Morgunblaðið - 15.06.2016, Síða 1
Í SAINT-ÉTIENNE
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
,,Við áttum hreinlega bara að vinna
þetta,“ sagði Hannes Þór Hall-
dórsson, markvörður íslenska lands-
liðsins, og brosti í kampinn þegar
Morgunblaðið spjallaði við hann eftir
frækna frammistöðu íslenska liðsins
gegn Portúgölum í fyrsta leiknum á
EM í knattspyrnu í gær. 1:1 urðu úr-
slitin í leik þar sem Hannes Þór átti
frábæran leik á milli stanganna.
,,Okkur líður auðvitað mjög vel með
þessi úrslit. Portúgalar eru með eitt
af bestu liðum í heimi og að gera jafn-
tefli við þá í fyrsta leik á stórmóti er
alveg magnað. Mér fannst við verð-
skulda þessi úrslit. Við unnum svo
sannarlega fyrir þessu stigi. Menn
lögðu allt í leikinn. Við vörðumst frá-
bærlega vel sem ein liðsheild og þessi
tilfinning að spila fyrsta leik á stór-
móti fyrir Ísland með átta þúsund Ís-
lendinga með okkur í liði og með stór-
fjölskylduna á leiknum var ólýsanleg,“
sagði Hannes sem sýndi stórbrotna
markvörslu í fyrri hálfleik þegar hann
varði skalla frá Nani af stuttu færi.
,,Þessi varsla verður tekin nokkrum
sinnum í rútunni á eftir, sagði Hannes
og hló. ,,Ég þurfti að verja fótinn til að
verða fyrir boltanum og þetta er eitt-
hvað sem við æfum vel fyrir leiki, skot
og skalla af stuttu færi. Þessi úrslit
eru frábært veganesti að öllu leyti.
Þetta var sterkur punktur sem við
náðum okkur í og hann er mjög mik-
ilvægur upp á framhaldið,“ sagði
Hannes.
Var helvíti erfiður
,,Fyrri hálfleikurinn var okkur hel-
víti erfiður. Þeir fengu færi til að
skora fleiri en eitt mark en Hannes
bjargaði okkur og sérstaklega þegar
hann varði skallann frá Nani. Hann
var frábær í leiknum, sagði Kári
Árnason við Morgunblaðið eftir leik-
inn. ,,Í seinni hálfleik fannst mér við
hafa góða stjórn á leiknum. Auðvitað
hótuðu þeir okkur enda með frábært
lið en mér fannst jöfnunarmark okk-
ar slá þá töluvert út af laginu. Við
hefðum svo alveg geta stolið sigrinum
undir lokin. Eins og við höfum sýnt
svo margoft þá er drulluerfitt að
skora gegn okkur. Kannski var ekki
rétt ákvörðun hjá mér að hlaupa út í
manninn í aðdraganda marksins því
þar með skildi ég Nani eftir. Mér
fannst okkur takast bara vel í það
heila að halda Ronaldo í skefjum.
Samstarfið hjá okkur Ragga gengur
vel og við vissum allan tímann hvar
hann var,“ sagði Kári.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Lokaði Hannes Þór Halldórsson, markvörður, steig vart feilspor gegn Portúgal í gær. Hér fagnar hann með Guðmundi Hreiðarssyni, markvarðaþjálfara.
Við unnum fyrir þessu
Ólýsanlegt að spila fyrsta leikinn á stórmóti með stuðning átta þúsund Ís-
lendinga, sagði Hannes Þór Hefðum getað stolið þessu, sagði Kári Árnason
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2016
ÍÞRÓTTIR
Körfuknattleikur LeBron James og félagar hans í Cleveland Cavaliers eru ekki af baki dottnir í keppninni
um NBA-meistaratitilinn. Þeir unnu góðan sigur á útivelli og halda enn í vonina um að snúa við taflinu 4
Íþróttir
mbl.is
Hannes Þór Halldórsson varði
mark íslenska landsliðsins í knatt-
spyrnu frábærlega á EM gegn Portúgal
í gærkvöld.
Hannes fæddist 1984 og lék með
Leikni R., Aftureldingu, Stjörnunni,
Fram og KR til 2013. Hann varð tvisvar
Íslandsmeistari og tvisvar bikarmeist-
ari með KR. Hannes lék með Sandnes
Ulf í Noregi og síðan NEC Nijmegen í
Hollandi en var lánaður til Bodö/Glimt
í Noregi í mars. Hann hefur verið að-
almarkvörður Íslands frá 2012 og lék í
gærkvöld sinn 34. landsleik.
ÍÞRÓTTA-
MAÐUR
DAGSINS
Frjálsíþróttakon-
urnar Aníta Hin-
riksdóttir úr ÍR og
Ásdís Hjálms-
dóttir úr Ármanni
tóku þátt í al-
þjóðlegu frjáls-
íþróttamóti í Lu-
zern í Sviss í
gærkvöldi. Aníta
hafnaði í öðru sæti
í 800 m hlaupi en
Ásdís varð fjórða í spjótkasti.
Aníta hljóp á 2.03,17 mínútum og
var 30/100 úr sekúndu á eftir Linsey
Sharp frá Bretlandi sem kom fyrst í
mark.
Joanna Jozwich frá Póllandi hafn-
aði í þriðja sæti ásamt Selina Büchel
frá Sviss en báðar komu í mark á
2.03,78.
Ásdís náði ekki að sýna sínar
bestu hliðar og kastaði lengst í
fimmtu umferð, 57,35 metra. Önnur
köst hennar í keppninni mældust
55,05, 55,55, 54,95 og 54,90 metra.
Sigurvegari varð Kathryn Mitch-
ell frá Ástralíu. Hún kastaði lengst
62,97 metra og var eini keppandinn
sem náði að kasta spjótinu yfir 60
metra markið. iben@mbl.is
Aníta önnur
en Ásdís varð
fjórða í Sviss
Aníta
Hinriksdóttir
Hvað fannst þeim um frammistöðu Íslands gegn Portúgal á EM í Saint-Étienne í gærkvöld?
„Þetta var geggjað, maður!“ sagði afar
ánægður fyrrverandi landsliðsþjálfari, Ólaf-
ur Jóhannesson. „Ég var eiginlega alveg
viss um að við myndum vinna leikinn. Það
var ekkert að gerast hjá Portúgal. Allir
komu 3-4 sinnum við boltann, það var ekk-
ert tempó á boltanum, þannig að ég var
klár á því að þeir myndu ekki skora. Ro-
naldo gat gjörsamlega ekki neitt í þessum
leik.“
„Mér fannst við spila leikinn algjörlega
frábærlega í vörninni. Auðvitað fá Portú-
galar alltaf einhver færi en við fengum færi líka. Gylfi fékk
fyrsta færi leiksins og í 99% tilvika skorar hann í svona færi.
Menn voru að tala um að sofna yfir bók frá Togga [Þorgrími
Þráinssyni] en ég held að Gylfi þurfi tvær slíkar til að sofna
eftir þetta færi. bgretarsson@mbl.is
Gylfi þarf tvær Togga-bækur til að sofna
Ólafur
Jóhannesson
„Það var ótrúlegt að þeir skyldu halda
dampi. Manni fannst þetta vera „deja-vu“
frá Hollandsleiknum, ótrúlega flott skipulag
og maður fann það frá fyrstu mínútu hversu
mikill kraftur var í liðinu,“ sagði Edda Garð-
arsdóttir, fyrrverandi landsliðskona.
„Það voru flottar færslur og allir að bakka
hver annan upp. Þegar þeir fóru í pressuna,
fóru þeir sem ein heild en voru samt ekki að
fara of hátt með línuna. Maður missir aldrei
trúna þegar þeir eru í svona ham. Hannes
var t.d. með frábærar staðsetningar allan
leikinn.“ Edda hlær við þegar blaðamaður segist vera kominn
kannski örlítið fram úr sér í væntingum.
„Maður er bara búinn að vinna Eurovision! Ég sá leik Aust-
urríkis og Ungverjalands og við getum klárlega unnið bæði
þessi lið,“ sagði Edda. bgretarsson@mbl.is
Við getum unnið Austurríki og Ungverjaland
Edda
Garðarsdóttir
„Þetta var ótrúlegt, maður er skjálfandi
ennþá,“ sagði Pétur Pétursson, fyrrverandi
landsliðsmaður, skömmu eftir leik. „Að sjá
alla Íslendingana þarna í áhorfendastúkunni
var yndislegt. Ég varð bara klökkur sem
gamall landsliðsmaður þegar ég sá þetta.“
Pétur var hrifinn af leik liðsins. „Ég hugs-
aði bara, vá, þeir eru mættir og það er ekk-
ert vesen á þeim. Þeir eru bara mættir til að
gera einhverja hluti á þessu móti. Manni
fannst við kannski stundum geta verið örlítið
rólegri á boltann en þetta var frábært.
Framherjarnir unnu rosalega vel fyrir liðið. Jón Daði hleyp-
ur allan tímann og það er gríðarlega mikilvægt að hafa svona
senter eins og Kolbein sem tekur svona marga skallabolta.
Strákarnir eru mættir á EM til að gera eitthvað, ekki bara til að
vera með,“ sagði Pétur Pétursson. bgretarsson@mbl.is
Þeir eru mættir til að gera eitthvað á EM
Pétur
Pétursson