Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 17.10.2002, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 17.10.2002, Blaðsíða 14
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is SIGURÐUR STURLUSON KPáls rcllahlaAið grcindi IVá því sl. InstudaK art Krisl- ján l’álsson niuni skipa fyrsta sæliO á lista Sjállshcrt- isinanna i Suðurkjördæmi sainkvæmt þcim hiiginynd- iini sciii iipiistillin^arnct'iidi ræðir nú. Iliin þingaöi sl. timmlucla" þar scm tillögnr nni skipan Ijögurra cfstu sæta listans voru scttar fram. Samkvæmt þvi niun Kristján skipa efsta sætið, Drílá I Ijartar- dnttir, þingmaöur af Suðurlandi 2. sætið, Guðjón Hjörleifsson, lyrrverandi bæjarstjóri í Eyjum það þriðja og Suðurnesjamað- urinn Árni Ragnar Árnason það fjórða... Þriðju kosningar Jóa jóliann Geirdal er mcðal þálttakcnda í prólkjöri Sam- fylkingarinnar í suðurkjör- dæmi. Það er óhætt að scgja að Jói sc búinn að vera mikið á kosningabrölti á þcssu ári þvi þetta verða þriðju kosningarnar sem liann tekur þátt i. Fyrst var liann i prótkjöri Samfylkingar- innar i Reykjanesbæ. Því næst lók hann þált með sínum llokki i bæjarstjórnarkosningunum i mai og svo cr hann nú á lcið i prófkjör. Þátttaka í pólitískum kosningum hefur liingað til varla þólt mannbætandi cða skcmmtilegar eins og Árni Ragnar Árnason lýsti i viðtali við TVF um daginn; sagði þær t.d. yfirleitt rætnar. Sumir hafa hreinlega spurt livort Jóhann sc hrífinn af„sjálfpyntingum“... Drífa í slaginn iríl'a Sigfúsdóttir fyrrver- aiuli l'orseti bæjarstjórnar Kellavikur og svcitar- stjórnarkona ætlar nú aö reyna við þingsæti og heyrst liefur að hún hal'i boðið sig fram í 3. sæti á lista framsóknarmanna í Suðurkjördæmi. Nokkud Ijóst þykir að l'yrstu tvö sætin séu frátekin fyrir landbúnaðarrád- hcrrann Guðna Ágústsscin og þingmanninn lljálmar Árna- son... Árni í stuði \ rni Johnscn, fyrrvcrandi iþingmaður og skemmti- / Ikrafhir hcfur farið mikinn á ýmsum mannfögnuðum aö undanfornu. Ilann var nýlcga með gítarinn á lol'ti á kvenna- kvöldi í Stapa þar scm hann „ætlaði aldrei að hætta". Sl. hclgi var liann veislustjóri Kiwanismanna i KK-salnum á Lundakvöldi sem hcppnaðist mjög vel. Árni hclt þar uppi góðri skcmmlan og fckk nafna sinn og frænda, Siglússon, hæj- arstjóra i Rcykjanesbæ til að taka í gitarinn og syngja með sér. Árni .lohnsen tór mikinn i fjörinu og gerði sér síðan lilið fyrir og dreifði Iríniiðum á súlustað bæjarins... WcurfréHaBteilið flinkir og stjómuðu vel. Þá var Dráttar- brautin eitt stærsta íýrirtækið hér. Ég gerð- ist framsóknarmaður árið 1960 og tók virk- an þátt í félagsstarfi framsóknarmanna í mörg ár. Hvernig lýst þér á útkomu framsóknar- manna í síðustu sveitarstjórnar-kosningum þar sem flokkurinn hér missti fylgi og mann. Framsóknarflokkurinn er nú elsti stjóm- málaflokkur landsins og hefúr mótað mikið hér í Keflavík. Verið hér lengi við stjóm- völin og haft áhrif. Fyrir vestan vom krat- arnir áhrifamiklir og svo íhaldið. Annars var Vilmundur læknir skemmtilegasti ræðumaður og stjómmálamaður sem hef heyrt í. Hann var svo harður og beinskeytt- ur að hann hélt alltaf andstæðingunum í spennu. En nú stefha allir flokkar inn að miðju er það ekki? Þetta gengur svona í bylgjum. Ég man að framsóknarmenn náðu einu sinni svo góðri kosningu að það munaði einungis innan við 20 atkvæðum að þeir næðu hreinum meirihluta. Ég man eftir mörgum mætum framsóknarmönnum frá þessum tíma. Maður gat nú ekki séð fyrir fall kommún- ismans. Þetta var mikið heimsveldi og fall þess var nú eitthvað sem enginn hefði get- að trúað. Þetta stórveldi sem Sovétríkin voru. En það getur allt gerst í þessu. Mér líst nú ekkert á þessar yfirlýsingar í Banda- ríkjamönnum núna og hvemig þeir koma fram. Tókstu þátt í félagsmálum hér áður fyrr? Já ég var í stjóm Verslunarmannafélags Suðumesja um árabil og fonnaður frá 1965-1969. Árið sem ég tók við for- mennsku áttum við í deilu við Verslunar- mannafélag Reykjavíkur m.a. um félags- gjöld þeirra sem unnu á Keflavíkurflug- velli. Við héldum stjómarfúndina fyrst á heimili mínu en síðan fómm við í leiguhúsnæði að Aðal- götu 6 en VS keypti síðan húsnæði að Hafnargötu 16. Svo sat ég i útgáfúnefnd Átthagafélags Sléttuhrepps og var í stjóm félagsins um árabil. Hver eru helstu áhugamálin? Ég stundaði hestamennsku eftir að ég varð ekkill. Ég les töluvert og þá aðallega ævi- sögur en er núna í skáldsögum. Á náttborð- inu sér greinarhöfúndur að liggur bók Isa- bel Allende, Mynd örlaganna. Ég las Eyði- merkurblómið um daginn og mér fínnst lýst þar glæpsamlegri meðferð á bömum, en þar er vel sagt frá. Eins er Halldór Kilj- an Laxness í uppáhaldi hjá mér. Ertu ennþá með ökuskírteini? Já ég er nú reyndar með skírteinið en ég er alveg sammála því að herða eftirlit með akstri eldra fólks eins og er í umræðunni núna. “Sumir keyra bara mgl”. Það vom mikil viðbrigði fyrir mig að hafa ekki bíl- inn en ég er alveg sáttur við að vera hættur að keyra. Ég var alveg hættur að fara í langferðir. En það var keyrt á bíllinn nrinn og hann klesstist illa. Þá notaði ég tækifær- ið og hætti alveg að keyra. Ég hafði velt því fyrir mér um tíma að afskrá bílinn af því maður verður að hreyfa sig meira. Ákvaðst þú sjálfur að fara á Hlévang eða hvernig kom það til? Já, mér var gefinn kostur á að fara hingað á Hlévang. Ég hef verið hér á Hlévangi síðan 13. mars 1997 eða í tæp 6 ár. Ég tók strax jákvætt í það. Ég var orðinn hálfleiður á að búa einn og fannst mjög jákvætt að koma hingað sjálfviljugur og mér líður vel. Ég var smám saman búinn að undirbúa mig undir þetta og er mjög sáttur hér. Hér er allt starfsfólk til fyrirmyndar og einstaklega gott. Eins er öll aðstaða eins og best verður á kosið. Hugsar þú um dauðann? Nei ég hugsa helst ekki um dauðann en maður veit að það liggur fyrir. Ég held samt að ég yrði ansi lítill karl ef heilsan bil- aði. Ég er nú hálfgerð kveif held ég. Það fer nú að draga úr sumu hjá manni. Maður verður að halda sér við og hreyfa sig. Ég finn að ég er aðeins að missa orku við gönguna. Annars hef ég verið heilsuhraust- ur alla tíð og aldrei fengið neina kvilla. Þegar ég var í hestunum datt ég einu sinni af baki og það sprakk liðþófi og svo fór ég í blöðruhálskirtilsaðgerð. Ég má þakka fyr- ir að vera hraustur og þetta virðist bara vera í genunum. Eftir að ég hætti að vinna fór ég að hugsa meira um heilsuna. Ég hlýt að vera vel byggður þvi ég hef ekki lifað sér- lega heilbrigðu lífi. Bara svipað og aðrir. Mér hefúr verið gefin góð heilsa. Eg hef ekki verið neinn bindindismaður og ég reykti um árabil. Hvað heldur þú að hafi verið örlagaríkustu tímabilin í þínu lífi. Það er þegar ég kynntist konunni minni og svo þegar ég missti konuna mína. Það eru örugglega örlagarikustu punktamir í mínu lífí. Hún hefði einmitt átt afrnæli í dag seg- ir Sigurður hugsi. Ef þú ættir að leggja ungum manni lífs- reglur, hverjar væru þær? Maður getur ekki lagt öðrum lífsreglur nema þá helst að lifa heilbrigðu lífi og forðast eiturlyf. Það eru margar hættumar í dag og það hlýtur að þurfa einstaka stjóm- semi til að komast ffam hjá öllu því sem otað er að nranni nú til dags, sagði þessi öldungur sem virðist búa yfir miklu um- burðarlyndi og hógværð og finnst sú lífs- leikni sem hann býr yfir ekki eins merkileg og greinarhöfúndi. Að sigra sjálfan sig er áskomn sem okkur yngra fólki tekst mjög misjafnlega að takast á við en ótrúleg seigla einkennir Sigurð Sturluson og hann lætur ekki veðrið hefla sig í að stunda sund daglega þó 87 ára sé. Fyrir um áratug þegar Sigurður var kominn hátt á áttræðisaldur ferðaðist undirrituð um Aðalvík með hon- um og vílaði hann þá ekki fyrir sér að síga í björg eða vaða í ám og leiddi hann fólk á- fram og fheddi um dásemdir þessarar vestfirsku náttúruperlu þar sem hann sjálf- ur hafði slitið bamsskónum. VIÐTAL: HELGA MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR 14

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.