Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.08.2003, Qupperneq 13

Víkurfréttir - 07.08.2003, Qupperneq 13
IMýr „bæjarstjóri” á Keflavíkurflugvelli Mark S. Laughton höf- uösmaður í Banda- ríkjaflota tók á fóstu- dag við starfi yfirmanns flota- stöðvar varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli af Dean Kiyo- hara sem gegnt hefur starfinu undanfarin tvö ár. Flotastöðin er sú deild varnarliðsins sem annast rekstur flugvallar- mannvirkja og þjónustustofn- ana varnarstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli - húsnæði, birgðahald, slökkvilið, tækja- búnað og þjónustu við flugvél- ar svo eitthvað sé nefnt. Yfir- maður flotastöðvarinnar er einskonar bæjarstjóri varnar- stöðvarinnar og starfa flestir íslenskir starfsmenn varnar- Iiðsins á hans vegum. Fráfarandi yfirmaður flotastöðv- arinnar, Dean Kiyohara kafteinn, hefúr gegnt starfinu undanfarin tvö ár. Hann tekur nú við stöðu deildarstjóra í aðalstöðvum Kyrrahafsflota Bandaríkjanna á Hawaiieyjum. Mark S. Laughton nam við Arizonaháskóla og hlaut meistaragráðu í þjóðaröryggis- málum frá framhaldsskóla Bandarikjaflota - Naval War Col- lege - árið 1996. Hann hóf feril sinn sem flugliðsforingi árið 1981 og hefur starfsvettvangur hans einkum verið á sviði eftir- lits- og kafbátaleitarflugs þ. á m. sem flugsveitarforingi. Hann hef- ur auk þess gegnt trúnaðarstörf- um í flotamálaráðuneytinu og undanfarin þijú ár starfað í aðal- stöðvum sameinuðu bandarísku herstjórnarinnar - U.S. Joint Forces Command - í Norfolk í Virginíu. Eiginkona hans er Linda Laughton og eiga þau tvö böm. Ahöfn björgunarskipsins Hannesar Þ. Hafstein tókst á hendur ail sér- stakt verkefni í síðustu viku. Hræ af hrefnutarfi hefur verið til ama í ijöru við Sandgerði og var nýlega dregið til hafs. Þar með héldu menn að þeir hefðu iosnað við dýrið. Það fór hins vegar ekki langt, því fljótiega var hvalurinn kominn upp í fjöru við Garðskagavita. Nú voru góð ráð dýr, og þeirri spurningu velt upp hvernig best væri að losna við dýrið. Sigurður Jónsson sveitarstjóri í Garði og Sigurður Valur Ás- bjarnarson, starfsbroðir hans i Sandgerði, áttu meðal annars óformlegan fund um málið. Kallaður var til sprengjuséríræð- ingur og var komið fyrir sex kílóa dínamíthleðslu í hræinu. Það var síðan dregið á haf út þar sem það var sprengt í loft upp á tilkomumikinn hátt. Rigndi kjöt- bitum á stóru svæði og héldu menn að nú væru þeir lausir við hvalinn. Þegar öldurnar lægði eftir sprenginguna kom hins veg- ar í ljós stærsta útflatta sjávardýr sem nokkur maður Suður með sjó hefur augum litið. Böndum var því komið á hræið að nýju en þa for ekki betur en svo að björgunarbátur fékk tógið í skrúfuna. Menn urðu því að fara í sjóinn til að skera úr skrúf- unni, með illa lyktandi hvalhræið sér við hlið. Björgunarsveitar- maður sem fór í sjóinn til að skera á tógið sagði hvalinn ekki bragðast vel. Hræið af hrefhunni var að lokum dregið djúpt út fyrir Sandgerði og vonast menn ekki til að sjá það ffamar. Fugl á svæðinu var björgunar- sveitarmönnum þakklátur fyrir sprenginguna, því mikið æti dreifðist yfir stórt svæði. Dr. Green af Bráða- vaktinni hjá Suðurflugi Vei er fylgst með heilsu starfsmanna Suðurflugs á Keflavíkurflugvelli ef marka má tíðar heimsóknir iæknisins Dr. Green af ER eða Bráðavaktinni. Læknirinn góð- kunni er tíður gestur hjá Suð- urfiugi á ferðum sínum milii Ameríku og Skandinavíu. Dr. Green heitir öðru nafni Ant- hony Edwards og er kunnur Hollywood-leikari og er áhorf- endum Ríkissjónvarpsins vel kunnur en Bráðavaktin hefur notið vinsælda hér heima. Anthony Edwards hafði stutta viðkomu á Islandi í síðustu viku á leið sinni yfir hafið. Með hon- um í för voru eiginkona hans og böm. Eiginkona „Dr.Green” er sænsk eftir því sem við komumst næst og það skýrir tíðar ferðir hans milli Skandinavíu og Amer- íku með stoppi í Keflavík. Að sögn starfsmanna Suðurflugs er hann viðkunnaleg og þægileg persóna og kann að meta þá ró sem felst í því að stoppa hjá Suð- urflugi til að taka eldsneyti. VÍKURFRÉTTIR I 32.TÖLUBLAÐ I FIMMTUDACURINN7.ÁGÚST 2003 113

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.