Morgunblaðið - 04.06.2016, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2016
RARIK ohf • Dvergshöfða 2 • 110 Reykjavík • Sími 528 9000 • www.rarik.is
Rafvirki/vélfræðingur á Sauðárkrók
Starfssvið
Viðhald á dreifikerfi RARIK
Eftirlit með tækjum og búnaði
Viðgerðir
Nýframkvæmdir
Vinna samkvæmt öryggisreglum
Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um, nánari upplýsingar veita Ásbjörn Gíslason, deildarstjóri
framkvæmdasviðs á Norðurlandi og starfsmannastjóri RARIK í síma 528 9000. Umsóknarfrestur er til 18. júní
n.k. og skal skila umsóknummeð ferilskrá á netfangið atvinnuumsokn@rarik.is.
RARIK ohf. er rekið semopinbert hlutafélag í eigu ríkisins. Hlutverk RARIK er að dreifa raforku auk þess að afla, dreifa og annast
sölu á heitu vatni. Starfsmenn RARIK eru um 200, aðalskrifstofa er í Reykjavík og um 20 starfsstöðvar eru dreifðar vítt og breitt
um landið.
RARIK ohf auglýsir eftir rafvirkja/vélfræðingi á starfsstöð fyrirtækisins á Sauðárkróki. Hér er um fjölbreytt
starf að ræða í öflugum vinnuflokki sem vinnur við dreifikerfi RARIK á Norðurlandi.
Hæfniskröfur
Öryggisvitund
Almenn tölvukunnátta
Bílpróf
Drifkraftur og geta til að vinna sjálfstætt
Íbúar í Árborg eru nú að
nálgast að vera 8.300 en voru
8.201 í byrjun ársins. Er
þetta í svipuðum takti og ver-
ið hefur en íbúum í sveitarfé-
laginu fjölgaði um 2,1% á síð-
asta ári. Hefur fólki fjölgað í
samfellt fjögur ár og raunar
lengur, eftir að hafa fækkað
lítið eitt á árunum fyrst eftir
hrun. Þetta kemur fram í
greinargerð með ársreikningi
Árborgar fyrir síðasta ár.
Ef marka má fjölda útgef-
inna byggingarleyfa fyrir
íbúðarhúsnæði á síðustu
mánuðum mun íbúum áfram
fjölga, segir í greinargerð-
inni. Þar kemur fram að tals-
vert sé enn til af byggingar-
hæfum íbúðalóðum í
sveitarfélaginu. Á Selfossi
séu þær flestar í eigu einka-
aðila, en á Eyrarbakka og
Stokkseyri eigi sveitarfélagið
enn talsvert af lóðum. Í Ár-
borg er nú að hefjast undir-
búningur að byggingu hjúkr-
unarheimilis og er gert ráð
fyrir að framkvæmdir hefjist
á næsta ári. Í því dæmi greið-
ir sveitarfélagið 15% stofn-
kostnaðar á móti ríkinu.
sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Selfoss Árborg í góðum málum og byggðin þar dafnar.
Fjölgun og mikið er byggt
Dr. Margrét Helga
Ögmundsdóttir,
doktor við Lækna-
deild Háskóla Ís-
lands, hlaut Hvatn-
ingarverðlaun
Vísinda- og tækni-
ráðs á Rannsókna-
þingi Rannís sem
fram fór á Grand
hótel nú í vikunni.
Sigurður Ingi Jó-
hannsson forsætis-
ráðherra, sem er
formaður ráðsins,
afhenti Margréti
verðlaunin. Ráð-
herrann sagði við það tilefni
að Margrét væri fram-
úrskarandi ungur vís-
indamaður sem hefði sýnt
skýran metnað til að láta
gott af sér leiða í íslensku
rannsóknasamfélagi. Hún
væri því verðugur handhafi
verðlaunanna.
Margrét er fædd 1981 og
lauk prófi í lífefnafræði frá
Háskóla Íslands árið 2005.
Árið 2006 hóf hún dokt-
orsnám við Oxford-háskóla í
Bretlandi sem hún lauk árið
2010. Margrét hlaut nokkur
verðlaun á tíma sínum í Ox-
ford, en í störfum að því
loknu hefur hún sinnt ýms-
um vísindastörfum, meðal
annars á sviði krabbameins-
rannsókna. sbs@mbl.is
Með skýran metnað
Hvatning Margrét Helga Ögmunds-
dóttir vísindamaður og Sigurður Ingi
Jóhannesson forsætisráðherra.
Menntavísindasvið Háskóla
Íslands veitti í vikunni fimm
kennurum viðurkenningar
fyrir framúrskarandi störf
við hátíðlega athöfn í Há-
skóla Íslands. Verðlaunin eru
afrakstur kynningarátakisins
Hafðu áhrif sem mennta-
vísindasvið stóð fyrir á vor-
mánuðum en þar gafst al-
menningi kostur á að tilnefna
eftirminnilega kennara.
Sögum þjóðþekktra ein-
staklinga var safnað á vef
átaksins og í stuttum mynd-
böndum sögðu þeir frá kenn-
urum sem hafa haft áhrif á
þá. Tilgangur átaksins var að
vekja athygli á kennarastarf-
inu; hversu áhugavert og
skemmtilegt það er og
hversu mikil áhrif kennarar
hafa á einstaklinga og sam-
félag sitt. Viðtökurnar voru
afar góðar en nærri 800
manns tóku þátt í átakinu og
tilnefndu 350 kennara á öll-
um skólastigum.
Sérstök valnefnd, skipuð
sérfræðingum, valdi þá kenn-
ara sem viðurkenningu hlutu.
Þeir eru; Ásthildur Kjart-
ansdóttir, Breiðagerðisskóla í
Reykjavík, Hildur Hauks-
dóttir, Menntaskólanum á
Akureyri, Nichole Leigh
Mosty, Leikskólanum Ösp í
Reykjavík, Þorgerður Ing-
ólfsdóttir, Menntaskólanum
við Hamrahlíð í Reykjavík,
og Örn Arnarson, sem starf-
ar við Heiðarskóla, sem er
leik- og grunnskóli Hval-
fjarðarsveitar.
Áhugavert og skemmtilegt
Viðurkenning Kennarar við afhendingu verðlauna á dögunum.