Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 10.05.2002, Side 9

Víkurfréttir - 10.05.2002, Side 9
Föstudagurinn 10. maí 2002 Tilkynning til greinahöfunda Þeir sem þurfa að koma greinum til birtingar í blaðið eru hvattir til að bóka pláss tímanlega. Nú þegar nær dregur kosningum þyngist greinaflóðið. Við áréttum að greinar séu stuttar og áskiljum okkur jafnframt rétt til að geyma greinar á milli blaða, enda plássið takmarkað þar sem framboðin hafa verið dugleg að senda okkur greinar, en minna farið fyrir auglýsingum. Við hjá Víkurfréttum höfum sett þær reglur að hver grein skal ekki vera lengri en 30 dálksentimetrar og hvert framboð í Reykjanesbæ fær ekki fleiri en tvær greinar í blað. í örðum sveitarfélögum á Suðurnesjum fær hvert framboð eina grein í hvert tölublað og lengdin er sú sama, 30 dálksentimetrar. Víkurfréttir áskilja sér rétt til að geyma greinar milli blaða, sé pláss af skornum skammti. Ritstj. Víkurfrétta. Aukin þjonusta við nemendur: Einstaklingsmiðað nám Eins og foreldrum í Reykjanesbæ er vel kunnugt hefUr Framsóknar- flokkurinn einbeitt sér að skóla- málum í meirihlutasamstarfinu síð- astliðin fjögur ár. Við höfiim einsett okkur að fylgja málum eftir á næsta kjörtímabili með áherslur á innri mál skólanna. í stefnuskrá okkar framsóknar- manna segir t.d. um skólamálin: „Gerðir verði námssamningar við nemendur og einstaklingsmiðað nám aukið, t.d. við bráðger böm og önnur böm með sérþarfir." j dag em grunnskólanemendur 30 - 37 kennslustundir á viku í námi. Nemendur í 8. -10. bekk em að lágmarki 37 kennslustundir i skól- anum og má gera ráð fyrir að vinnutími þeirra sé frá kl. 8 á morgnana til tvo eða þijú á daginn fyrir utan síðan heimanámið sem er mismikið. Alag á nemendur er því mikið. í grunnskólalögum segir: „Val á kennsluaðferðum og skipu- lag skólastarfs verður að miðast við þá skyldu grunnskólanna að sjá hvetjum nemanda fyrir bestu tæki- fæmm til náms og þroska". (Aðal- námsskrá 1999:32)”. PISA-rannsóknin Samkvæmt niðurstöðum Pisa rann- sóknarinnar, sem er nýleg alþjóðleg rannsókn á vegum OECD á árangri 15 ára nemenda í lestri, stærðfræði og náttúmfræði kemur í ljós að hér á landi standa nemendur sig vel þó er hlutfall afburðanemendur minna heldur en í viðmiðunarlöndunum . Hvers vegna ætli það sé ? Tíma- fjöldi nemenda er svipaður eða ívið lengri hér á landi en annarsstaðar. Ein skýring gæti verið skortur á ögrandi og krefjandi verkefnum fyrir þessa nemendur. Önnur skýr- ing gæti verið sú að áherslur okkar og skilningur á hugtakinu “sér- kennsla” þýði aðallega þjónusta við þá nemendur sem eiga erfiðara um nám. Það þarf enginn að segja mér að i okkar skólum leynist ekki sama hlutfall afburðanemenda og í öðrum löndum og þau böm eiga líka rétt á að þroskast í takt við sína hæfileika. Við erum t.d. með sam- ræmd próf í 4. bekk og sjöunda bekk og ef þau próf emm einhveij- ir mælikvarðar sem við teljum við- unandi em þau tímapunktur þar sem skólamir gætu haft ffumkvæði að því að bjóða nemendum uppá námssamninga og meira ögrandi skólaumhverfi. Einstaklingsmiðað nám Markmið aðalnámskrár gmnnskóla eiga hvorki að skoðast sem hámark né lágmark varðandi yfirferðar á námsefni. Þannig er gert ráð fyrir að sérhver skóli lagi námið m.a. að bráðgemm bömum. Þau fái tæki- færi til að nýta skólatímann til hins ítrasta með krefjandi og flóknari verkefnum. Leið til þess að koma á móts við þennan hóp nemenda er t.d. með einstaklingsmiðuðu námi þar sem foreldrar, nemandi og skóli gera samning um ffamvindu náms- ins. Reykjanesbær hefur heimilað stöðu námsráðgjafa við skólana og að mínu viti áriðandi að það takist að manna vel þær stöður því náms- ráðgjafar gætu haft þetta verkefiti í sinni umsjá innan skólans. Þeir gætu séð um samningagerð með umsjónarkennara og verið leiðbein- andi og til aðstoðar um námsffam- boð og verkefni. Samstarf við Fjöl- brautaskóla Suðumesja er lykilat- riði. í dag er gott samstarf milli grunnskólanna og F.S. og nemend- um í 10. bekk stendur til boða að taka byijunaráfanga í fjölbraut sem val í 10. bekk. Þetta samstarf þarf að auka og tryggja að námsffam- vinda sé eðlileg og í takt. Heimilið Það er áríðandi að foreldrar séu þátttakendur í samningi nemandans og skólans, bæði treystir það sam- band heimila og skóla og er líka mikilvægt með tilliti til félagslegra aðstæðna, tómstundaiðkunar og þroska nemandans. Þá þarf nem- andinn sjálfur að hafa vilja og kjark til þess að skara ffamúr og þroska til þess að standast neikvæð við- horf til bættrar námsffamvindu. Einstaklingsmiðað nám er ein leið til að bæta innra starf skólanna. Framsóknarflokkurinn mun áffam leggja sig ffam um að bæta skóla- starf í Reykjanesbæ. Skúli Þ Skúlason X-B UMRÆDAN Reykjanesbæ? Háskólinn í Það eru forréttindi að fá að skipa sæti á ffamboðslista Sjálfstæðis- manna í Reykjanesbæ til sveitar- stjómarkosninganna sem ffam fara 25. maí nk. Ég fúllyrði að sjaldan eða aldrei hefiir verið jafh breiður og góður hópur í framboði fyrir flokkinn og nú, og sjaldan eða aldrei hefúr okkar ágæta sveitarfé- lag verið betur undir það búið að nýta tækifærin ef við höfúm rétta fólkið til þess. Það höfúm við. Með einsetningu skólanna sýndi bæjarstjómin að hún er ekki hópur blaðrara sem tala fjálglega um gildi menntunar og að bömin séu ffam- tíðin við hátíðleg tækifæri en sker svo niður æ ofan i æ í þessum málaflokki. Skrefið stigið til fulls Skoðun mín er sú að hér sé staðið að menntun á gmnnskóla- og ffam- haldsskólastigi af myndugleika. En sá málaflokkur sem vekur hvað mestan áhuga minn er að tengja nám á háskólastigi sem mest Reykjanesssvæðinu. Nú stunda milli 50 og 60 nemendur nám á há- skólastigi í Reykjanesbæ, en Há- skólinn á Akureyri hóf hér kennslu árið 2000 í samvinnu við Miðstöð símenntunar og era 3 námsgreinar í boði; rekstrarffæði, hjúkrunarffæði og leikskólakennaranám. Með tilkomu „umhverfisvæns orkugarðs'* er mögulegt að hér verði hægt að byggja upp öflugar háskóladeildir sem sérhæfi sig í orku- og jarðvísindum. Staðsetning í landi Reykjanesbæjar er kjörin til slíkrar rannsóknarvinnu þar sem saman fara gott byggingarland, vatn og orka úr iðrum jarðar sem og gott samgöngunet bæði innan lands og utan. Það er vel þekkt er- lendis að starffæktir séu skólar sem nefndir era „polytechnics-skólar", en þeir sérhæfa sig á ákveðnu sviði menntunar. Ég tel að í ffamtíðinni gæti verið mögulegt að við hefðum hér menntastofnun sem sérhæfði sig á sviði orku- og jarðvísinda. Sem dæmi um „polytechniscs- skóla" hér á landi era Bifföst, Há- skólinn í Reykjavík og Háskólinn á Akureyri. Kennaraháskóli Islands félli líka undirþessa skilgreiningu. Þetta era ekki „universities" sam- kvæmt alþjóðlegum stöðlum held- ur „polytechnics-skólar“ þar sem námsffamboð er sértækt og tak- markað við ákveðin svið. I tengsl- um við stoffiun af þessu tagi og orkugarðinn kæmi til með að skap- ast fjöldi starfa á sviði menntunar og vísinda. Mér finnst því ekkert fáranlegt að hér risi sértæk mennta- stofnun, eins og hér á undan var lýst, og leyfi mér því að setja ffam hið háleita markmið um „Háskól- ann í Reykjanesbæ". Eða er það eitthvað raunhæfara að slíkar stofn- anir þrifist betur á Bifföst eða Ak- ureyri en hér í Reykjanesbæ? Þekkinguna heim Sem háskólanema finnst mér soig- legt að fæstir þeir Reyknesbæingar sem stunda nám á háskólastigi koma með þekkingu sína hingað í sveitarfélagið að námi loknu. Auð- vitað ræður atvinnuffamboð ein- hveiju um þetta og tegund þeirrar atvinnu sem í boði er. En þetta er ekki náttúralögmál og vel má bæta úr þessu. Við sjálfstæðismenn vilj- um og munum beita okkur fyrir því að sveitarfélagið og fyrirtæki í bænum bjóði ffam lokaverkefhi fyrir þá stúdenta sem era að ljúka sínu háskólanámi. Hér er af nógiim slíkum verkefnum að taka á marg- víslegum sviðum og með þessum hætti gæfist sveitarfélaginu, fyrir- tækjum og stúdentum kostur á að flytja þekkinguna heim. Virkjum mannauðinn og höldum fram á veginn Við Reyknesbæingar búum yfir miklum mannauð, um það efast enginn, en við verðum að virkja mannauðinn til að tryggja að sveit- arfélagið okkar standi í ffemstu röð. Að flytja nám á háskólastigi til bæjarins hefur nú þegar verið gert með ágætum árangri. Við höfúm plægt akurinn og sáð ffæjunum. Þar sem ffæi er sáð vex með tíman- um tré. En við verðum að vökva og hlúa að ffæjunum á viðkvæmasta skeiðinu ætlum við að uppskera eins og sáð var til. Ég hvet bæjar- búa til að ljá D-listanum atkvæði sitt í komandi kosningum því í raun snúast kosningamar um það hvort menn kjósi afturfor eða ffam- for. Ég veit hvað ég kýs. Ég kýs ffamfor. Ég kýs D-Iista, sjálfstæðis- manna. Guöfínnur Sigurvinsson Höfundur skipnr 13. sæti á D-lista Sjálfstæðisflokksins við sveitastjórnarkosningarnar í Reykjanesbæ. íþróttir - forvarnir - skólinn Ekkert er bæjarfélagi dýrmætara en heilbrigð æska. Má mikið á sig leggja til að stuðla að vexti hennar. Fyrir síðustu bæjarstjómarkosning- ar setti Framsóknarflokkurinn í öndvegi að skipuleggja einsetinn grannskóla í samstarfi skóla, heim- ila, íþróttafélaga og tómstundafé- laga. Með sanni má segja að á þessu kjörtímabili hafi mikill ár- angur náðst og er gaman að heyra fólk úr öðram sveitarfélögum vitna til Reykjanesbæjar sem góðrar fyr- irmyndar. En við viljum gera enn betur. íþróttir inn í skólana. Vel hefúr tekist til með samastarf grannskóla og tónlistarskóla þar sem stundatöflur beggja era felldar saman hjá yngstu kynslóðinni. Þetta hefúr komið sér vel fyrir alla aðila.og gert námið markvissara. Ég tel eðlilegt að við skoðum að nota svipað model fyrir íþróttimar. I einsetnum grannskóla er eðlilegt að skipuleggja skóladaginn sam- felldan, þannig að bömin njóti hins besta allan daginn. Enginn ef- ast um forvamargildi íþrótta. Rekstur og skipulag yngri flokka hefúr af ýmsum ástæðum ekki ver- ið sem skyldi. Ur þessu má bæta með markvissu samstarfí skóla og íþróttahreyfingar. Mér finnst eðli- legt að yngstu böm grannskólans fái á skóladeginum kennslu í hin- um ýmsu greinum íþrótta. Þannig má tvinna saman hollri hreyfingu og kynningu á helstu iþróttagrein- um án þess að keppni sé megin at- riði. Jafnframt á að gera meiri kröf- ur um menntun þjálfara bama, enda hefúr bæjarstjóm, fyrir fram- kvæði Framsóknaiflokksins, sett 7 milljónir króna í fjárhagsáætlun til að aðstoða íþróttahreyfingum við að greiða menntuðum og reynslu- miklum þjálfúrum bama laun. Með því móti má leysa margt í senn. Fleiri böm kynnast íþróttagreinum við hæfí, fá faglega þjálfun, styrkja sig líkamlega, forvamir aukast, á- lagi er létt af íþróttafélögum og bömin geta sinnt hollum og fjöl- breytilegum íþróttum á skólatíma. Samfelldur skoladagur. Með frekari útfærslu á einsemum grunnskóla má gera vinnudag bama samfelldan. Hluti þess tíma fer í hefbundið nám, hluti í tónlist- amám, íþróttir, heimanám, leik og störf. Aðstæður era til staðar, þökk sé mernaðarfúllum starfsmönnum skólanna. Þannig má draga úr þeyt- ingi foreldra með yngstu bömin eftir vinnudag á milli bæjarhluta og fjölskyldan fær fyrir vikið betri tíma til samvera. Með sanni má segja að þar sé um öfluga forvam- arstefnu að ræða, enda leggjum við, frambjóðendur Framsóknar- flokksins, kapp á að efla forvamir á öllum sviðum. Íþróttir við hæfi allra era góð forvöm. Það á að vera stolt hvers bæjarfélags að eiga gott íþróttafólk og íþróttafélagið á að vera bæjarfélagi sínu til sóma. Mildvægt er að sérhver einstakl- ingur fmni sér þá íþróttagrein sem honum best hentar. Að þessu vilj- um við stuðla og þannig styrkja fjölskyldu- og forvamarmál í Reykjanesbæ. Magnús Daðason. Höfundur er formaður foreldra- félags Heiðarskóla. Mikill áhugamaður um íþróttir og skipar 6. sæti á lista Framsókn- arfíokksins í Rcykjanesbæ. Suðurnesjamenn kjósa Víkurfréttir! VÍKURFRÉTTIR • 19. tölublað 2002 9

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.