Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 11.07.2002, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 11.07.2002, Blaðsíða 2
Ritstjóri og ábm.: Pált Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hbb@vf.is Sölu- og markaðsstjóri: Jónas Franz Siguijónsson simi 421 0001, franz@vf.is Auglýsingar: Kristín Njálsdóttir kristin@vf.is, Jófríður Leifsdóttir, jofridur@vf.is Blaðamaður: Sævar Sævarsson, sími 421 0004 sjabbi@vf.is Hönnunarstjóri: Kolbrún Pétursdóttir kolla@vf.is Hönnun/umbrot: Kolbrún Pétursdóttir, kolla@vf.is, Stefan Swales, stefan@vf.is Skrifstofa: Stefanía Jónsdóttir, Aldis Jónsdóttir Fimmtudagurinn 11. júlí 2002 FRÉTTIR Tveir við „skál“ og einn við „pilluglas" Fjölmargir landsmenn sáu á eftir ökuréttindum sín- um fyrir ölvunarakstur um einu mestu ferðahelgi sumarsins, sem var um síðus- tu hclgi. A Suðurnesjum hafði lögreglan hendur í hári tveggja ökumanna sem voru við „skál“ undir stýri. Þá var einn stöðvaður fyrir að aka undir áhrifum lyfja, sem er ekki síður alvarlegt brot. Öku- maðurinn á lyijunum var stöðv- aður af lögreglu á Reykjanes- braut við Seylubraut í Njarðvík eftir að hafa rásað um Reykja- nesbrautina á leið til Keflavíkur og meðal annars ekið aftan á vörubifreið. Ökumaðurinn reyndist vera á deyfandi lyfjum og engan veginn með réttu ráði. Hann fær að sjá á eftir ökurétt- indum sínum eins og þeir tveir sem höfðu áfengi um hönd við aksturinn. Festi fingur í roðflettivél Maður var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fest fingur í roð- flettivél sl. föstudagskvöld.At- vikið átti sér stað í Sandgerði og barst útkall kl. 19:20 á föstudagskvöld. Maðurinn var að vinna við vélina og festust fingur hægri Itandar í vélinni. Það var manninum til happs að engir hnífar voru í vélinni því þá hefði getað far- ið mun verr. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús þar sem gert var að áverkum hans. Eldur í rusli á svölum Samkaupa Ölvaður og réttinda- laus á bíl í slagsmál- um við lögreglu Eldur kom upp á svölum við mötuneyti starfsfólks í verslun Samkaupa í Njarðvík þegar klukkuna vantaði um fjórðung í þrjú á mánudag. Það voru vegfarcnd- ur scm tilkynntu eldinn til slökkviliðs en starfsfólki versl- unarinnar var einnig gert við- vart. Glóð frá tóbaki er talin hafa valdið brunanum sem varð í rusladalli á svölunum. Að sögn Guðjóns Stefánssonar, framkvæmdastjóra Sam- kaupa, er tóbaksglóöin talin liklegasti íkveikjuvaldurinn, en lögregla fer með rannsókn málsins. VF-mynd: Hilmar Bragi Ný heimasíða í tengslum við Ljósanótt í Reykjanesbæ var formelga opnuð i hádeginu á föstudag í Skútanum, hellinum við smábátahöfnina í Grófinni. Dagskrá Ljósanætur, sem verður mjög glæsileg og fjölbreytt var einnig kynnt en hún mun standa yfir dagana 5.- 8. september. Það var Björk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjómar Reykjanesbæjar, sem opnaði síðuna ljosanott.is úr en hún var unnin af fyrirtækinu Dacoda sem er starffækt hér í bæ. Að því loknu var boðið í grillveislu þar sem grillaðar voru pylsur og boðið upp á gos. Starfsmenn Samkaupa ráðast gegn eldinum með handslökkvitæki að vopni. Ólíklegt að flaki Guðrúnar Gísladóttur KE verði bjargað af hafsbotni við Noreg íkur eru á að flak Guðrúnar Gísladóttur KE 15 verði ekki bjargað af islendingum i þar sem ekki er talið borga sig fyrir eigend- ur og tryggingafélag að bjarga skipinu af hafsbotni. Skipið sökk að morgni 19. júní sl. þegar reynt var að draga það af strandstað við Lófót í Norður Norcgi. Þar með er talið að um 2,5 milj- arðar króna hafi horfiö í hafíð og eru þá ótaldar þær útfíutningstekjur sem þetta mikla og eitt fullkomnasta skip sem íslendingar hafa nokkru sinni eignast, hefði getað útvegað þjóðfélaginu ef ferill þess hefði orðið lengri. Kafarar hafa undanfarna daga unnið að því að skoða flak þessa rúmlega 70 metra langs skips þar sem það liggur á stjómborðshlið á sandbotni á 40 metra dýpi. Nót skipsins hefur náðst upp en hún skapaði hættu þar sem hún flaut á yfirborðinu. Ljósmyndir sem kafaramir hafa tekið sýna að enn fljóta kaðlar og annað upp ffá flakinu. Botn skipsins virðist mjög illa skemmdur þar sem hann hefur steytt á skerinu. Að kröfú mengunarvama norska rikisins skilaði útgerð Guðrúnar Gísladóttir áætlun í dag um hvemig eigi að haga olíuhreinsun úr flakinu en um 300 tonn af olíu em i því. Norðmenn óttast mengunarslys og fylgjast náið með hugsanlegum olíuleka. Einnig em tæp 1.000 tonn af síld um borð sem geta orðið mikið umhverfisvandamál þegar romun hefst. í gær hélt tryggingafélag útgerðarinnar, sem er Tryggingamiðstöðin, fúnd með endurtryggingafé- lagi og hönnuðum skipsins og þá var að vænta á- kvörðunar um hvað gert verður við flakið. Líklega verður það boðið björgunarfélögum til kaups þar sem það liggur effir að búið er að hreinsa út því olí- una. Lögreglan hafði afskipti af ölvuðum og réttindalaus- um ökumanni á Reykja- nesbraut á dögunum. Maður- inn og kona, sem var farþegi í bílnum, voru á leið úr Vogum áleiðis til Reykjavíkur þegar lögreglan stöðvaði bifreiðina. Eitthvað var maðurinn við- skotaillur við afskipti lögregl- unnar og réðist hann að einum lögreglumanninum. Var mað- urinn handtekinn á staðnum og færður í fangageymslu en auk þess að vera ölvaður reyndist hann vera réttinda- laus. Missti framan af fingri Vinnuslys varð í Njarð- vík fyrir helgi þegar stúlka missti framan af fíngri viö vinnu hjá Létt- steypu Suðumesja. Hún var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar og síðan á Landsspítala Há- skólasjúkrahús við Hring- braut í Reykjavík. Stúlkan var að vinna við hellustimpilvél þegar hún slasaðist. Vélin var tekin úr umferð í kjölfar slyssins, auk þess sem Vinnueftirlitið var kallað á vettvang slyssins. Ný ferðamannaleið hefur verið opnuð á Suðurnesjum en það er vegur frá Bláa lóninu og suður fyrir fjallið Þorbjörn. Vegurinn tengist síðan vegin- um út í Staðarhverfi við Grindavík. Nýi vegurinn hefur verið lagður bundnu slitlagi og liggur um mjög fallegt svæði. Það hefur lengi verið baráttu- mál Grindvíkinga að fá veg að Bláa lóninu frá Grindavík og eitt er víst að þessi nýja leið á eftir að verða vinsæl hringleið fyrir rútur með hópa á leið í Bláa lónið og með viðkomu í Grindavík. ■ MUNDI Þetta liefur vcrið sannkölluð „ reykpása ‘ i Samkaup! stuttar F R É T T I R , Útgefandi: lfimm Víkurfréttir ehf. kt. 710183-0319, ■ IIVwl* Grundarvegi 23, 260 Njarðvík PRÉTTIR Sími 421 0000 (15 línur) • Fax 421 0020 Úttit, umbrot og prentvistun (pdf): Vikurfréttir ehf. Prentvinnsla: Prentsmiójan Oddi Itf. / Dreifing: Islandspóstur Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og vikurfrettir.is Aðrir fjölmiðlar Vikurfrétta ehf. eru: Tímarit Vikurfrétta, The White Falcon og Kapalsjónvarp Víkurfrétta.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.