Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 16.05.2002, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 16.05.2002, Blaðsíða 20
Fimmtudagurinn 16. maí 2002 Sölufólk óskast Hin árlega álfasala SÁÁ er dagana 23.-26. maí. Grindavíkurbær óskar eftir tilboðum í verkið „ GANGSTÉTTAR 2002" Verkið felst í lagningu kaldavatnsæðar og gangstéttargerð fyrir Grindavíkurbæ. Helstu magntölur eru eftirfarandi: Hellulagðar gangstéttar 250 m2 Steyptur kantsteinn 200 m Lagning kaldavatnsæðar 350 m Steyptir stoðveggir 50 m Verklok 15. ágúst 2002 Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Grindavíkurbæjar á kr. 3.000.-, Víkurbraut 62, 240 Grindavík, frá og með föstudeginum 17. maí 2002. Tilboð verða opnuð á sama stað mánudaginn 3. júní2002, kl.ll.OO. Grindavíkurbær óskar eftir tilboðum í verkið „MALBIKAÐIR STÍGAR 2002" Verkiðfelst í lagningu malbikaðra stíga og steyptra kantsteina fyrir Grindavíkurbæ. Helstu magntölur eru eftirfarandi: Malbikaðir stígar 1800 m2 Steyptur kantsteinn 500 m Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Grindavíkurbæjar á kr. 2.500.-, Víkurbraut 62, 240 Grindavík, frá og með föstudeginum 24. maí 2002. Tilboð verða opnuð á sama stað mánudaginn 10. júní 2002, kl. 11.00. UMRÆÐAN Skólamáltíðir Jóhann Eeirdal skrifar Tillaga S-listans um að öll börn eigi rétt á heitum mat í hádeginu hefur vakið verðskuldaða athygli. Hún er líka að okkar mati nauð- synleg svo i raun verði hægt að tala um að heilsdagsskóli verði valkostur fyrir öll böm. Það er enginn vandi að bjóða uppá hvaða þjónustu sem er ef hún er bara verðlögð þannig að hún standi undir sér og þeir geti keypt þjónustuna sem það vilja. Það er hins vegar ekki aðferð sem S-listinn vill því hún tryggir ekki öllum bömum þá þjónustu sem verið er að bjóða uppá. Hvað kosta skólamáltíðir? Eðlilega er spurt hvað tillaga S- listans muni kosta bæinn. Þannig eiga menn að spyrja þegar nýjar tillögur koma fram. Núna kostar máltíðin 200 kr. hjá hveiju bami. Það er aðeins greiðsla fyrir hrá- eftiið. Starfsfólk og aðstaða er nú þegar greidd af bænum. Ef við miðum við 180 skóladaga og að það séu 1800 böm í grunnskól- unum, þá er þetta einföld marg- fóldun. 200 x 180 x 1800 og út- koman verður kr. 64.800.000. Sextíu og fjórar milljónir og átta hundruð þúsund. Hins vegar skapast nokkuð hagræði við inn- kaup og hafa menn bent á að það megi gera ráð fyrir allt að 20% lækkun vegna hagræðingar. Meðal annars minnkar óvissan um hve margir borða hverju sinni. Þá verður upphæðin fimm- tíu og ein milljón átta hundurð og ijörutiu þúsund. Hvernig á að fjármagna skóla- máltíðir? Þessi upphæð er heldur lægri en rekstrarkosmaður Reykjaneshall- arinnar er á ári. Þá var ekki skýrt hvemig ætti að fjármagna hann. Skólamaturinn verður hins vegar fjármagnaður með núverandi tekjum bæjarins. Auk þess er það á stefhu S-listans að auka tekjur bæjarins, með því að fjölga þeim sem undir rekstrinum standa. Dæmi um leiðir til þess má sjá í stefhuskrá okkar, skipulagskafla. Einnig með því að stuðla að auknum launagreiðslum í bæn- um, dæmi um það má sjá i kafla um atvinnumál. Síðast en ekki síst með betri nýtingu á pening- um bæjarins m.a. með því að virkja fjöldann til liðs við okkur um ýmis þjóðþrifamál sjá lika kafla um ibúalýðræði og skipu- lag. Heildarlaunagreiðslur í bænum þurfa aðeins að hækka um rúm 2,5% til að núverandi útsvarsinn- heimta dugi fyrir þessari viðbót. Efling á innra starfi Gmm.Tr Oddsson skrifar Á undanfomum áram hefur mik- ið verið um verklegar fram- kvæmdir í okkar ágæta bæjarfé- lagi undir forystu okkar sjálf- stæðismanna. Stórir áfangar era að baki og nefhi ég þar sérstak- lega einsetningu grunnskólans en þar var myndarlega að verki stað- ið. Aðstaða í skólunum okkar er til fyrirmyndar og vel búið að kennurum og nemendum. Næstu skref í skólamálum era að efla enn frekar það góð starf sem unnið er innan veggja skólanna og samræma það listastarfi, tóm- stundum og íþróttum. Heilsdagsskóli Heilsdagsskóli hefur verið mikið í umræðunni enda er um að ræða fyrirbæri sem kæmi sér afar vel fyrir marga aðila. Að vinnudegi loknum væru börnin búin með sitt prógram og allir komnir heim á svipuðum tíma. Mikil áhersla verður lögð á að skapa bömum góða þjónustu þegar hefðbundn- um skóladegi lýkur, með sam- þættum tilboðum i listastarfi, tómstundum, íþróttum og aðstoð við heimanám. Með þessum hætti er hægt að renna styrkari stoðum undir það mikilvæga starf sem íþróttafélögin og hin fijálsu félagasamtök vinna fyrir samfélagið okkar. Stuðningur við íþróttastarfið Það verður seint metið að verð- leikum það góða starf sem unnið er innan íþróttahreyfingarinnar. Starf sjálfboðaliðans fer þar í fylkingarbijósti og það era sjálf- boðaliðarnir sem eru iþróttafé- lögin, án þeirra væri lítið að ger- ast. Mörg félög hafa verið að ganga í gegnum erfið timabil þar sem hlutimir hafa í sumum til- fellum verið á mörkunum að buga sjálfboðaliðann. Á þessu hafa menn verið að taka og einnig þarf að búa þannig um hnútana að þetta komi ekki fyrir aftur. Eg hef undanfarin tvö ár verið formaður Tómstunda- og í- þróttaráðs og tekið þátt í því að gera samninga við mörg íþrótta- félög og fijáls félagasamtök sem hafa komið báðum aðilum til góða. Ágætu bæjarbúar nú styttist til kosninga og styttist í að kosið Nauðsynleg forsenda heilsdagsskóla Það þekkja allir sem vinna með börnum að ef þau nærast ekki verða þau erfið í samstarfi. Það er stefht að því að bömum gefist kostur á heilsdagsskóla. Það er gamall draumur sem getur orðið að veraleika nú þegM náðst hefur að einsetja skólana. í því felst að hægt verður að vinna með böm- unum í lengri tíma en nú er. Við það skapast ýmsir möguleikar vegan rýmri tíma í skólanum. Með góðu skipulagi verður hægt að taka á ýmsum vanda sem lítið er sinnt í dag. Það skapast tækifæri á að kenn- arar yngri bekkja geti verið í fullu starfi án þess að þurfa að festa á töflu einhveija fagkennslu á unglingastigi. Þeir gætu fengið aukinn tíma vegna vinnu með nemendum i heilsdagsskóla. Þá verður hægt að aðstoða nemend- ur með nám, bæði þá sem þurfa aukna aðstoð og líka þá sem era alltaf búnir með sín verkefni, þá duglegu. Þetta era aðeins dæmi um þá möguleika sem skapast þegar rýmri timi er til vinnu. Allt mun þetta svo skila sér í betri líð- an nenenda, betri árangri skóla- starfs og minni þörf á dýrari sér- úrræðum á eldri stigum. Jóhann Geirdal Oddviti S-listans í Reykjanesbæ verður í það lið sem kemur til með að spila næstu fjögur árin fyrir Reykjanesbæ. Liðið sem nú er að klára tímabilið hefur leikið ágætlega undanfarin fjögur ár og þar hafa sjálfstæðismenn verið í lykilhlutverkum. Tryggjum að svo verði áffarn, tryggjum að orð verði færð í efndir. X-D Gunnar Oddsson skipar 11. sæti á D-lista Sjálfstæöisflokksins Athugið! Framboð af pólitísku lesefni er mjög mikið þessa síðustu viku fyrir kosningar. Svo gæti farið að allt efnið komist ekki fyrir á síðum Víkurfrétta. Við bendum á að allt efni sem berst Víkurfréttum er birt á vefsvæði Víkurfrétta, www.vf.is. 20

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.