Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 31.01.2002, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 31.01.2002, Blaðsíða 10
VERKALÝÐSFÉLÖGIN Askorun til sveitarfé- laga á Suðurnesjum Ágætl Suðurnesjamaður Þann 13. desember sl. var undir- ritað samkomulag á milli Al- þýðusambands Islands vegna að- ildarfélaga sinna og Samtaka at- vinnulífsins um ffestun á endur- skoðun launaliðar kjarasamninga o.fl. Samkomulagið kveður á um skýr viðmið sem fastsetja upp- sagnarheimild stéttarfélaganna gangi verðbólguforsendur miðað við mai 2002 ekki eftir. Markmið samkomulags ASÍ og SA var að stuðla að hjöðnun verðbólgu og treysta kaupmátt launa. Samkomulagið byggði á samráði ASÍ, SA og ríkisstjóm- arinnar. Því fýlgdu yfirlýsingar ríkisstjómarinnar og fjármálaráð- herra um stöðugleika í efhahags- málum, lækkun á grænmetis- verði og styrkingu verðlagseftir- lits, eflingu starfsfræðslu í at- vinnulífinu, lækkun trygginga- gjalds og fleira. I aðdraganda samkomulagsins var mjög varað við fyrirætlunum ríkisstjómarinnar og sveitarfélag- anna í landinu um stórfelldar hækkanir á þjónustugjöldum og öðrum íþyngjandi álögum á íbú- ana. Nú hefur komið í ljós að þessi vamaðarorð áttu fullan rétt á sér. Gjaldskrárhækkanir þess- ara aðila á síðustu vikum em ein helsta ógnunin við markmið samkomulags aðila vinnumark- aðarins um lækkun verðbólgu og kaupmátt launa. Ekki er um það deilt að miklir hagsmunir em í húfi að það tak- ist að veija markmið samkomu- lagsins. Jafhframt er ljóst að sveitarfélögin og aðrir opinberir aðilar geta með aðgerðum eða aðgerðaleysi sínu ráðið úrslitum um það hvort framangreind markmið nást, eða hvort verð- bólga fer úr böndunum með af- leiðingum sem em alltof vel þekktar. Þess er krafist að sveitarfélögin axli sína ábyrgð á því að mark- mið um lækkun verðbólgu og kaupmátt launa nái fram að ganga. Það verður eingöngu gert með því að draga þegar í stað til baka ákvarðanir sem þegar hafa náð fram að ganga eða em á- formaðar um hækkanir á álög- um. Við undirritaðir, höfum fyrir hönd stéttarfélaga sem við erum í forsvari fyrir, sent sveitarfélögun- um á Suðumesjum áskorun, um að afturkalla nú þegar allar hækkanir og leggja þannig sitt af mörkum til að veija stöðugleik- ann og lífskjörin í landinu. Á- byrgð þeirra sem ekki verða við þessari áskorun og halda hækk- unum sínum til streitu er mikil, nái forsendur samkomulags aðila vinnumarkaðarins ekki fram að ganga. Guöbrandur Einarsson formaður Verslunarmanna- félags Suðumesja Kristján G. Gunnarsson formaður Verkalýðs- og sjóm.félags Keflavíkur og ngr. Sigfús Eysteinsson formaður Iðnsveinaféiags Suðurnesja Falleg ýsa og góður afli en sjómenn frostbitnir! Strákarnir á Gísla Einars GK 104 komu í land síðdegis á fimmtudag í síðustu með vænan afla sem þeir fengu á línuna utan við Grindavík. Aflinn var um 3,5 tonn af fal- legum fiski. Ysa var þar í mcirihluta en um tvö tonn af ýsu komu úr lest og allt fal- Iegur fiskur. Sjómaður sem blaðamaður ræddi við á kajanum var sáttur við veiði dagsins en það sem helst hefur verið að angra sjómenn er mikill kuldi og voru meinn frost- bitnir í kinnum. Bœjarstjóm Sand- gerðis fagnar viður- kenningu Víkurfrétta Sandgerðingar eru stoltir af sínu fólki og það kom vel fram á bæjastjórnarfundi í Sandgerði í síðustu viku. Þar kom fram aö bæjarstjórn fagnar viðurkenningu Víkurfrétta á Fræðasetrinu. Bæjarstjómin óskar jafnframt Reyni Sveinssyni til hamingju með sína viðurkenningu og Freyja Sigurðardóttir fær kveðju bæjarstjómar og óskar bæjarstjóm henni til hamingju með sína viðurkenningu. Freyja Sigurðardóttir og Reynir Sveinsson með viðurkenningar Víkurfrétta, Víkurfréttaverðlaunin 2001 Erii eldvarnir beimilisins i lagi? Er reykskynjarí, slökkvitæki eða eldvarnarteppi á þínu heimili? Ef ekki, er þá ekki kominn tími til að bæta úr því? niboð Kl. 10-12 mánudag-föstudags getur þú með einu símtali pantað jóniskan reykskynjara og uppsetningu fyrir aðeins kr. 1.500.- 10% aukaafsláttur ef keyptir eru 2 eða fleiri. Tílboðið gildir út febrúar 2002. Fagmaður i eldvörnum á heimilum og vinnustöðum veitir aðstoð og ráðleggur um gerð og staðsetningu reykskynjara og slökkvitækja. Rýmingaráætlanir, eftirlit með reykskynjurum og hvað annað er varðar eldvarnír. Öryggismíðstöð Suðurnesja býður upp á allt sem þarf til að gera heimilið öruggara Tökum enga áhættu, höfum eldvarnir í lagi •• Oryggismiðstöð sími 4215200 Suðurnesja GÓÐ VEIÐI HJÁ SMÁBÁTAKÖRLUM í SÍÐUSTU VIKU Netdagblaðíð wwwtvfis 10

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.