Morgunblaðið - 15.06.2016, Side 2

Morgunblaðið - 15.06.2016, Side 2
Í SAINT-ÉTIENNE Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Stórkostleg byrjun. Hvað er annað hægt að segja? Íslenska landsliðið sýndi af sér gífurlega seiglu og kar- akter þegar það náði jafntefli, 1:1, gegn Portúgal í fyrsta leik sínum á stórmóti í Saint-Étienne í gærkvöld. Ísland er komið á blað og sendi þau skilaboð til hinna liðanna í F-riðli að það lægst skrifaða þjóðin í honum ætlaði sér að vera með í slagnum um að komast áfram. Sigur Ungverja á Austurríki í fyrri leik gærdagsins var frekar óvæntur og setur baráttuna gegn Ungverjum í Marseille næsta laugardag í nýtt samhengi. Þar mætast ekki tvö lið sem flestir reiknuðu með að kæmu þangað án stiga, heldur tvö lið með bullandi sjálfstraust og metnað fyrir því að taka næsta skref og tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum. Stig gegn einni þeirra þjóða sem hafa getu og burði til að ná langt á þessu Evrópumóti í Frakklandi er óhemju dýrmætt, og frammistaða liðsins í gærkvöld sýndi að þjálf- ararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson unnu hárrétt úr hlut- unum í vetur og vor. Áhyggjur yfir því að þeir hefðu aldrei stillt upp sterkasta liðinu frá október og þar til í gærkvöld voru augljóslega ástæðu- lausar. Þegar flautað var til leiks var búið að stilla á „on“ og liðið tók þráð- inn upp nákvæmlega þar sem það hætti í lok undankeppninnar. Skipulagið gekk að hluta út á að halda Cristiano Ronaldo í skefjum, með því að deila ábyrgðinni á honum á alla, og það gekk fullkomlega upp. Þessi magnaði fótboltamaður var ógnandi allan tímann en komst ekki nema í eitt alvöru færi og skallaði þá beint á Hannes. Vitaskuld var Portúgal sterkari að- ilinn á vellinum en gífurlegur vilja- styrkur, ákveðni og baráttugleði, endalaus dugnaður og ósérhlífni, í bland við að eiga til staðar á rétta augnablikinu þau gæði sem þurfti til að knýja fram hagstæð úrslit, skiluðu þessu stigi. Stundin þegar Birkir Bjarnason jafnaði metin á 50. mínútu mun seint renna úr minni. Hvað þá lokaflaut tyrkneska dómarans eftir tvær auka- spyrnutilraunir frá Cristiano Ron- aldo í uppbótartímanum. Mestu vangavelturnar um liðsvalið snerust um hvort Jón Daði eða Alfreð yrðu í framlínunni við hlið Kolbeins. Þeir héldu sig oftast við Jón Daða í undankeppninni og völdu að hefja mótið á sama hátt. Jón og Alfreð eru afar ólíkir leikmenn, þjálfararnir töldu greinilega að Jón myndi henta betur gegn þessum andstæðingum, og þegar Birkir Bjarnason jafnaði sást vel hvers vegna. Dugnaður Jóns er margrómaður og hann vann úr erf- iðri sendingu, kom boltanum á Jó- hann og framhaldið er nýr kafli í sögubókum íslensku knattspyrn- unnar. Þrettán hetjur tóku þátt í þessum leik og eiga allar skilið mikið lof. Sér- staklega þó liðsheildin. En það er þó ekki annað hægt en að taka Hannes Þór Halldórsson út úr. Markvarsla hans á lykilaugnablikum gerði gæfu- muninn. Og Ragnar Sigurðsson sýndi okkur á stóra sviðinu hvílíkur gæða miðvörður hann er. Úrslitaleik- ur gegn Ungverjum  Leikurinn í Marseille settur í nýtt samhengi eftir úrslit gærdagsins Fyrsta Birkir Bjarnason jafnar metin án þess að varnarmenn og markvörður portúgalska liðsins fái rönd við rest. Fyrsta mark Íslands á EM í knattspyrnu karla staðreynd. 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2016 Þeir komu engan veginn á óvart með sinni hefðbundnu uppstillingu, 4-4-2, sem þeir notuðu í allri undankeppn- inni, og tefldu fram því liði sem flestir bjuggust við, að undanskildum kannski Jóni Daða fyrir Alfreð. Það kom þó ekkert sérstaklega á óvart, miðað við andstæðinginn. Þeir höfðu greinilega undirbúið leikmenn Íslands á hár- réttan hátt fyrir hvernig ætti að verjast gegn Portúgal, og hvernig hægt væri að búa til sóknarfæri gegn þeim. Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck Frábær leikur hjá Hann- esi. Varði nokkrum sinn- um glæsilega og var afar öruggur í öllum sínum að- gerðum. Mjög góðar stað- setningar allan leikinn en átti engan möguleika í marki Portúgala. Hannes Þór Halldórsson Var öflugur í hægri bak- varðarstöðunni og gaf fá færi á sér. Hraði hans nýttist vel í varnarvinn- unni og tvívegis átti hann góða spretti upp vænginn sem sköpuðu smáusla í vörn Portúgala. Birkir Már Sævarsson Markið sem Portúgalar skoruðu má að hluta til skrifa á Kára fyrir að fara úr stöðu en fyrir utan það átti hann fínan leik í hjarta varnarinnar og samvinna hans og Ragn- ars var virkilega góð. Kári Árnason Steig varla feilspor í 90 mínútur og var alltaf mættur þegar á þurfti að halda, til að skalla frá, komast fyrir sendingar eða kasta sér fyrir skot. Vann nánast hvert ein- asta návígi í leiknum. Ragnar Sigurðsson Komst vel frá sínu í vinstri bakverðinum. Hann náði þó ekki að loka á fyrirgjöfina þegar Nani skoraði mark Portúgala. Lokaði vel svæðum, barð- ist vel og var öruggur í flestum sínum aðgerðum. Ari Freyr Skúlason F-RIÐILL Ísland – Portúgal ..................................... 1:1 Nani 31 – Birkir Bjarnason 50. Austurríki – Ungverjaland .....................0:2 Adam Szalai 63., Zoltan Stieber 87. Rautt spjald: Alexander Dragovic (Austurríki) 66. Staðan: Ungverjaland 1 1 0 0 2:0 3 Ísland 1 0 1 0 1:1 1 Portúgal 1 0 1 0 1:1 1 Austurríki 1 0 0 1 0:2 0 Næstu leikir: 18.6. Ísland – Ungverjaland ......................16 18.6. Portúgal – Austurríki........................19 Leikir í dag B. Lille: Rússland – Slóvakía ....................13 A. París: Rúmenía – Sviss..........................16 A: Marseille: Frakkland – Albanía ...........19 Leikir á morgun: B. Lens: England – Wales .........................13 C. Lyon: Úkraínu – N-Írland ....................16 C. St. Denis: Þýskaland – Pólland ............19 A-RIÐILL Staðan: Frakkland 1 1 0 0 2:1 3 Sviss 1 1 0 0 1:0 3 Rúmenía 1 0 0 1 1:2 0 Albanía 1 0 0 1 0:1 0 B-RIÐILL Staðan: Wales 1 1 0 0 2:1 3 England 1 0 1 0 1:1 1 Rússland 1 0 1 0 1:1 1 Slóvakía 1 0 0 1 1:2 0 C-RIÐILL Staðan: Þýskaland 1 1 0 0 2:0 3 Pólland 1 1 0 0 1:0 3 Norður-Írland 1 0 0 1 0:1 0 Úkraína 1 0 0 1 0:2 0 D-RIÐILL Staðan: Króatía 1 1 0 0 1:0 3 Spánn 1 1 0 0 1:0 3 Tékkland 1 0 0 1 0:1 0 Tyrkland 1 0 0 1 0:1 0 Næstu leikir: 17.6. Tékkland – Króatía ...........................16 17.6. Spánn – Tyrkland..............................19 E-RIÐILL Staðan: Ítalía 1 1 0 0 2:0 3 Írland 1 0 1 0 1:1 1 Svíþjóð 1 0 1 0 1:1 1 Belgía 1 0 0 1 0:2 0 Næstu leikir: 17.6. Ítalía – Svíþjóð ...................................13 18.6. Belgía – Írland ...................................13 EM 2016 Úrslitakeppni NBA Fimmti úrslitaleikur: Golden State – Cleveland ...................97:112  Staðan er 3:2 fyrir Golden State. Sjötti leikur verður á heimavelli Golden State á morgun. KÖRFUBOLTI KNATTSPYRNA Pepsi-deild karla: Hásteinsvöllur: ÍBV – Breiðablik .............18 Extravöllurinn: Fjölnir – KR...............19.15 Í KVÖLD! Geoffroy Guichard í Saint-Étienne, F- riðill EM í knattspyrnu karla, þriðju- daginn 14. júní 2016. Skilyrði: Rigningardropar og hitinn um 20 gráður. Völlurinn flottur. Skot: Portúgal 17 (9) – Ísland 3 (3). Horn: Portúgal 2 – Ísland 12. Portúgal: (4-4-2) Mark: Rui Patrício. Vörn: Vieirinha, Ricardo Carvalho, Pepe, Raphael Guerreiro. Miðja: Joao Mário (Ricardo Quaresma 75), Danilo, Joao Moutinho (Renato Sanches 70), André Gomes (Éder 84). Sókn: Nani, Cristiano Ronaldo. Ísland: (4-4-2) Mark: Hannes Þór Halldórsson. Vörn: Birkir Már Sæv- arsson, Ragnar Sigurðsson, Kári Árnason, Ari Freyr Skúlason. Miðja: Birkir Bjarnason, Gylfi Þór Sigurðs- son, Aron Einar Gunnarsson, Jóhann Berg Guðmundsson (Theódór Elmar Bjarnason 90). Sókn: Kolbeinn Sig- þórsson (Alfreð Finnbogason 80), Jón Daði Böðvarsson. Dómari: Cüneyt Cakir, Tyrklandi. Áhorfendur: 38.742. Portúgal – Ísland 1:1 1:0 Nani 31. með við-stöðulausu skoti af markteig eftir sendingu André Gomes frá hægri. 1:1 Birkir Bjarnason50. með við- stöðulausu skoti af mark- teig, aðeins til vinstri, eftir fyrirgjöf Jóhanns Berg Guðmundssonar frá hægri. I Gul spjöld:Birkir B. (Íslandi) 55. (brot), Alfreð (Íslandi) 90. (hendi) I Rauð spjöld: Engin. „Við vorum skipulagðir og ákaflega vinnusamir, ótrúlega einbeittir og ag- aðir. Þetta var liðssigur og erfitt að taka einhvern einn út úr. Strákarnir fá þvílíkt hrós fyrir þennan leik. Stigið er gott og gefur okkur það að við getum komið aðeins afslappaðri í næsta leik,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, á frétta- mannafundi í gær eftir jafnteflið ævin- týralega gegn Portúgal. „Við ræddum um það í hálfleik að vera agaðri og hleypa þeim ekki í skyndisó okkur í s Böðvarss Markið „Við v úr okkur uðum í b ur mikla vægt að seinni há arsson. „Ég va „Vorum fljó mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.