Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 17.10.2002, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 17.10.2002, Blaðsíða 16
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is Jón Benediktsson yfirlæknir við Heilsugæslustöðina í Grindavík Þingmenn Suðurnesja og umræða um heilbrigðismál riðjudaginn 8.október fór fram á Alþingi ut- andagskrárumræða um stöðu heilbrigðismála þar sem málshetjandi var Margrét Frímannsdóttir þingmaður Samfvlkingar í Suöurlandskjördæmi. Margt bar á góma í þessari umræðu enda um stóran málaflokk að ræða. Meðai annars var rætt um málefni heilsugæslunnar. Það var athyglisvert að hlýða á ræður alþingismanna sem eru búsettir eða upprunnir á Suð- umesjum við utandag- skrárumræðuna í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem blasir við í heilsugæslunni á Suðumesj- um. Hjálmar Ámason flutti mjög háfleyga ræðu um að vandinn væri að við hefðum „sjúk- lingakerfi“ en ekki heilbrigð- iskerfi. Ekki væri tekið á mál- um fyrr en fólk væri orðið að sjúklingum í stað þess að efla heilbrigði og fyrirbyggja sjúk- dórna. Þetta eru góðar ábend- ingarog það er vel þekkt að heilbrigðisvandamál okkar tíma tengjast að verulegu leyti ofáti, hreyfingarleysi, reyk- ingum og áfengisneyslu. Heilbrigðisvandamái fyrri tíma tengdust vosbúð, kulda, hungri og smitsjúkdómum og þá var meðalævilengd fólks mun styttri en í dag. Sagan sýnir hins vegar að það koma alltaf ný heilbrigðisvandamál í stað þeirra sem er búið að fyr- irbyggja og að þörfin fyrir umönnun við ævilok fer vax- andi ef eitthvað er með hækk- andi meðalaldri og hlutfalls- legri fjölgun aldraðra. For- vamir gegn sjúkdómum, þótt þær séu þarfar og nauðsynleg- ar, breyta því þannig ekki að verkefiiin í „sjúklingakerfinu" eins og Hjálmar kallar það verða ærin um fyrirsjáanlega framtíð. Hjálmar minntist ekki einu orði í ræðu sinni á núverandi stöðu heilsugæslunnar hvort sem það er af því að hann er á of háu plani til að taka þátt í dægurþrasinu eða af tillitssemi við heilbrigðisráðherrann. Sigríður Jóhannesdóttir taldi aðgengi að sérfræðingum of mikið og að kosmaður ríkis- sjóðs vegna þjónustu þeirra væri of hár. Hún lýsti sig fylgjandi tilvísanakerfi en mistekist hefói að koma því á 1fi 1995 vegna harðra viðbragða sérfræðilækna. Síðan sagði hún að heilsugæslulæknar sem „setið hafa í náðurn" síð- an þeir vom settir á föst laun 1998 væm nú „risnir upp á afturlappimar“ og heimtuðu sama aðgang að „opnum krana“ úr rikissjóði og aðrir sérmenntaðir læknar heföu. Hún klykkti svo út með því að óska heilbrigðisráðherra góðs gengis í komandi kjaraviðræð- um. Alltaf er nú gott að fólk sé hreinskilið og að maður viti hvar maður hefur það. Sam- kvæmt mínum skilningi á ís- lensku máli er það að „sitja í náðum" það sama og að liggja í leti þannig að það fer ekkert á milli mála hvaða álit þing- maðurinn hefúr á okkur heilsugæslulæknum og okkar störfúm. Þetta em auðvitað ekkert annað en sleggjudómar. Ég hef starfað sem heilsu- gæslulæknir á Suðumesjum í samtals 10 ár og tel mig ekki hafa „setið í náðum „eða verið að slæpast mikið í vinnunni á þeim tíma“. Ami Ragnar Ámason ræddi á almennum og skynsamlegum nótum um þau vandamál sem em í heilbrigðiskerfinu al- mennt svo sem biðlistar í að- gerðir og rannsóknir. Ef ég skildi hann rétt lýsti hann sig hlynntan því að sérfræðingar í heimilislækningum fengju sömu réttindi og starfskjör og aðrir sérfræðingar í læknis- ffæði. Kristján Pálsson tók ekki til máls í þessari umræðu. í um- mælum sem höfö vom eftir honum í DV fyrir 2 ámm lét hann hins vegar í ljós áhyggjur yfir minnkandi afköstum heilsugæslulækna eftir að þeir vom settir á föst laun 1998 og að það væri m.a. vegna þess að þeir væm svo mikið í ffí- um. Það er vissulega rétt að heilsugæslulæknar em meira í ffíum en áður þar sem menn taka sér nú almennt samnings- bundin sumarffí eins og flestar vinnandi stéttir og getur það vart talist óeðlilegt ef menn eiga að endast í þessum störf- um. Mér fannst ffóðlegt að hlýða á sjónarmið Suðumesjaþing- mannanna við þessa umræðu á Alþingi og ég tel að það sé einnig ffóðlegt fyrir íbúa á Suðumesjum að kynnast þeim. Eins og kunnugt er hafa allir starfandi heilsugæslulæknar á Suðumesjum sagt upp störf- um og taka uppsagnimar gildi l.nóvember næstkomandi. Undirritaður er í þessum hópi. Við sögðum upp ffá 1. maí með 3ja mánaða uppsagnar- ffesti en Heilbrigðisstofnun Suðumesja ffamlengdi upp- sagnarffestinn um 3 mánuði og taka þær því gildi 1. nóv. Hér er formlega ekki um verk- fallsaðgerð að ræða enda hafa læknar ekki verkfallsrétt. Ekki er heldur um að ræða að við segjum upp störfúm að ffum- kvæði okkar samtaka (Félags íslenskra heimilislækna) held- ur tökum við þessa ákvörðun sjálf. Við segjum upp störfúm til að leggja áherslu á kröfúr heimilislækna um sama rétt og aðrir sérffæðingar í Iæknis- ffæði til að fá að starfa sjálf- stætt á eigin stofúm og á sam- bærilegum gjaldskrársamningi við Tryggingastofhun rikisins eins og í gildi er fyrir til dæm- is lyflækna, bamalækna eða kvensjúkdómalækna. Þetta Eins og kunnugt er hafa allir starfandi heilsu- gæslulæknar á Suðurnesj- um sagt upp störfum og taka uppsagnirnar gildi l.nóvember næstkom- andi. Undirritaður er í þessum hópi. Við sögðum upp frá l.maí með 3ja mánaða uppsagnarfresti en Heilbrigðisstofnun Suðurnesja framlengdi uppsagnarfrestinn um 3 mánuði og taka þær því gildi l.nóv. Hérerform- lega ekki um verkfallsað- gerð að ræða enda hafa læknar ekki verkfallsrétt. Ekki er heldur um að ræða að við segjum upp störfum að frumkvæði okkar samtaka ( Félags ís- lenskra heimilislækna) heldur tökum við þessa ákvörðun sjálf. Við segjum upp störfum til að leggja áherslu á kröfur heimilis- lækna um sama rétt og aðrir sérfræðingar í lækn- isfræði til að fá að starfa sjálfstætt á eigin stofum og á sambærilegum gjald- skrársamningi við Trygg- ingastofnun ríkisins teljum við forsendu þess að ungir læknar sem eru að velja sér sérgrein telji heimilislækn- ingar vera fysilegan starfsvett- vang en læknum í sémámi í heimilislækningum hefúr farið fækkandi síðustu ár. Þá hafa margir tugir sérmenntaðra heimilislækna yfirgefió heilsugæsluna síðustu árin og valið sér annan starfsvettvang. Flestir starfandi heilsugæslu- læknar á Suðumesjum í dag hafa lagt fyrir sig 5 ára sémám erlendis að loknu læknaprófi og kandidatsári og er um að ræða 12-13 ára háskólanám og starfsþjálfún að loknu stúdentsprófi áður en menn fá sérfiæðileyfi í heimil- islækningum. Aðdragandinn að uppsögnum okkar er langur og má rekja til uppsafnaðrar óánægju heimilislækna á landsvísu með starfsumhverfi og kjör. Til að sanngimi sé gætt skal þess þó getið að kjör heimilis- lækna á Suðumesjum em í dagvinnu ívið betri en á Reykjavíkursvæði en nætur- og helgarvaktir em illa laun- aðar í samanburði við aðra staði á landinu miðað við vinnuálag og svefntap sem þessum vöktum fylgir. Það sem fyllti mælinn var fram- koma heilbrigðisráðherra í sambandi við svokallað vott- orðamál á fyrri helmingi þessa árs. Ráðherra setti án samráðs við okkur eða okkar samtök reglugerð sem breytti því fyr- irkomulagi á innheimtu fyrir læknisvottorð, sem verið haföi við lýði í áratugi. Þetta þýddi kjaraskerðingu fyrir heilsu- gæslulækna en meiri skaða hefúr þó valdið framkoma heilbrigðisráðuneytis í sam- bandi við allt þetta mál en hún hefúr einkennst af hroka og valdníðslu. Ráðherra hefur hafnað kröfúm okkar um gjaldskrársamning með þeim rökum að „ með því væri boðið heim hættu á því að heilsugæslan brotnaði niður í núverandi mynd“ eins og hann orðaði það á Alþingi þriðjud. 8.okt. Hann stingur þannig hausnum í sandinn og neitar að horfast í augu við að kerfið er hrunið nú þegar. Þótt við fengjum kröfúr okkar samþykktar myndi líklega meirihluti heimilislækna kjósa að starfa áffam inni á heilsu- gæslustöðvunum í góðri sam- vinnu við hjúkrunarffæðinga og fleiri heilbrigðisstéttir eins og tíðkast í dag. Eins og stað- an er núna er ekkert sem bendir til annars en að upp- sagnir okkar muni ganga í gildi 1. nóv. Að óbreyttri stefnu heilbrigðisráðherra og allir starfandi heilsugæslu- læknar á Suðumesjum muni þá hætta störfúm. Ég árétta að hér er fúll alvara á ferðum og að við emm þegar farin að gera ráðstafanir með önnur störf eftir 1. nóvember. Jón Benediktsson Yfirlæknir við Heilsu- gæslustöðina í Grindavík

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.