Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 05.09.2002, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 05.09.2002, Blaðsíða 10
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is ✓ FRETTIR AÐSENT lirunn»tsujy hjá Gallerý förðun i húsi Heilsulindarinnar, Hafnargötu 39 1 fii íflli ; ifi inn jrnr ’• L augardag kl. 13-20 og sunnudag kl. 13-18. Allt með 30% - 50% - 80% ahlætti galleryföi Nokkrir jákvæðir punktar í sumarlok K E F L A V Sjóðheitt en líka svalandi TVF tímarit á öllum helstu blaðsölustöðum! Þegar sumri hallar og sumarffí taka enda fer hið hefðbundna líf bæjarbúa að færast í fastar skorður. Skólar byrja og hjól atvinnulífsins fara að snúast með eðhlegum hætti og með fúllmannaða áhöfh starfsmanna. Það sama á við um nefndarkerfi sveitarfélagsins sem að hluta liggur niðri að surnri á meðan á sumarfrium stendur. I kjölfar endurnýjunar vegna kosninga í vor og rólegrar starfsemi í sumar fer nefndarfólk og embættismenn nú að undirbúa fjöl- mörg verkefni vetrarins sem framundan er. Þrátt fyrir það hafa mörg mál náð góðu flugi í sumar sem hafa orðið bæjarfélaginu og bæjarbúum til góðs og vert er að minnast á. Umhverfisátak Eitt af áhersluatriðum Sjálfstæðis- manna fyrir kosningar í vor var hreinsunarátak á jaðarsvæðum sveit- arfélagsins, þ.e. iðnaðarsvæðum og meðffam strandlengjunni. Verkefhi þetta var undirbúið vel í byrjun sum- ars og var hrundið í framkvæmd í ágústbyijun. Því lauk formlega 31. ágúst s.l. þó enn sé unnið að því að fjarlægja járnarusl sem bæjarbúar vilja losna við úr bænum. Mér finnst ástæða til þess að þakka öllum sem að verkefhinu komu fyrir frábært starf og bæjarbúum óska ég til hamingju með góðan árangur en líklegt er að um eitt þúsund tonn af járni og timbri verði fjarlægð úr bænum að átakinu loknu, - rusl sem engum var til gagns en mörgum þymir í augum til margra ára. Víkingaskipið Islendingur Bæjarstjóri leiddi farsællega viðræð- ur fjölmargra aðila um kaup á vík- ingaskipinu Islendingi sem hefði heimahöfh í Reykjanesbæ. Á hann mikinn heiður skilin fyrir það verk- efni. Reykjanesbær verður minni- hlutaeigandi í skipinu en tryggir rekstur þess og um leið staðsemingu hér í bæ. Miklar hugmyndir eru um framtíðarmöguleika í ferðaþjónustu tengdu skipinu og er áhugi innlendra og erlendra aðila á verkefhinu mikill. Öruggt er að skipið gefur okkur tækifæri sem aldrei fyrr á að stöðva ferðamenn sem um svæðið fara en ekkert sveitarfélag á landinu hefur meiri möguleika en Reykjanesbær á að gripa erlenda ferðamenn og selja þeim vörur og þjónustu, þar sem langflestir þeirra fara um bæinn a.m.k. tvisvar á ferð sinni til og frá landinu. Nikkel-svæðið Nú í vikubytjun var hafist handa við að flarlægja girðingu sem stóð um- hverfis Nikkel-svæðið og hefur verið ibúum hér í bæ til óþurftar um fjöl- mörg ár. Er þar með lokið baráttu við hreinsun svæðisins sem staðið hefur í meira en áratug. I sumar var grasÍTæum sáð um svæðið og öruggt er að ásýnd þess verður með öðrum hætti á næstu árum en hingað til. Bæjaryfirvöld | munu á næst- unni hefjast I handa við að skipuleggja svæðið og leita | effir upplýsing- um um hvort og I þá hvar megi byggja þar íbúðabyggð. Sú mikla sjónmengun sem þar var af gömlum oliutönkum, byggingum og girðingu er hins vegar horfin og er það vel. Ljósanótt Fram á sunnudag verða hátíðarhöld í Reykjanesbæ í tilefni Ljósanætur sem á hápunkt sinn á laugardags- kvöld. Dagskrá er þétt og glæsileg og stórkostlegt að sjá hversu margir bæjarbúar leggja hönd á plóg við að gera þá dagskrá fjölbreytta og við- burðarmikla. Keppni um Ljósalagið var ánægjuleg viðbót við þá atburði sem verið hafa á Ljósanótt á síðustu tveimur árum og verður vonandi að árlegum viðburði héðan í frá. Kepp- endur voru fjölmargir, lögin voru góð, keppnin vel skipulögð og vakti verðskuldaða athygli á sveitarfélag- inu okkar. Um leið og ég hvet alla bæjarbúa til þess að njóta þeirra við- burða sem í boði eru á næstu dögum skora ég á okkur öll að taka virkan þátt í dagskránni. Böðvar Jónsson formaður bæjarráðs Næstu námskeið . _ Innritun í þessi námskeið stendur yfir Eldri borgarar Bjóðum nú upp á 30 stunda námskeið sniðið að þörfum eldri borgara. Engin undirstaða nauðsynleg. Róleg yfirferð. 60 ára aldurstakmark. Vefsíðugerð 1 hefst 10. sept. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur verði færir um að nota tölvuna til að skrifa texta, setja hann snyrtilega upp og prenta. Leita upplýsinga á Netinu ofl. Hefst 16. september Tölvuviðgerðir bilanagreining hefst 21. sept. Tölvuskóli Suðurnesja Hafnargötu 51 - 55 • Reykjanesbæ ■■■■■■■■ Nánari upplýsingar á www.tss.is eða í síma 421 4025 10

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.