Morgunblaðið - 15.06.2016, Page 4
NBA
Jóhann Ólafsson
johann@mbl.is
LeBron James og félagar hans í
Cleveland Cavaliers eru ekki dauð-
ir úr öllum æðum. 112:97 sigur
þeirra gegn NBA-meisturunum í
Golden State Warriors aðfaranótt
þriðjudags á útivelli gerir það að
verkum að körfuboltaaðdáendur
hér á landi geta haldið áfram að
vaka langar sumarnætur, eða í það
minnsta eina nótt í viðbót. Staðan í
einvígi liðanna um NBA-meist-
aratitilinn er 3:2 fyrir Warriors
sem dugir einn sigur í viðbót til að
tryggja sér titilinn annað árið í
röð.
Sjötta viðureign liðanna fer fram
aðfaranótt þjóðhátíðardagsins á
heimavelli Cleveland. Stóra spurn-
ingin er hvort Cleveland takist að
knýja fram oddaleik, sem færi
fram á heimavelli Kaliforníu-
strákanna í Golden State, eða
hvort gestirnir taki á móti meist-
arabikarnum á heimavelli Cleve-
land annað árið í röð.
Fyrrnefndur James og Kyrie
Irwing fóru fyrir Cavaliers í
fimmta leiknum en samtals skor-
uðu þeir félagar 82 af 112 stigum
gestanna, 41 á mann.
Ekkert Green
Fyrirhuguðum fagnaðarlátum
Golden State hefur því verið frest-
að en taka verður með í reikning-
inn að einn þeirra besti leikmaður,
Draymond Green, tók út leikbann í
fimmta leiknum. Green fékk leik-
bannið eftir að hafa danglað í klof-
ið á LeBron James í fjórða leikn-
um. Leikmennir skiptust á vel
völdum orðum og fengu báðir leik-
menn tæknivillu. Green kallaði
James „tík“ en sá síðarnefndi svar-
aði því með því að segjast vera
„þriggja barna faðir og maður.“
Green var kominn með of mörg
refsistig eftir tæknivilluna og tók
því út leikbann í fimmta leiknum.
Green tekur þátt í næsta leik og
verður eflaust staðráðinn í að sýna
sig og sanna. Svefnleysi er engin
afsökun fyrir því að missa af sjötta
leiknum en hann hefst klukkan eitt
eftir miðnætti, aðfaranótt 17. júní.
Fólk getur því sofið vært eftir að
hafa fylgst með Cleveland knýja
fram oddaleik eða Golden State
tryggja sér titilinn.
AFP
Stórleikur LeBron James skoraði 41 stig fyrir Cleveland þegar liðið sirgaði
Golden State á útivelli og knúði fram sjötta leik í einvígi liðanna.
Cleveland er á lífi
gegn meisturunum
Stórleikur LeBron James og Kyrie Irving
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2016
Hversu magnað er það að
sitja á kaffihúsi í Saint-Étienne í
Frakklandi og sjá svæðið smám
saman fyllast af Íslendingum?
Þannig var þetta upp úr há-
deginu í gær. Fáir Íslendingar
höfðu nætursetu í borginni fyrir
leik Íslands og Portúgals á EM en
við rákumst þó á nokkra við
komuna þangað í fyrradag og
svo fjölgaði þeim allverulega í
gær.
Engin furða,um átta þúsund
Íslendingar mættu á Geoffroy
Guichard-leikvanginn í gærkvöld
og aldrei áður hafa jafn margir
íslenskir áhorfendur mætt á
íþróttaviðburð erlendis. Tvö
komma eitthvað prósent af ís-
lensku þjóðinni, næstum þrisvar
sinnum fleiri en í Amsterdam
síðasta haust.
Þegar fjölmiðlarútan
flutti okkur frá hótelinu á leik-
vanginn, rúmum fjórum tímum
fyrir leik, voru bláklæddir Íslend-
ingar úti um allt. Þeir virtust
koma úr öllum áttum.
Portúgalar voru meira en
helmingi fleiri á vellinum en Ís-
lendingar og auðvitað sáust
þeirra stuðningsmenn hér og þar
í bænum en voru ekki nærri eins
áberandi. Á okkar kaffihúsi sátu
nokkrir þeirra innan um Íslend-
ingana og það fór mjög vel á með
öllum. Eins og þetta á að vera.
Á vellinum var þetta síðan
eins og í ævintýri. Íslensku
stuðningsmennirnir voru stór-
kostlegir, í takt við kraftmikinn
leik strákanna okkar, og stuðn-
ingurinn sem þeir fengu var nán-
ast lygilegur, og fleytti þeim yfir
erfiða hjalla í leiknum.
Frammistaða strákanna
á vellinum var frábær en íslensku
áhorfendurnir í Saint-Étienne fá
þrjú M hver einn og einasti frá
okkur á Morgunblaðinu!
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
F-RIÐILL
Jóhannes Tómasson
johannes@mbl.is
Ungverjaland kom á óvart í upp-
hafsleik F-riðils Evrópumótsins á
Stade de Bordeaux-vellinum í Bor-
deaux í gær þegar liðið vann 2:0 sig-
ur á Austurríki, liði sem margir
spekingar spáðu góðu gengi á
mótinu.
Austurríska liðið hefur verið á
stöðugri uppleið síðan Marcel Koll-
er tók við þjálfarastarfinu í október
2011. Liðið er vel skipulagt og með
stjörnuna David Alaba innan sinna
raða sem stýrir leiknum á miðjunni.
José Mourinho, nýráðinn þjálfari
Manchester United, hrósaði liðinu í
hástert nýlega og spáði Austurríki
mikilli velgengni á EM.
Dregnir til jarðar af Ungverj-
um
Austurríkismenn voru hins vegar
dregnir til jarðar í Bordeaux af bar-
áttuglöðu Ungverjalandi. Ungverjar
voru vel skipulagðir í vörninni og
lögðu áherslu á að refsa Austurrík-
ismönnum fyrir mistök sín með
skyndisóknum og það gekk stórvel.
Austurríki hóf leikinn af krafti en
tókst ekki að nýta sér þau færi sem
liðið skapaði. Ungverjaland var þó
aldrei á afturfótunum í leiknum,
þrátt fyrir að Austurríki hafi sótt
hart á köflum.
Í raun voru hvorki Austurríkis-
menn né Ungverjar á afturfótunum
á nokkrum tímapunkti. Liðunum
var ekki stillt upp með það í huga að
vera í stórsókn, þau eru bæði varn-
arsinnuð og leggja áherslu á skyndi-
sóknir. Því ætti það ekki endilega að
koma á óvart að Ungverjaland hafi
skorað fyrsta mark leiksins þegar
Austurríki hafði lengi verið með
boltann og leit út fyrir að vera með
tökin á leiknum.
Eftir fyrsta markið kom í ljós
veikleiki Austurríkismanna. Þeir
voru stressaðir og brutu klaufalega
af sér og var það dýrkeypt þegar
Aleksandar Dragovic fékk að líta
sitt annað gula spjald fyrir ónauð-
synlegt brot þegar Austurríkismenn
voru í sókn og hefðu auðveldlega
getað jafnað metin.
Skelltu glaðir í lás
Ungverjaland skellti í lás eftir
fyrsta markið og liðið sýndi að það
var skipulagt í vörn. Það mætti
halda að liðið sem lá í vörn væri
undir álagi en sú var ekki raunin í
gær. Öll pressan var á Austurríkis-
mönnum til að skapa sér tækifæri á
móti ungversku liði sem var í essinu
sínu með tíu menn í vörn.
Austurríki skapaði nánast ekkert
almennilegt marktækifæri eftir að
Ungverjaland komst yfir, liðið virt-
ist bitlaust með boltann og er það
eitthvað sem Íslendingar geta nýtt
sér þegar liðin mætast. Ungverja-
land skoraði síðan annað mark
leiksins á lokamínútunum með því
að sækja hratt upp völlinn þegar
tækifærið gafst.
Ungverjar komu á óvart
Ungverjaland vann 2:0 sigur á Austurríki Hvorugt liðið vildi halda boltanum
AFP
Mark Zoltan Stieber innsiglar sigur Ungverja án þess að Matmut Atlantique, markvörður fái vörnum við komið.
Evrópska knatt-
spyrnu-
sambandið hefur
dæmt Rússland í
skilorðsbundið
bann frá Evr-
ópumótinu í
knattspyrnu
vegna hegðunar
stuðningsmanna
þeirra.
Það þýðir að
Rússar fá að halda áfram þátttöku,
en ef viðlíka atvik koma upp verða
þeir dæmdir úr leik. Þá hefur rúss-
neska knattspyrnusambandið verið
sektað um 150 þúsund evrur.
Átökin á milli rússneskra og
enskra stuðningsmanna eftir við-
ureign þjóðanna á sunnudag, þar
sem landsliðsfyrirliðinn Vasili
Berezutski bjargaði Rússum 1:1
jafntefli á lokasekúndum leiks, eru
þau verstu sem til hefur komið í
tengslum við alþjóðlega fótbolta-
keppni frá því að heimsmeist-
aramótið fór fram í Frakklandi árið
1998.
Rússneskir stuðningsmenn rudd-
ust yfir í stúkur stuðningsmanna
enska landsliðsins og gerðu atlögu
að þeim í skipulagðri árás. Bull-
urnar voru síðan hylltar af embætt-
ismanni rússneska knattspyrnu-
sambandsins. johannes@mbl.is
Rússar úr
leik ef árásir
halda áfram
Vasili
Berezutski
Gábor Király var á sínum stað í marki Ungverja í
fyrsta leik liðsins á EM. Király hélt hreinu í frekar
óvæntum 2:0 sigri gegn Austurríki og sló um leið
met en hann varð elsti leikmaðurinn í sögu EM þeg-
ar flautað var til leiks. Þessi litríki markvörður er
orðinn 40 ára og 74 dögum betur. Þýska goðsögnin
Lothar Matthaus átti fyrra metið en hann var 39 ára
og 91 dags gamall á EM árið 2000.
Király hefur nánast allan sinn feril vakið eftirtekt
fyrir gráar joggingbuxur sem hann klæðist í mark-
inu en hann hefur víða komið við á löngum ferli. Eyjólfur Sverrisson var m.a.
liðsfélagi hans hjá Herthu Berlin í kringum aldamót en Király lék einnig yfir
100 leiki með Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni. Király er einn helsti
aðdáandi bandarísku rokksveitarinnar Bon Jovi og hitti loks goðin 2014.
Leikmaður dagsins á EM
Gábor Király
Elsti leikmaðurinn til að leika á EM Mætti í gráu joggingbuxunum
og hélt hreinu gegn Austurríki Hefur leikið með landsliðinu í 18 ár