Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 16.05.2002, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 16.05.2002, Blaðsíða 14
Fimmtudagurinn 16. maí 2002 KIRKJUSTARF Hvítasunnukirkjan Ath. breyttan samkomutíma. Frá og með deginum í dag 16. maí verða almennar samkomur sem hér segir: fimmtud.kv. kl. 20 sun- nudaga kl. 11. Allir hjartanlega velkomnir. Njarðvíkurkirkja (Innri-Njarðvík) Guðsþjónusta sunnudaginn 19. maí kl. 14.30. Hvítasunnudagur. Kór kirkjunnar syngur undir stjóm Steinars Guðmundssonar organista. Hestamenn á Suðumesjum fjölmenna og verður aðstöðu fyrir hrossin komið fyrir í nágrenni kirkjunnar. Sóknarprestur Keflavíkurkirkja Hvítasunnudagur 19. maí. Hátíðaguðsþjónustur á sjúkrahús- inukl. 10:15 og kl. 13áHlévangi. Forsöngvari syngur við athafnimar. Hátíðarguðsþjónusta í kirkjunni kl. 11 .Pestur: sr. Sigfús Baldvin Ingvason. Kór Keflavíkurkirkju leiðir söng. Organisti og stjómandi: Hákon Leifsson. Meðhjálpari: HrafnhildurAtladóttir. Sjá sumaráætlun í Vefriti Keflavíkur- kirkju, keflavikurkirkja.is Þriðjudagur21. maí: Jarðarför Magnúsar Jóhannessonar Greniteigi 8, Keflavík, fer fram kl. 14. Útskálakirkja Sunnudagurinn 19.maí Hvítasunnudagur. Hátíðaiguðsþjónusta kl. 11 Organisti: Pálína Fanney Skúladóttir Kór Útskálakirkju syngur. Garðvangur helgistund kl. 15:30 Hvalsneskirkja Sunnudagurinn 19.maí Hvítasunnudagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 Organisti: Pálína Fanney Skúladóttir Kór Hvalsneskirkju syngur. Sóknarprestur Bjöm Sveinn Bjömsson. Grindavíkurkirkja Hátíðarguðsþjónusta Hvítasunnudag 19. maí 2002, kl. 11.00. Prestur sr. Hjörtur Hjartarson Oiganisti Öm Falkner Kór Grindavíkurkirkju leiðir safhaðarsöng. Sóknamefnd. Aðalfundur Félags myndlistarmanna í Reykjanesbæ verður haldinn fimmtudaginn 16. maí nk. kl. 20:00 í húsi félagsins að Hafnargötu 12 í Keflavík. Dagskrá Venjuleg aðalfundarstörf Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka með sér nýja félaga. Stjórnin Húsfélög/ einstaklingar Tökum að okkur alla alhliða málningarvinnu, úti sem inni. Sérhæfum okkur einnig í sprautun á bárujárni s.s. þökum o.fl. Gerum föst verðtilboð. Vönduð vinna. Upplýsingar í símum 693 0660 og 693 0666. Verktakar - Vélaleiga Öll almenn jarðvinna og hellulagnir. Gerum föst verðtilboð. Sigurður s: 898 1114 • Salómon s: 897 0164 FRÉTTIR Minningartónleikar í Grindavíkurkirkiu Að kvöldi Hvítasunnudags kl 20:00 verða haldnir tónleikar í Grindavíkur- kirkju til minningar unt Sigur- óla Geirsson fyrrum organista og skólastjóra Tónlistarskóla Grindavíkur. Siguróli var afkastamikill starfs- maður kirkjunnar og áhugasamur um kirkjulegt starf, sérstaklega tónlistarstarf. A yngri árum stofhaði hann bamakór og æsku- lýðskór við Keflavíkurkirkju, þar sem hann starfaði þá. Víst er að á þessu sviði var hann brautriðj- andi og voru æskulýðskórar hans afar vinsælir í mörg ár. Hann kenndi við tónlistarskóla Njarð- víkur og Keflavíkur áður en hann flutti til Grindavíkur og stjómaði einnig Karlakór Keflavíkur um tíma. I Grindavík var hann skólastjóri og organisti, með starfandi kirkjukór og einnig barnakór í samvinnu við eigin- konu sina Vilborgu Sigurjóns- dóttur. Starf þeirra var afar far- sælt. Nokkrir vinir Siguróla ásamt ekkju hans hafa skipulagt tón- leikana en á þeim koma fram Kirkjukórar Grindavíkur og Keflavíkurkirkna undir stjórn Amar Falkner og Hákons Leifs- sonar, Karlakór Keflavíkur undir stjórn Smára Ólasonar, Kam- merkór Hafnar- fjarðar undir stjórn Helga Bragasonar, Bamakór Selja- kirkju undir stjórn Gróu Hreinsdóttur, einsöngvararnir Einar Orn Ein- arsson, Guð- mundur Sig- urðsson og Steinn Erlings- son, Gunnar Kvaran selló- leikari og Hauk- ur Guðlaugsson orgelleikari. Siguróli var menntaður tón- menntakennari og tréblásara- kennari og á tón- leikunum verður leikið á þau hljóðfæri sem hann iærði og ken- ndi á. A fagott leikur Rúnar Vil- bergsson, á klarinett Gunnar Kristmannsson, á þverflautu Gunnar Gunnarsson og á saxó- fón Rúnar Georgsson. Píanó- leikarar verða Ester Ólafsdóttir, Frank Herlufsen, Gróa Hreins- dóttir og Helgi Bragason. Þá kemur fram harmónikkuklúbbur- inn Stormur, en harmónikkarn var eitt af hljóðfæmm Siguróla. Kynnir á tónleikunum verður Kjartan Már Kjartansson. Á eft- ir verður kaffi í boði Bæjarstjóm- ar Grindavíkur. Grindavíkur- kirkja kemur að tónleikunum með ókeypis afnot af kirkjunni, allir flytjendur gefa sína vinnu og aðgangseyrir sem verður kr. 1.000 rennur óskiptur í sálma- bókasjóð Grindavílöirkirkju. Morgimverðarfundur MOA verður í sal Matarlystar, Iðavöllum 1, föstudaginn 17. maí kl. 8:00-9:45. Kynntar verða fyrirhugaðar framkvæmdir við Hafnargötuna og framtíðarsýn verslunar og þjónustu rædd auk þess sem MOA kynnir ný verkefni sem eru á döfinni. Gestir fundarins koma frá gatnamálastjóranum í Reykjavík, sem staðið hefur fyrir framkvæmdum í miðhorginni auk fidltrúa kaupmanna við Skólavörðustíg. Allir vclkornnir. Markaðs- atvinnu- og menningarsvið Reykjanesbæjar Kjama, Hafnargötu 5 7 230 Reykjanesbæ. 14

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.