hf. 1B

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.