Morgunblaðið - 30.06.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.06.2016, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2016FRÉTTIR Skútuvogi 4, Rvk Rauðhellu 2, Hafnarfirði Sími 568 6844 | ga@ga.is | ga.is Vörur fyrir sjávarútveginn Skipastál • Lunningajárn • Bakjárn Kælirör • Fíber- og galvanhúðaðar ristar Svört- og ryðfrí rör og fittings Ál • Ryðfrítt stál • PVC plötur POM öxlar • PE plötur Lokar af ýmsum gerðum Opið virka daga kl. 8-17 Við erum í hjarta borgarinnar að Þverholti 13. Komdu við í kaffisopa eða sendu okkur línu og óskaðu eftir tilboði í prentverkið þitt, stórt eða smátt. MIÐBORGIN Mesta hækkun Mesta lækkun VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) N1 -2,16% 68 NYHR +1,19% 17,05 S&P 500 NASDAQ +1,28% 4768,245 +1,27% 2063,26 +3,61% 6360,06 +4,11% 15566,83 FTSE 100 NIKKEI 225 28. 01. ‘16 29. 01. ‘1628. 06. ‘16 29. 06.16 251.300 551.800 49,81 34,741.513,5 1.624 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. Nú stefnir í að ófjármagnaðar líf- eyrisskuldbindingar ríkissjóðs verði stærsti hluti skulda ríkissjóðs. Þetta segir í Hagsjá Landsbankans. Bent er á að í ný- birtum rík- isreikningi fyrir 2015 sjáist að heildarfjárhæð skuldbindinga ríkissjóðs hafi verið 1.920 millj- arðar. Þar af hafi ófjármagnaðar lífeyris- skuldbindingar numið nær 508 millj- örðum. Hlutfall líkt og árið 2008 Í Hagsjánni segir jafnframt að opinberar skuldir séu oft birtar sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Það hlutfall hafi verið nálægt 113% árið 2011, en hafi lækkað í 87% á árinu 2015 og sé nú hlutfallið svipað því sem var á árinu 2008. Segir jafn- framt frá því í Hagsjánni að stjórn- völd hafi boðað að skuldir eigi eftir að lækka mun meira á næstu árum. Stefna stjórnvalda sé að framlögin hafi sem minnst áhrif á innlent efna- hagslíf og verði nær eingöngu varið til lækkunar skulda. Á sama tíma stefni ófjármagnaðar lífeyrisskuld- bindingar ríkisins hraðbyri upp á við. „Í ljósi væntanlegrar ráðstöfunar á stöðugleikaframlagi frá slitabúum bankanna og yfirlýsinga stjórnvalda um hvernig þeim fjármunum verði ráðstafað verður þess vart lengi að bíða að lífeyrisskuldbindingar verði stærsti einstaki liður skulda ríkis- sjóðs,“ segir Ari Skúlason, hagfræð- ingur hjá Landsbankanum. „Þessi skuldbinding er að verða óþægilega stór. Reyndar hefur komið fram hjá fjármálaráðherra að hefja eigi greiðslur á móti þessari skuldbind- ingu á næsta ári, án þess að fram hafi komið hvernig staðið verði að því. Það er athyglisvert að þetta verði stærsti skuldaliður ríkissjóðs, eftir þrjú ár eða svo.“ Stefnt að lækkun Í áætlun stjórnvalda um þróun skulda ríkissjóðs í hlutfalli við verga landsframleiðslu, er stefnt að því að hlutfallið verði um það bil 50%. Ari segir það mjög hagstætt hlutfall í al- þjóðlegum samanburði. Jafnframt bendir Ari á að ekki sé vandalaust að greiða niður lífeyrisskuldbinding- arnar. „Það hefur áhrif sem smita myndu út í efnahagslífið. Lífeyris- sjóður starfsmanna ríkisins þarf að fjárfesta til samræmis við innborg- anirnar og svona fjárhæðir geta haft veruleg áhrif á þróun verðs á mark- aði,“ segir Ari. „Hver einasta launa- breyting kallar á mjög mikla aukn- ingu þessarar skuldbindingar.“ Fjármálastefna ríkisins Í fjármálastefnu ríkisins fyrir árin 2017 til 2021, sem lögð var fram í formi þingsályktunartillögu síðast- liðinn vetur, kemur fram að gert sé ráð fyrir að teknar verði upp forinn- greiðslur í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins sem nemi 5 milljörðum á ári frá og með árinu 2017. Greiðslunum er ætlað að mæta hluta ófjármagn- aðra skuldbindinga sjóðsins og seinka því að hann tæmist, eins og segir í stefnunni. Þá kemur einnig fram að unnið sé að samræmingu lífeyrisréttinda á al- mennum og opinberum vinnumark- aði. Svo segir þar að hvað lífeyris- kerfið varði sé helst horft til þess að afnema bakábyrgð ríkissjóðs í opin- bera kerfinu. Ekki náðist í Bjarna Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra við vinnslu fréttarinnar. Lífeyrisskuldbind- ingar ríkis vaxa hratt Jón Þórisson jonth@mbl.is Ófjármagnaðar lífeyris- skuldbindingar ríkissjóðs eru rúmlega fjórðungur skuldbindinga ríkissjóðs samkvæmt nýjum ríkis- reikningi. Morgunblaðið/Styrmir Kári Skrifstofur Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Ófjármagnaðar lífeyr- isskuldbindar ríksins stefna í að verða stærsti einstaki skuldaliðurinn Ari Skúlason VERÐBRÉFAMARKAÐUR Hagnaður Virðingar nam á síðasta ári rúmum 100 milljónum króna og jókst frá fyrra ári um 67% þegar hann reyndist ríflega 60 milljónir. Á sama tíma drógust rekstrartekjur félagsins saman um tæpar 26 millj- ónir og námu rúmum 892 milljónum króna. Mestar tekjur hafði Virðing af umsýsluþóknunum eða 569 millj- ónir og jukust þær um rúmar 40 milljónir milli ára. Söluþóknanir námu 310 milljónum og hækkuðu þær um 14 milljónir milli ára. Fjár- munatekjur voru hins vegar lægri og námu 13,4 milljónum og þá voru ekki bókfærðar aðrar tekjur sem reyndust 75,8 milljónir á árinu 2014. Félagið lækkaði rekstrargjöld sín um tæpar 66 milljónir milli ára. Munar þar mestu um samdrátt í launum og launatengdum gjöldum. Fór sá liður rekstrargjaldanna niður um ríflega 58 milljónir og skýrist sú lækkun fyrst og síðast af því að stöðugildum hjá félaginu fækkaði um fjögur og hálft milli áranna 2015 og 2014. Í síðasta árs voru stöðu- gildin 33,3 talsins og laun og laun- tengd gjöld upp á tæpar 518 millj- ónir. Annar rekstrarkostnaður hljóðaði upp á tæpar 270 milljónir og stóð nánast í stað milli ára. Eigið fé Virðingar var um síðustu áramót ríflega 807 milljónir króna. skuldir námu tæpum 190 milljónum. Stjórn félagsins lagði til að ekki yrði greiddur arður til hluthafa vegna rekstrarársins. Hagnaður Virðingar eykst um 67% milli ára Morgunblaðið/Golli Hannes Frímann Hrólfsson hefur verið forstjóri fyrirtækisins frá 2013. SMÁSALA Hagnaður Haga nam tæpum 950 milljónum fyrir 1. ársfjórðung rekstrarársins 2016 til 2017, en hjá Högum hefst það 1. mars. Nemur hagnaðurinn 4,7% af veltu. Velta á fjórðungnum var tæpir 20 millj- arðar, samanborið við rúmlega 18,6 milljarða árið áður. Er þetta því söluaukning sem nemur 7%. Þá eykst framlegð félagsins milli ára og fer úr 24% á fyrra ári í 24,5%. Hagnaður eykst Fram kemur í tilkynningu Haga til Kauphallarinnar að hagnaðurinn fyrir skatta nemi 1.185 milljónum króna, samanborið við 1.014 millj- ónir árið áður. Rekstrarkostnaður í heild hækkar um 275 milljónir eða 8,3% og hækkar kostnaðarhlutfall félagsins úr 17,8% í 18%. Eigið fé Haga var 17,3 milljarðar í lok tímabilsins og eiginfjárhlutfall 54,7%. Heildarskuldir voru 14,3 milljarðar og voru langtímaskuldir þar af tæpir fjórir milljarðar. Handbært fé frá rekstri nam 1,3 milljörðum á tímabilinu, samanborið við 2,2 milljarða á fyrra ári. Var handbært fé í lok tímabils 4,7 millj- arðar, samanborið við 4,8 milljarða árið áður. Fækka verslunarfermetrum Fram kemur að verslun Deben- hams í Smáralind verði lokað eigi síðar en í lok maí á næsta ári, því ekki hafi náðst samningar við leigu- sala. Jafnframt stendur til að flytja verslun Útilífs til innan Smáralind- ar. Með þessu tvennu dragist það svæði sem Hagar nýta undir versl- unarrekstur í Smáralind saman um 9.500 fermetra. Hagar hagnast um 948 milljónir á fyrsta fjórðungi rekstrarársins Morgunblaðið/Eggert Finnur Árnason, forstjóri Haga ORKUMÁL Norræni fjárfestingabankinn hefur veitt Landsvirkjun 50 milljóna bandaríkjadala lán, jafnvirði 6,1 milljarðs króna, til 16 ára í tengslum við fyrsta áfanga Þeistareykjavirkj- unar í grennd við Húsavík. Þegar virkjunin hefur náð fullum afköstum mun hún auka framleiðslu raforku á landsvísu um 4%. Mestur hluti hinnar nýju orku verður nýttur til að anna orkuþörf nýrrar kísil- málmverksmiðju sem nú er verið að reisa á Bakka. Þriðjungur rafork- unnar er á hinn bóginn ætlaður Húsavíkur- og Akureyrarbæ og öðrum iðnaði á svæðinu. Fjármagnar nýja virkjun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.