Morgunblaðið - 15.06.2016, Side 3
AFP
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2016
Mættur á ný í sitt ómiss-
andi hlutverk til að loka
öllum mögulegum glufum
fyrir framan vörnina.
Geysilega kraftmikill,
alltaf á réttum stað til að
verjast og skilaði bolt-
anum mjög vel frá sér.
Aron Einar Gunnarsson
Fékk dauðafæri strax á 3.
mínútu og var óheppinn
að skora ekki. Vann gíf-
urlega vel fram og til
baka á miðjunni frá fyrstu
til síðustu mínútu. Fékk
ekki mörg færi til að láta
að sér kveða fram á við.
Gylfi Þór Sigurðsson
Var á réttum stað þegar
mest lá við, las stöðuna
hárrétt þegar hann laum-
aði sér inn á bak við varn-
armann Portúgala og
jafnaði metin. Á fullri ferð
allan tímann, skynsamur
og sívinnandi.
Birkir Bjarnason
Fékk ekki marktækifæri
en vann gífurlega vel fyrir
liðið og kom mikið til
baka. Hirti flesta skalla-
bolta í uppstilltum atrið-
um í sókn og fjölmarga
þegar liðið varðist. Kraft-
mikill allan tímann.
Kolbeinn Sigþórsson
Sýndi endalausa vinnslu
og dugnað. Stöðugt að
trufla varnarmenn Portú-
gala, náði mörgum erf-
iðum sendingum og hélt
boltanum innan liðsins.
Átti stóran þátt í mark-
inu.
Jón Daði Böðvarsson
Alfreð Finnbogason kom inn
á fyrir Kolbein á 80. mínútu
og komst í gott færi á 86.
mínútu þar sem Rui Patrício
þurfti að hafa fyrir því að
verja.
Theódór Elmar Bjarna-
son kom inn á fyrir Jóhann á
90. mínútu.
Á bekknum: Ögmundur
Kristinsson, Ingvar Jónsson,
Haukur Hauksson, Hjörtur
Hermannsson, Sverrir Ingi
Ingason, Rúnar Sig-
urjónsson, Hörður B. Magn-
ússon, Emil Hallfreðsson,
Arnór I. Traustason, Eiður
Smári Guðjohnsen.
Varamenn Íslands
Byrjaði ágætlega en
komst annars ekki mikið
inn í leikinn í fyrri hálf-
leik. Átti glæsilega stoð-
sendingu á Birki þegar
mest lá við. Vinnusamur
og hjálpaði vel til í varn-
arbaráttunni.
Jóhann B. Guðmundss.
Stefanía Da-ney Guð-
mundsdóttir,
Eik, setti í gær
Íslandsmet í
400 m hlaupi í
flokki T20
(þroskahaml-
aðir) á Evrópu-
meistaramóti
fatlaðra. Stef-
anía kom í mark á tímanum 68,97
sekúndum.
Tíminn er nýtt Íslandsmet en
þetta er í þriðja sinn sem Stefanía
keppir á brautinni í Grosetto á
Ítalíu og í öll skiptin hefur hún
bætt tímana sína. Árangur Stef-
aníu dugði henni þó ekki inn í úr-
slit.
Stefanía verður aftur á ferðinni
á fimmtudaginn en þá keppir hún í
langstökki. Í dag keppir Helgi
Sveinsson, Ármanni, í spjótkasti
og Arnar Helgi Lárusson, UMFN,
lýkur keppni sinni á mótinu með
100 metra hjólastólakeppni.
Fimm frjáls-íþrótta-
menn hafa verið
valdir til að
keppa á al-
þjóðlegu ung-
lingamóti Junio-
ren-Gala sem
haldið er í
Mannheim í
Þýskalandi dag-
ana 25.-26.júní. Junioren-Gala er
eitt sterkasta unglingamótið sem
haldið er í Evrópu fyrir 19 ára og
yngri og mjög ströng lágmörk
gilda inn á mótið. Ungmennin eru
Dagbjartur Daði Jónsson, ÍR, sem
keppir í spjótkasti, Thelma Lind
Kristjánsdóttir, ÍR, sem keppir í
kringlukasti, Tristan Freyr Jóns-
son, ÍR, sem tryggði sér þátt-
tökurétt í 110 m grindahlaupi, 200
m og 400 m, og Þórdís Eva Steins-
dóttir, FH, sem keppir í 200 m og
400 m hlaupi.
Enskir fjöl-miðlar
sögðu frá því í
gær að Jürgen
Klopp, knatt-
spyrnustjóri
Liverpool,
fylgdist grannt
með stöðu mála
hjá Theo Wal-
cott, leikmanni Arsenal, og sé
tilbúinn að greiða 25 milljónir
punda fyrir þjónustu hans. Walcott
hefur verið orðaður burt frá Ars-
enal í sumar og Klopp er sagður
tilbúinn að lofa hinum snögga
Englendingi meiri leiktíma en
hann fékk hjá Arsenal á liðnu
tímabili. Þá hefur honum verið tjáð
að hann eigi ekki öruggt sæti í liði
Arsenal á næstu leiktíð.
Walcott er 27 ára gamall en hef-
ur verið hjá Arsenal í ellefu ár.
Hann hefur leikið 236 leiki fyrir fé-
lagið og skorað 55 mörk. Þá á
hann að baki 43 landsleiki fyrir
England, en var ekki valinn í hóp-
inn fyrir EM í Frakklandi.
Fólk sport@mbl.is
óknir og þetta gekk betur hjá
seinni hálfleik,“ sagði Jón Daði
son.
gaf liðinu orku
vorum fljótir að hrista hrollinn
r og þetta mark sem við skor-
byrjun seinni hálfleiks gaf okk-
a orku. Það var ótrúlega mikil-
ná að jafna svona snemma í
álfleik,“ sagði Birkir Már Sæv-
ar nálægt því að tryggja okkur
sigurinn. Ég náði að koma mér í gott
færi en það var súrt að ég náði ekki að
setja boltann meira í hornið. Það kom
mér á óvart hversu rólegir menn voru
inni í klefa eftir leikinn. Það eru eitt-
hvað steiktir gæjar í þessu liði,“ sagði
Alfreð Finnbogason og hló.
Komu vel undirbúnum
Portúgölum í opna skjöldu
„Það var ljóst að Íslendingar gætu
alltaf verið erfiðir, sérstaklega í föst-
um leikatriðum. Þeir komu okkur í
opna skjöldu með þessari fyrirgjöf en
við áttum að vita að þeir gætu verið
hættulegir í slíkri stöðu,“ sagði Nani
sem skoraði mark Portúgala í leiknum.
Komu okkur í vandræði
„Íslenska liðið kom okkur ekki á
óvart því við vissum hvernig það
myndi spila. Við skoruðum ekki nógu
mörg mörk til að vinna leikinn. Ís-
lenska liðið kom okkur í vandræði
fyrstu tíu mínúturnar, sérstaklega eftir
útspörk sín, og við gátum ekki stjórnað
leiknum á þeim kafla. Þeir eru rosa-
lega hættulegir eftir að markvörður-
inn spyrnir fram völlinn, hann beinir
sendingum sínum að framherjanum
sem skallar boltann áfram,“ sagði
Fernando Santos, landsliðsþjálfari
Portúgals.
„Þeir fögnuðu eins og þeir hefðu
unnið EM eða eitthvað, það er hug-
arfar smælingjans. Þess vegna munu
þeir ekki vinna neitt,“ sagði stór-
stjarnan Cristiano Ronaldo sár.
johannes@mbl.is
ótir að hrista úr okkur hrollinn“