Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 10.05.2002, Side 12

Víkurfréttir - 10.05.2002, Side 12
Föstudagurinn 10. maí 2002 UPPBOÐ Sýslumaðurinn í Keflavík Vatnsnesvegi 33,230 Keflavík, s: 420 2400. UPPBOÐ Uppboð munu byqa á skrifstofu embættisins að Vatnsnesvegi 33, Keflavík, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Austurvegur 10, Grindavik, þingl. eig. Hafdis Sigríður Jónsdóttir, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 16. maí 2002 kl. 10:00. Gónhóll 1, Njarðvík, þingl. eig. Gréta Þóra Björgvinsdóttir og Bjöm Finnbogason, gerðarbeið- endur íbúðalánasjóður, Lifeyris- sjóðir Bankastræti 7 og Lífeyris- sjóður sjómanna, fimmtudaginn 16. maí 2002 kl. 10:00. Grófin 13c, suðurhluti 0102, Keflavík, þingl. eig. Guðmundur Björgvinsson, gerðarbeiðandi Reykjanesbær, fimmtudaginn 16. maí 2002 kl. 10:00. Heiðarholt 28,0302, Keflavík, þingl. eig. Sigurgeir S Jóhannsson, gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður og Reykjanesbær, fimmtudaginn 16. maí 2002 kl. 10:00. Hjallavegur 9f, 3. hæðA, 0301, Njarðvík, þingl. eig. ÞórirTello, gerðarbeiðandi Einar Þór Kristjánsson, fimmtudaginn 16. maí 2002 kl. 10:00. Junkaragerði, Hafhir, þingl. eig. Halldór Andri Halldórsson, gerðar- beiðandi Húsasmiðjan hf, fimmtudaginn 16. mai 2002 kl. 10:00. Kópubraut 9, Njarðvík, þingl. eig. Auðunn Þór Almarsson, gerðar- beiðandi Reykjanesbær, fimmtudaginn 16. maí 2002 kl. 10:00. Njarðvíkurbraut 25, Njarðvík, þingl. eig. Gunnar Þór Isleifsson, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki íslands hf, DNG Sjóvélar hf., Reykjanesbær og Trygginga- miðstöðin hf, fimmtudaginn 16. maí 2002 kl. 10:00. Sjávargata 25, Njarðvík, þingl. eig. Jóhanna Kristinsdóttir, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn í Keflavík, fimmtudaginn 16. maí 2002 kl. 10:00. Sólvallagata 46,3. h. t. v. Keflavík, þingl. eig. Ingibjörg L Kristinsdóttir, gerðarbeiðendur Ibúðalánasjóður, LandeigendurY- Njarðvhv m/Vn sf og Reykjanes- bær, fimmtudaginn 16. maí 2002 kl. 10:00. Sunnubraut 17, Garði, þingl. eig. Ingveldur Ásdís Sigurðardóttir og Þorsteinn Jóhannsson, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Islands hf, fimmtudaginn 16. maí 2002 kl. 10:00. Sýslumaöurinn i Keflavík, 7. maí 2002. Jón Eysteinsson __________UMRÆÐAN Barnið vex en brókin ekki! w Ari Cylfason skrifar Kæru Sandgerðingar. Við erum að hrekja unga fólkið okkar burt. Það eru ekki til íbúðir í Sandgerði fyrir fólk sem er að hefja sinn búskap. Þegar ungir Sandgerðingar ætla að skríða úr hreiðrinu neyðast þeir til að flytja til Keflavíkur, eða í litla Sandgerði eins og Heiðarholtið er oft nefnt. Þetta finnst okkur á Sandgerðislistanum til háborinnar skammar fyrir bæjarfélagið okkar. Hvar hafa bæjaryfirvöld verið í þessum málum? Er þetta vandamál að koma upp núna rétt fyrir kosn- ingar eða erum við að vakna af værum blundi? Bæjaryfirvöld hafa laglega sofnað á verðinum við að halda unga fólkinu í Sandgerði. Þau hafi haft nægan tíma til að grípa í taumana en hafa einfaldlega ekkert gert. Fráfarandi meirhluti hefur fengið sín tækifæri til að taka á vandanum. Það er tími til kominn að hleypa nýju fólki að með ferskar hugmyndir. í húsnæðismálum Sandgerðinga má segja að ,,bamið hafi vaxið en brókin ekki. Ibúar Sandgerðis hafa skoðun á þessu máli og þurfa að sýna það í verki með því að taka afstöðu með Sandgerðislistanum og kjósa hann. Það er kominn tími fyrir framkvæmdir í húsnæðismál- um ungs fólks í Sandgerði. Við á Sandgerðislistanum viljum setja húsnæðismál ungs fólks á oddinn. Við þorum, þorir þú? x-Þ Ari Gylfason skipar 6. sæti Sandgerðislistans Innri Njarðvík - framtíðarperla Reykjanesbæjar Staðarins er fyrst getið í rituðum heimildum 1269 og kallast þá Kirkju-Njarðvík. í dag búa um 400 manns í Innri-Njarðvík. Hverfið er hluti af Reykjanesbæ og sæta fram- kvæmdir og viðhald sömu áætlun- um og önnur hverfi bæjarins en samkvæmt framtíðarskipulagi og stefnu sjálfstæðismanna er hér um framtíðarhverfí bæjarins að ræða. Núverandi hverfi Á fjölmennum hverfisftmdi tjáðu í- búar sig um það sem betur mætti fara í þeirra umhverfi. Sjálfstæðis- menn ætla m.a. að taka ákvörðun um framtíð gæsluvallar við Kirkju- braut, setja hraðahindrun á Njarð- víkurbraut, ljúka göngu- og hjól- reiðastíg að Seyluhverfi og ganga frá gangstéttum og öðrum svæðum á vegum bæjarins. Þá voru fúndar- menn sammála um að viðhalda góðu almenningskerfi og styrkja ffemur en veikja. í þessu hverfi eins og annars staðar þarf að virkja einstaklinga og fyrirtækjaeigendur á jákvæðan hátt til að hugsa vel um útlit eignar sinnar. Við Reykjanes- braut hafa risið mörg fyrirtæki og stofnanir sem eru til fyrirmyndar bæði hvað varðar útlit og starfsemi. Svæðið milli Reykjanesbrautar og fyrirtækjanna, sem er í umsjá vega- gerðar, þarf að tyrfa og ganga ffá. Á frystihúsatorftinni er Laugafisk- ur en starfsemin er umdeild vegna ólyktar sem lagt hefúr um hverfið, flugnagers og útlitsmengunar sem íbúar hafa mótmælt m.a. til heil- brigðiseftilitsins sem gaf lokafrest til úrbóta til 1. september n.k. Hrá- efni er keyrt í gegnum íbúðarhverf- ið og því mætti líta á svæðið sem víkjandi iðnaðarsvæði Reykjanes- bæjar. Sjálfstæðismenn munu fylgjast með þessu máli og ná þeirri niðurstöðu sem íbúar hverf- isins geta sætt sig við fái þeir til þess umboð. Leikskólinn Holt Leikskólinn Holt tók til starfa 1985 og ber nafn af landi jarðarinnar Í Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma Valgerður Ingimundardóttir, frá Garðstöðum í Garði, Vesturgötu 35, Keflavik lést á dvalarheimilinu Garðvangi, 2. maí sl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, laugardaginn 11. maí kl. 13. Þorsteinn Bergmann, Ema Geirmundsdóttir, Sigvaldi Jónsson, Ingibjörg Geirmundsdóttir, Bjarni Bergmann, barnabörn og barnabarnabörn. Holts. í dag eru 64 böm í leikskól- anum í tveimur deildum. Fyrirhug- uð er stækkun leikskólans árið 2003 auk lagfæringa á lóð og um- hverfi. Eftir breytingu er Holt fjög- urra deilda og með um 100 böm- um. Viðbót leikskólans er áfangi í því lokatakmarki sjálfstæðismanna að útrýma biðlistum bama tveggja ára og eldri á þessu kjörtímabili. Thorkelliskóli Höfúðprýði Innri-Njarðvikur er rösklega aldargömul steinkirkja. Utan við hana er stytta af Jóni skólameistara Thorchilliusi 1697- 1759 sem reist var29. maí 1965 eða um 206 ámm eftir andlát fræðimannsins eins og off er gert þegar merkir menn em gengnir. Sjálfstæðismenn munu hefja undir- búning Thorkelliskóla á árinu 2003 og stefna að framkvæmdir hefyst á kjörtímabilinu. Mun byggingar- hraði síðan ákvarðast af eflirspum og uppbyggingu svæðisins og mun hann þjóna Innri-Njarðvíkurhverfi ásamt nýbyggingarsvæðum. Framtíðarbyggingarland Skipulögð hefur verið gata við Lágseylu fyrir 35 hús og hún gerð tilbúin til byggingar og verið er að útbúa rammadeiliskipulag fyrir heilstætt hverfi, tengt skóla og Ieik- skólum. I lengri framtíð er svæði að Stapa okkar tækifæri bæði þegar horft er til íbúabyggðar og atvinnu- svæðis en það getur tekið við allt að 20.000 manna byggð og verða þjónustusvæði skipulögð í sam- ræmi við það. Nýtt fráveitukerfi sem nýlega var tekið í notkun er hannað til að taka við þessum nýju hverfúm. Sjálfstæðismenn sjá fýrir sér umhveiífisvænan orkugarð í landi Reykjanesbæjar eða frá Svartsengi í átt að Innri-Njarðvík enda svæðið tilvalið til skipulags þessa spennandi framtíðarverkefn- ins. Með orkugarði verður stofnað til hundmða vel launaðra starfa sem krefjast fjölþættrar menntunar. Fitjar Eitt af stóm málunum em Fitjar og umhverfi þeirra með tengingu við nýja komuleið í bæinn sem gera mun alla umferð og aðgengi til fyr- irmyndar. Falleg aðkoma af bæjar- félagi skiptir miklu máli og hafa Fitjar allt til að bera til að svo verði með fallegar tjamir og fúglalífi. Lónið sunnan brautarinnar hefúr mikla möguleika sem ylströnd og aðstaða fyrir sjósport með Stekkj- arkot og jafnvel víkingaþorps i næsta nágrenni. Uppbygging svæð- isins við Fitjar hefst í sumar. Vissulega er Innri-Njarðvík fram- tíðarperla Reykjanesbæjar sama í hvaða samhengi horfl er til. Margt verður framkvæmt i ár, annað á kjörtímabilinu og enn annað í bjartri framtíð Reykjanesbæjar. I hverfinu býr kraftur íbúanna sem svo ofl hefur komið í ljós. Við setjum orð í efndir. Steinþór Jónsson skipar 4. sæti á D-lista sjálfstæðismanna í Revkjanesbæ. Kóramót með glæsibrag í Reykjanesbæ Um sl. lielgi var lialdið hér í Reykjanesbæ kóramót Kvcnnakóra á landinu. Gestgjafar mótsins, félagar í Kvennakór Suðurncsja skipu- lögðu mótið með miklum glæsibrag og þykir mér full ástæða til að óska þeim til hamingju með helgina. Á þessu móti voru saman komnar tæplega 400 konur víðsvegar af land- inu sem fylltu 13 kvennakóra. Mótið hófst á föstudagskvöldið með tón- leikum i Keflavíkurkirkju, þar sem u.þ.b. helmingur kóranna kom frarn. Konumar létu það ekkert á sig fá þótt veðrið væri ekki eins og best væri á kosið, skemmtu sér og áheyrendum sínum hið besta þrátt fyrir það og voru þátttakendur í bæjarlífinu með sinni sönggleði. M.a. tóku þær þátt í messuhaldi á sunnudeginum í Keflavíkurkirkju og einnig í Njarðvíkur- kirkju. Mótinu lauk síðan með tónleikum i íþróttahúsinu við Sunnubraut á sunnudag. Þar komu kóramir ýmist fram einir sér eða nokkrir saman. Einn slíkur samsettur kór hafði æff nokkur Hljómalög og flutti við góðar undirtektir. Að lokum sungu allir kóramir saman þjóðsönginn sem var mjög tilkomumikill endir á frábærlega vel heppnaðri mótshelgi. Björk Guðjónsdóttir Bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. 12

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.